Vikan


Vikan - 30.04.1959, Page 15

Vikan - 30.04.1959, Page 15
Söngstjarnan Pattl Page lætur Adler iðulega breyta hárgrelðslu sinnl, — „f stíl við lögin sera ég syng“. bursta úr lokkunum. — að þvi er virð- ist stefnulaust — þar til viss lögun fer að koma í ljós. Ef til vill lokkur fram á ennið, lokkar vinstra megin, og alls kyns kúnstir, sem Adler einn kann skil á. Lokastigið er greiðslan sjálf. Hann fer með greiðuna leifturhratt yfir hárið, og ekki líður á löngu áður en hárið er fullgert. Þegar hann er bú- inn að hagræða hárinu, eins og hon- um bezt líkar, festir hann það með hárnálum. Þegar þessu er lokið — og þetta kann að taka allt að því hálfan ann- an klukkutíma — sprautar hann hárið með vökva, sem heldur hárinu. Adler ráðleggur konum að þvo á sér hárið á hverjum degi og nota síðan kremhreinsun. Hann ráðleggur einn- ig konum að bursta hár sitt vendi- lega kvölds og morgna. Gallinn á hárgreiðslu Adlers er auðvitað sá, að enginn annar en Adler getur farið yfir hárið næsta dag. Adler hefur reynt að sýna leik- konum, hvernig þær eigi að fara að því að greiða sér á sama hátt og hann gerði S fyrstu. Stundum teikn- ar hann upp flóknar töflur yfir það, hvernig athöfnin eiga að fara fram S minnstu smáatriðum. Pyrir nokkrum árum hringdi sjón- varpsframleiðandi S Adler. Framleið- andinn sagði, að stjarna nokkur neitaði að koma á æfingar. Hún virt- ist næstum likleg til að fremja sjálfs- moð. Hann vissi aðeins eitt — þetta stafaði af hári konunnar. Hann bað nú Adler að reyna að komast að þvi, hvað angraði konuna svo mjög. Adl- er flýtti sér til konunnar. Honum var hleypt inn, en sagt, að léikkon- an vildi ekki taka á móti gestum. Adler stóð við læstar svefnherbergis- dyrnar og talaði við konuna. Loksins opnaði konan dyrnar. Loks fékk hann konuna til þess að segja sér alla sög- una.. Daginn áður hafði hún farið á hár- greiðslustofu til þess að láta bleikja hárið og fá „permament.“ Upplausn- in, sem bleikja átti með, hafði verið of sterk. Þegar hún ætlaði að greiða sér um morguninn, fann hún, að hár- ið rifnaði af höfði hennar eins og ull. öðru megin á höfðinu var hún næst sköllótt. Adler sagði heuni að hafa engar áhyggjur. Hann flýtti sér til hárkollumeistara i leikhúsi einu. Þar valdi hann sér lokka, sem fóru vel við hár konunnar. Siðan flýtti hann sér aftur til hennar. Hún lokaði augunum, þegar hann tók að eiga við hár hennar. — Hún kom fram i sjónvarpinu, án þess að nokk- ur tæki eftir því, að hún væri ekki með sitt eðlilega hár. Og smám sam- an óx hár hennar aftur, og hann greiddi það eftir þvi sem fór bezt lengd þess, og, leikkonan fékk aftur fyrri gleði sina. Þetta dæmi stnir glögglega, hversu háðar stjörnurnar eru hárgreiðslu- mönnunum. Adler segir, að margir hverjar trúi honum fyrir innstu leyndarmálum lífs þeirra. Og oft get- ur hann ekki á sér setið og leggur leikkonunum holl ráð. Eiginmenn viðskiptavina Adlers verða að sætta sig við þetta. Eigin- maður Patti Page sagði eitt sinn við konu sína: „Eg veit vel, elskan mín, að þú segir Ernie margt, sem þú segir mér ekki, en góða segðu mér þegar þú verður þunguð, áður en þú segir honum það." Ernst Adler vissi þegar á unga aldri, að hárgreiðsla var það, sem fyrir honum lá. Hann fæddist árið 1525, yngstur sjö barna demantsskera i Boston. Fjölskyldan var fátæk, og Ernie litli lifði í eigin draumaheimi, þar sem hann var söngvari og dans- ari. Þegar hann var f jótrán ára gam- all, hætti hann í skóla. Eitt sinn kynntist hann velþekktum hárgreiðslumanni, sem ráðlagði Adl- er að kynna sér þessa starfsgrein hið bráðasta. Og ekki leið á löngu áður en Adler útskrifaðist sem fullgildur hárgreiðslumaður, og það ekki af lakara taginu. Hann fékk vinnu við hárgreiðslu- stofu í New York. Þar vegnaði hon- um prýðilega, þar til skyndilega ó- gæfan dundi yfir. Adler var enn ekki búinn að ljúka námi sínu, og dag einn bað einn viðskiptavinurinn um séstaka tegund hárgreiðslu — „henna pack". Hann fór afsíðis og hringdi í forstjórann. „Hvernig á að gera „henna pack“ ? spurði hann. ,,Ég verð að fá að vita það strax.“ Honum var sagt það, og að þvi búnu tók hann til óspilltra málanna. Konunni, sem hann átti að greiða, líkaði ekki allskostar aðfarir hans, og benti honum á að fara á annan skóla, sem frú Balivea stjórnaði. Inn- an skamms útskrifaðist Adler úr báðum skólunum —- upprennandi listamaður. Stuttu síðar strunsaði hEinn inn á skrifstofu forstjóra Roxy-leikhússins í New York. Hann var tæplega sextán ára. Hann hélt því fram, að leikkon- urnar við leikhúsið væru alls ekki nægilega vel greiddar. Hann fékk for- stjórann til þess að ráða sig, og þetta var í fyrsta sinn, sem fastur hár- greiðslumaður var ráðinn að þessu leikhúsi. Hann vann tólf til fjórtán klukkustundir á dag, sjö daga vik- unnar. Og meðan hann vann þarna við leikhúsið, fékk hann að glíma við hárið á fjölda stærstu stjarna New York-borgar. Enda þótt Adler findist sítt hár kvenlegast, sættir hann sig samt við stutt hár. Hann sér jafnvel eitthvað við „taglið", sem flestir hárgreiðslu- menn fyrirlíta. „Ég kann vel við „taglið" segir hann „og ég nota það einstaka sinnum. Eini gallinn er sá, að sumar koriur, sem orðnar eru of gamlar til þéss afl ganga með tagl, láta sig það engu skipta. Konan má ekki vera eldri- en tuttugu og fimm ára, ef hún æ£lar að ganga með tagl. Ennfremur þarí að varast, að taglið verði ekki of langt, og í engu samræmi við apd- litslagið. Og aldrei ætti að nöta teyju. Teyjan skaðar hárið." Adler heldur þvi fram, að korian ætti að sinna hári sínu meir, en raun er á. „Ef konan vill skarta hári sínu, verður hún að fara að minnsta kosti einu sinni í viku til hárgreiðs^u- manns. Sérfræðingar verða að sjá um hárið, ef einhver árangur á att nást." „Ég er mjög hlyntur því að bteikja og lita hár. Ef dökkhærða konu myndi klæða betur ljóst hár, er það reginfirra að bleikja það ekki. Og ef ung og falleg kona er með upplitað hár. Hversvegna ekki að bréyta þyí ? Sumar konur halda þvi fram, að allt slíkt skaði hárið. Þetta er misskiln- ingur. Einnig ætti konan að fiima þann háralit, sem fer henni bezL :Ef til vill fer rautt hár henni vel. Eíf til vill ljóst. En ekki svart. Eg leýfi aldrei viðskiptavinum mínum að; Iita hár sitt svart. Svarta litarefnið fer konunni ekki vel.“ Það er næstum ógerningur að öjá um hár sitt á tilhlýðilegan hátt, milli þess sem konan fer á hárgreiðahi- stofu. Þessvegna grípa margar kón- ur til taglsins, ennistoppsins og ann- arra auðveldra tegunda hárgreiðshi. „Konan verður að sinna hári slnu á hverju kvöldi," segir Adler. „Aður en konan háttar, ætti hún að setja hárnálar í hárið, þannig að 1 það af- lagist ekki um of um nóttina. Síðan ætti hún að vefja klút um höfuðið. Næsta morgun kemst hún að því, að hárið hefur alls ekki aflagast til neinna rnuna." Auðvitað kemst konan ef til viH einnig að raun um, að maður hennar heimtar skilnað. Adler er sjálfur svarthærður. Hann er stuttklipptúr, og hárið er greitt fram á ennið, eins og á Napoleón. Hann lætur klippa sig einu sinni í viku. George Byan (Beau) Brummel, frægur spjátrungiu- á nítjándu öld, lél þrjá hárskera sjá um hár sitt. Einn þeirra sá aðeins um ennislokk Brummels, annar um vangana og þriðju hnakkann. Þegar Adler heyrði þetta’; rétti hann úr sér og sagði kanvíslega: „Nei, ég ér hræddur um, að þetta sé of langt gengið." VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.