Vikan


Vikan - 30.04.1959, Blaðsíða 21

Vikan - 30.04.1959, Blaðsíða 21
„Munið þér hvenær Huard kom?“ „Fimm til sex skipstjórar koma hingað á hverjum degi." „Þér buðuð honum havanavindil." „Það er gömul venja á þessum bæ." „Vindil, sem fluttur var inn í landið, án þess að nokkur tollur væri borgaður af honum.“ „Það mætti segja, að það væri líka gömul venja." „Göfug venja! Þegar Huard skipstjórfi verzl- aði við yður, var hann vanur að ganga um verzl- unina, til þess að fullvissa sig um, að hann hefði ekki gleymt neinu." „Þeir geta það flestir." „Þetta var í júlí!“ „Ég man það ekki.“ „Það er að segja tveimur mánuðum eftir dauða Oetave Mauvoisins. Og þegar Huard skipstjóri kom að stiganum tók hann eftir rottueitrinu. Hann fékk sér eina dós í togarann sinn. Hann setti dósina í miðja verzlunina og bað yður að koma henni til skila ásamt öðru. Er þetta rétt?“ „Þetta er mjög líklegt. . . En ef ég spyrði yður, hvað þér hefuö verið að gera tuttugasta og ann- an júlí klukkan fjögur síðdegis ?" „Þér eigið að svara, ekki við, frú Eloi. Skip- stjórinn tók skyndilega eftir því, að dósin hafði verið opnuð og sagði: „Það er búið að opna hana! Lokið er farið. Eg ætla að fá aðra!“ „Hann fór og fékk henni skipt. Þér skiljið núna, að þessi heimsókn skipstjórans skiptir nú miklu máli. Og meðal annarra orða, þá gerðist þetta ekki 22. júli heldur 19. Þetta rottueitur inni- heldur mestmegnis arse- nik. Við kynntum okkur hvenær þér fenguð síð- ustu birgðir — tvo kassa sem komið var með í byrjun janúar. „Þar sem þér seljið slíkt aldrei í smáskömmt- um, þá er einkennilegt, að maðurinn hafi fundið opnaða dós í verzlun- inni.“ „Hvar er þessi dós?“ „Hún er horfin, og við höfum ástæðu til þess að halda, að þér hafið kom- ið henni undan ..." „Ef hún er horfin, hlýtur hún að hafa verið seld.“ „Hversvegna höfum við ekki fundið hana? Reikningar yðar virðast vera í bezta lagi, frú Eloi, nema hvað snertir havanavindlana.1 ‘ „Ég er ekki alltaf í verzluninni, og það er mögulegt, að einn af- greiðslumannanna . . .“ „Þeir hafa allir verið spurðir spjörunum úr.“ Þannig hélt þessu áfram. Þeir leituðu dyr- um og dyngjum í húsi frú Eloi. Afgreiðslufólk og jafnvel viðskiptavin- irnir komust ekki undan ágengni lögreglunnar. Rakarinn í næsta húsi, til dæmis. „Þér opnið stofuna snemma, er það ekki, og lokið henni seint? Hafið þér nokkurn tíma tekið eftir því, að frú Eloi færi að höfninni og kastaði einhverju í sjóinn? Sér- staklega snemma dags? Eða einhvern afgreiðslu- mann?“ „Það held ég ekki.“ „Þér hefðuð tekið eft- ir því, ef slíkt hefði gerzt, er það ekki?“ „Nei. Allir fara niður að bryggjunni, og ég tek aldrei eftir neinum sér- stökum." „Þetta gerðist síðast- liðinn júlí. Viljið þér reyna að muna?" „Stofan var lokuð í júlí. Ég rek aðra stofu í Fouras um þetta leyti.“ Það var gamall mað- ur næstum heyrnarlaus, skildi hristi maður sem unnið hafði í búðinni síðan hann var fjórtán ára, sem veitti haldbeztu sannanirnar, enda þótt honum væri ekki ljóst, hvað hann var að gera. „Opin dós? Já, ég tók eftir henni. Ég ekki hversvegna lokið var farið af. Ég dósina." „Var mikið farið úr henni?" „Eitthvað. Ekki mikið. Ég lyktaði af henni, en ég fann næstum enga lykt. Ég geri ráð fyrir að lyktin dvíni, þegar loftið fær að leika um inni- haldið.“ „Og þetta hélduð þér þá? Hvenær gerðist þetta?" „Þetta var um sumar, í júlí, man ég, þvi að Josep var í sumarleyfi, og hann fer alltaf i júlí.“ „Munið þér mánaðardag- inn?“ Framháld á bls. 18. Vorhreingerningar húsmóöurinnar — plága húsbóndans — verður léttari ef PROGRESS ryksugan er við hendina PROGRESS ryksugur eru heimsþekktar fyiir hina snjöllu þýzku tækni. PROGRESS bónvélar eru endingargóðar, þægi- legar í meðförum og sterkar. PROGRESS véBarnar eru véSar framtíðarinnar Larnpar í eldhús og borðstofur til að draga upp og niður. Hringflouroscent lampar í eldliús 3 litir. Vesturgötu 2. — Sími 24330. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.