Vikan


Vikan - 30.04.1959, Blaðsíða 23

Vikan - 30.04.1959, Blaðsíða 23
C. H. Sleigh gat ekki sofið þessa nótt. Skyndilega kallaði hann á menn sína og skipaði þeim að rannsaka hvern svefnskála. Kápa Berndt fannst troðin út með tveimur koddum, og skömmu síðar fannst opið i girðing- unni. Þjóðverjarnir voru farnir að vona, að Berndt hefði heppnast flóttinn. En skömmu eftir hádegi næsta dag, heyrðu þeir eitt skot í fjarska, og um leiö brustu allar vonir þeirra. Alex Weir (foringi í skógarvarða- sveitinni, lét riffilinn síga og sagði skjálfraddaður: „Ég miðaði á fæt- urnai’ á honum. Hann hrasaði, þegar ég hleypti af . . .“ Weir hafði rekizt á hann skammt frá fangabúðunum, litið á vegabréf hans. Maðurinn hafði sagzt vera hollenzkur sjómaður, sem misst hefði af skipi sínu og væri nú á norður- leið, til þess að reyna að ná því í Skotlandi. Skógarvörðurinn hafði hlustað á sögu ókunna marmsins með bland- inni samúð. Hann trúði henni hálf- vegis, en það var eitthvað dularfullt við þetta allt. „Ef þér viljið, skal ég sjá um, að þér komizt til Glasgow." Weir benti á bækistöðvar sinar, sem lágu þar nærri. Á leióinni reyndi maðurinn að finna ráö til undankomu. Hann kom auga á kjarr sér á vinstri hönd. Handan við það var skógur. Skyndilega stökk hann af stað í áttina að skóginum. Um leið skildist Weir, að þetta var Þjóðverjinn, sem saknað var. Hann mioaöi á fætur Brendts, en í sama bili hrasaði Brendt við, svo að kúlan kom í bakið á honum. Þegar læknirinn kom að Berndt, var hann dáinn. Skömmu síðar var Hans Rahmlow, kapteinn, fluttur frá London til Grizedale. Kapteinninn fyrrverandi af U-57« gekk til Kretschmer og rétti honum höndina. Kretschmer leit ekki við henni. „Það ætti að krossfesta þig fyrir hugleysi, Rahmlow. Ég var að koma frá jarðarför Berndts, eins manna þinna. Þú verður dæmdur á morg- un.“ Rahmlow svaf illa þessa nótt. Og ú/fifSuA áÁyýýýuyn/ / brezku hermönnunum stóð ekki á sama. Þegar átti að leiða Rahmlow fyrir rétt næsta dag, var hann lagð- ur af stað ásamt brezkum varðmönn- um til annarra fangabúða. Skömmu síðar var hann fluttur til Kanada. Á meðan hafði U-570 verið breytt í H.M.S. Graph — og hlutverk hans var að elta uppi systurkafbáta sína og sökkva þeim. Brátt var kafbátur- inn kominn á haf út, undir stjórn Marriotts undirforingja. Undan Spánarströndum rakst kaf- báturinn á nokkra togara, sem hann lét í friði. Föstudaginn 16. október heyrðist hávaði í leitartækjum kaf- bátsins. Lítið flutningaskip óvinanna birtist fyrii' ofan kafbátinn. En það fékk að halda áfram sína leið. Menn- irnir vildu ekki koma upp um kaf- bátinn, þar eð þeir voru að leita að enn stærri bráð. En Marriott fór að hafa áhyggj- ur út af því að hann fyndi ekki þessa eftirsóttu bráð. Dag einn stóð hann við hring- sjána í kafbát sínum. Skyndilega heyrðist frá manni þeim, sem sat við leitartækin: „Kafbátur í nánd.“ Marriott lét breyta stefnu og reyndi að staðsetja þennan óvænta gest. Hann leit enn í hringsjána og bölv- aði. Hann trúið ekki sinum eigin augum. Skammt framundan kom hann auga á kafbát ofansjávar! Marriott bjó þegar x stað alla menn sina undir árásina. Hinn kafbátur- inn var málaður með skærgrænni málningu, og sólin endurvarpaðist at gljáandi skrokknum. Marriott lét hleypa af fjórum tundurskeytum í einu — brezkum tundurskeytum. Síðan lét hann hraða ferðinni og bjóst til að ráðast að hinum bátnum frá stjórnborða. Þess þui’fti ekki. Ógurlegur hávaði heyrðist gegnum þykka veggi kafbátsins — tvær sprengingar, og í kjölfar þeirra alls kyns kynjahijóo. Sumir yngri mannanna glottu og tókust í hendur. En Marriott hætti ekki á neitt. Hann beið lengi, áður hann fór upp á yfirborðið og hlóð aftur framhlaupin með tundurskeyt- um. Þetta kvöld mátti sjá umsögn um þetta í skipsdagbókinni, sem skar sig út úr öllu öðru: „1650: Sökktum kafbát, staðs. 44 gráður 31 mín. N — 7 gráður 25 mín. V." 1 miðjum Biscayflóanum var kaf- bátur sokltinn til botns — af völdum systurbáts síns. „Enginn vafi?“ spurði Hitler. „Enginn vafi!“ svaraði Dönitz. Hann hafði tilkynnt tap á þrem- ur kafbátum á einni viku. Auk þess tók það hann sárt að þurfa að segja, að tveir þeirra hefðu verið skotnir niður í Biscayflóanum. Hitler skalf af reiði. „Rahnilow? Hvar er hann?" 1 fangabúður í Kanada. „Hvað á að gera við hann?“ „Það er ekkert hægt að gera. Hin- ir liðsforingjarnir hafa ýtskúfað hann, en hann er vel geymdur . í kanadísku fangabúðunum." Hitler vissi ekki hvernig hann átti að hegða sér. Dönizt bjóst á hverri stundu við að sjá hann þeyta frá sér stólnum og skrefa um herbergið eins og dýr í búri. „Það verður að eyðileggja þennan kafbát," skipaði hann loks. „pjör- eyðileggja hann.“ Hann kreppti hnef- ana. „Það verður að finna hann.“ En örlög þessa kafbáts urðu önn- ur en Hitler ætlaðist fyrir. Kafbát- urinn var mjög mikið notaður í strið- inu, auk þess sem hann var notaður til almennrar æfingakennslu. En 20. marz 1944 strandaði hann undan skozku eyjunni Islay -— og engin von var um að ná honum aftur á flot. I-Iægt og hægt liðaðist hann i sund- ur, og varð að lokum ókennilegt hrúgald. Sjónum hafði verið goldinn sá skattur, sem honum bar . —,u..... Framhald af bls. 26. Nauðsynlegt, því að ef 40. g4—g5, Rf6—g4 og svart fær sterkt frípeð. 40. -- Db5—e2!! Þessi staða líkist mest skákdæmi, þar sem hvítt getur engu leikið, án þess að leiða yfir sig skyndilegt tap. T. d. 41. Rf2—h3, Rf6—g4!; og vinn- ur. 41. Rf2—g4, Rf6Xg4!; 41. Hh2 —h3 eða hl, Þá Rf6—g4 og vinnur. 41. d4—d5 Kh7—g8!! Ekki 41. ----. h6—h5 vegna 42. Rf2—h3 ásamt 43. Rh3—g5|. 42. h4—h5 Kg8—h7 43. e3—e4 Bf6Xe4 44. Bf2xe4 De2Xe4 45. d5—d6 c7X<16 46. f5—f6 g7Xf6 47. Hh2—d2 De4—e2!! (ÍÖFGGINGAFElAGffi KLAPPARSTÍG 26 . REYKJAVÍK SlMI 11730 Kennarinx: „Eins og þið vitið, börnin bóð, þá er maðurinn öðruvísi en dýrin, að því leyti, að hann veit, hvað hann er. Hann veit að hann er maður, en dýrið veit ekki að það er dýr. Ef svínið vissi, að það væri svín, þá-----“ Nemandinn greip frarn í og sagði: „Þá væri það maður." ..... SKÁK Fallegur endir eftir harðan leik. 48. Hd2Xe2 49. Itgl —f2 50. KÍ2XÍ1 51. Iífl—f2 52. Kf2—eS 53. Ke3—e4 Gefið. f3Xe2 e2xflDf Iíh7—g7 Kg7—Í7 Kf7—e6 (16—d5f Heildsölubirgðir I. BBYNJÓLSSON & KVABAN Fyrir 100.000 kr. HEIMILISTRYGGINGU greiðið þér: Steinhús Ttmburhús Reykjavík Akureyri Hafnarfi. ASrir kaupsL oq kauptún Annarssfaðar 30o.~ 3oo.- 325.- 325,— ^75.' 5oo.- 525.- 635.- VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.