Vikan


Vikan - 30.04.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 30.04.1959, Blaðsíða 4
'fjOAe&djiCL 3|' ipáttuA. X . , 1fsmgjsm 'i/i 1 •yja— ■ Kitsljori: ic-rrr—. TJlatthios (Jóriasson Á SVIFLETTUM VÆNG Hugarflug og raunveruleiki. Barnið er ekki gamalt, þegar það uppgötvar annan heim: heim hugarflugsins. Hugmynd þess af raunheimi er óskýr og slitrótt, en ímyndunarafl þess er reiðubúið að fylla upp í eyðurnar. Sú eyðufyll- ing tekst oft svo vel, að barnið sér enga missmíð á. Þannig renna hugarflug og raunveruleiki saman í vitund þess. Heimur hugarflugsins er barn- inu miklu auðveldari en raunheim- ur. Raunveruleikinn er svo marg- brotinn og dularfullur, að barns- hugurinn veldur honum ekki. Þess vegna hvarflar hann oft frá raun- veruleikanum og svífur á léttum væng hugarflugsins. Með ímynd- unarafli sínu breytir barnið um- hverfinu, svo að það verður við þess hæfi. Hér getur barnið valið sér hlutverk, sem því líkar. Brúð- an verður raunverulegt barn, litla telpan mamma, og fram úr hug leikandi telpunnar spretta allar aðrar persónur, sem nauðsynlegar eru í leiknum: Læknirinn, sem kemur til veika barnsins, stóru systkinin, sem ekki mega hafa hátt, af því að veika barnið á að sofna. Því ákafar, sem bai’nið sekkur sér niður i leikinn, þvi sterkari blæ ber hann af raunveruleikan- um. Hann hættir þá að vera upp- gerð og ímyndun fyrir vitund barnsins; það tekur hann sjálft fyrir raunveruleika og heimtar einnig að aðrir geri það. Eitt dæmi fyrir mörg um það. Móðir nokkur var að leggja á borð, telpan hennar 5 ára gömul lék sér í stofunni og var eitthvað að masa um mömmu og barn, sem ætti að fara að sofa. Móðirin gaf því lítinn gaum. Faðirinn var rétt ókominn til hádegisverðar. Þegar hann kom heim, var mat- ur ekki alveg tilbúinn, og faðir- inn kastar sér í sófann í stofunni. En um leið og hann fleygir sér í sófann, æpir telpan í skelfingu og brestur í grát. Foreldrarnir hlaupa til og reyna að hugga hana, en hún grætur með áköfum ekka og getur ekki sagt, hvað að sér gangi. Loks sefast hún svo, að hún getur talað. Hún segir þá við föður sinn á milli ekkasog- anna: „Þú kastaðir þér ofan á barnið, sem svaf I sófanum, og meiddir það svo hræðilega." Fyrir augum foreldranna var ekkert barn í sófanum, en telpan sjálf hafði lifað sig svo gersamlega inn í móðurhlutverk sitt, að hún gat ekki lengur gert sér grein fyrir því, að barnið í sófanum var að- eins hugarburður hennar. Imyndunaraflið og þróun persónulcikans. Einber raunveruleikinn þreng- ir svo að barninu, að því myndi ekki veitast nægilegt svigrúm í þróun persónuleikans, nema það geti við og við lyft sér á léttum væng hugarflugsins. Vegna þess hve erfiðlega barninu gengur að skilja raunveruleikann í umhverfi sínu og ná tökum á honum, myndi það fyllast vanmáttar- kennd, ef það ætti að meta getu sína eftir þeirri reynslu einni. öðru máli gegnir um heim ímynd- unaraflsins. Þar velur barnið sér hlutverk, sem það þykist vaxa af. Það leikur hlutverk hinna full- orðnu, sem því finnst ráða við allt. ,,Nú er ég mamman, og þú skalt vera pabbinn, og mamma skal vera barnið.“ Á sama hátt velur drengurinn sér hlutverk, sem hann þráir, en ræður ekki við í raun- veruleikanum: hann er pabbi, læknir, bílstjóri, flugmaður, kaup- maður. En um leið og barnið leik- ur þetta hlutverk, gleymir það sér Foreldrum og öðrum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vanda- málum er þeir kunna að stríða við. Höfundur þáttarins mun leitast við að leysa vandræði allra er til hans leita. öll bréf sem þættinum eru send skulu stiluð tU Vik- unnar, pósthólf 149. TJmslagið merkt: „Foreldraþáttur“. svo gersamlega í leiknum, að það vex í vitund sjálfs sín raunveru- lega upp í þá persónu, sem hæfir hlutverkinu. Um leið glæðist sjálfstraust barnsins og réttir sig upp undan því fargi, sem raun- veruleikinn leggur á það. Imyndunaraflið er einn af meg- inþáttum vitsmunalífsins. Ef það nær ekki að þroskast, verður hugsunin sljó og viðbragðsein. Áður fyrr var álitið, að námsgáf- ur barns væru fyrst og fremst fólgnar í þolrænu nœmi. Um langt skeið mátti sú kenning heita ein- ráð, að barnið veitti ytri áhrifum viðtöku likt og filman og tón- bandið. Sálfræðingar nútímans hafa afsannað þessa skoðun. Að þeirra dómi ræður ímyndunarafl barnsins miklu um námsgetu þess og um þróun persónuleikans í heild. Fátt er jafn töfrandi í fari barns og ímyndunaraflið. Hin um þýzka skáldjöfri Goethe farast orð um það á þá leið, að allir menn myndu verða skáld, ef ímyndunarafl barnsins héldi þróun sinni óbreyttri. En þó að huga þess þyki gott að svifa létt um víðerni hugarflugsins, er barnið ásækið í að fást við raunveruleik- ann. Það heillast alltaf meir og meir af honum og gefur sér því sjaldnar tíma til að leika með hugkvæmni sína. En þor sitt gagn- vart ráðgátum raunveruleikans á barnið ekki sizt því að þakka, að ímyndunaraflið skóp því nýjan og auðveldari heim, sem veitir hugs- un þess, vilja og tilfinningum hæfilegt svigrúm til þroska. Ky n j aheimur. Hjá ungu barni renna draumar og imyndanir saman við veruleik- ann. Frægt dæmi um þetta er að finna í hinni miklu dagbók Scupin-hjónanna um son þeirra. Þegar hann var tæplega 6 ára, dreymir hann, að hann flygi með loftskipinu Zeppelin, sem þá var heitasta ósk allra þýzkra drengja. Hann segir móður sinni draum- inn: „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa, hve gaman það var. Þér hefði þótt gaman, ef þú hefðir verið með í loftskipinu. Eg vildi óska, að mig dreymdi það aftur og þú værir þá með.“ ,,Þá vissi ég samt ekkert urn það,“ svaraði móðirin. „Þú veizt þó, hvað það er gam- an.“ „Nei, þá yrði mig að dreyma það sjálfa." Drengurinn situr hugsandi litla stund: „Bara einn getur dreymt; þá skalt þú dreyma það ein og dreymdu að ég sé með.“ Drengurinn getur alls ekki skil- ið, að móðirin viti ekki um það, ef þau fljúga saman í draumi hans, rétt eins og hún veit, þegar þau voru saman á skemmtigöngu. Hugarflug barnsins er leiði- tamt við alls konar kynjatrú, sem kann að rikja í umhverfi þess. Fyrir sjónum barns er raunheim- ur svo dularfullur, að þvi virðist draugar, vofur og forynjur vel geta átt þar heima. Imyndunar- afl barnsins finnur þær ekki upp, en það opnar hugskot barnsins fyrir þeim, ef fullorðnir halda þeim að því, og magnar í brjósti þess óttann við þær. Auð- vitað er hjátrúin vaxin upp úr ímyndunarafli, en það er sjúklegt ímyndunarafl, sem sjálft er á flótta frá raunveruleikanum. Skapandi hugarflug barnsins á ekki skylt við það. Hugarflug heilbrigðs barns er ekki flótti frá raunveruleikanum. Þvert á móti: Það æfir barnið og stælir fyrir glímuna við raunveruleikann. S P A t G Stefán, móðurbróðir Stínu litlu, kom heim úr langferð og var búinn að fá al- skegg. Hann ætlar að heilsa Stínu litlu með kossi, en hún færðist undan því. Þá segir móðirin: „Því kyssirðu ekki hann frænda þinn, telpa?“ Stína: ,,Ég get það ekki, það er ekkert pláss!“ o---o Prófessorinn: „Hafið þér nokkurstaðar séð hattinn minn?“ Nemandinn: „Já — þér eruð með hann á höfðinu." Prófessorinn: „Ó, þakka yður fyrir. Nú hefði ég farið út berhöfðaður, ef þér hefð- uð ekki vísað mér á hattinn.” 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.