Vikan


Vikan - 30.04.1959, Blaðsíða 7

Vikan - 30.04.1959, Blaðsíða 7
#prengju. En þar sem bjarminn hafði ekki blindað þá, hðlt læknirinn því fram, að þeir hefðu verið i nægilegri fjarlægðg. Ef þeir hefðu verið of ná- lægt, væru nokkrir mannanna þegar dauðir. Dr. Ooi lét loks til leiðast og sendi tvo hinna sárþjáðu sjómanna til sérfæðings í kjarnorkukvillur í Tókíó. Það voru Masuda, sem var skaðbrenndur og Yamamoto, sem hafði fæst hvít blóðkorn. Að morgni þriðjudagsins 16. marz birtist eftirfarandi fyrirsögn í einu atærsta dagblaði Japans: JAPANSICLR FISKIMENN FÓRN- ARDÝR KJARNORKUTILRAUNA A BIKINI 23 menn þjást af kjarnorkukvillum. Var það vetnissprengja ? Blaðagreinin, sem kom frá 17 ára göxnium skólapilti, sem átti ættingja I Yaizu, kom heilbrigðisyfirvöldunum í Yaizu illa á óvart. Dr. Takanobu Shiokawa var strax falið að rann- saka sjúkrahúsið og höfnina og leita að geislavirkni. Á sjúkrahúsinu rann- sakaði læknirinn geislavirkni sjó- mannanna. Mennirnir voru allir geislavirkir! Hvernig yrði það um borð i togaranum? Dr. Shioltawa flýtti sér niður að höfninni. Þegar hann átti 30 metra ófarna að Drelcanum heppna, tók Geiger-teljari hans að tifa með aukn- um hraða. Hann hafði aldrei áður kcmizt í kynni við svo mlkla geisla- virkni. Um borð í skipinu úði og grúði af blaðasnápum, og læknirinn komst amám saman að því, að miðstöð geislavirkninnar hlaut að vera ein- hvers staðar í öftustu káetunni. Hann komst nú að því, að þaö var spilið, sem geislaði mest fá sér, en það lá beint yfir öftustu káetunni. Á leið- Inni heim höfðu mennirnir í öftustu káetunni sofið baðaðir af ósýnilegum dauðageislum. Ibúar Yaizu voru ekki einir um skelfinguna. I Osaka var vísinda- maður kallaður á fiskitorgið, til þess að ganga úr skugga um, hvort nokk- uð væri af fiski frá Yaziu. Hann fann ainn túnfisk, sem fékk næstum Geig- er-teljarann til að nötra. Menn kom- ust að því, að um 100 manns hafði borðað hinn eitraða fisk. Óttinn breiddist eins og eldur í sinu um borgina, og hvergi seldist fiskur næstu daga. Þegar það fréttist, að keisarinn hafði neitað að láta bera fisk á borð í höllinni, jókst óttinn um aUan helming. Nokkrir fisksalar urðu gjaldþrota. Læknar þeir, sem sáu um sjómenn- ma flýttu sér eftir mesta megni að komast að þvi hvaða efni voru í öskunn.i Þeir færðu sér eldri þekk- ingu í nyt, sem þeir höfðu frá þeim, sem lifað höfðu af sprengingarnar l Hiroshima og Nagasaki. En þeir gátu ekki leyst gátuna: Hversvegna hvarf ekki geislavirknin í sjómönn- unum? Til dæmis var hárið á Mas- uda svo geislavirkt, að þegar lokk- ur úr hári hans var lagður á ljós- myndaplötu og myndin að því búnu framkölluð, kom í ljós greinileg mynd af lokknum, eins og hún hefði verið tekin á venjulegan hátt. Þrátt íyrir síendurtekinn þvott, var húð þeirra alltaf talsvert geislavirk. Lælcnavisindin þekktu ekkert þessu líkt. Þegar hér var komið sögu, voru birtar nokkrar niðurstöður af spreng- Ingunni. Bandaríkjamaðurinn James van Zand úr kjarnrannsóknanefndinni sagði, að Bikini-sprengjan hefði verið ótrúlega skaðleg lifandi verum og Uggvænlega öflug. Afl sprenging- arinnar var álíka mikið og 12—15 milljón smálestir af TNT hefðu verið sprengdar í einu, og hún var 1000 sinnum öflugri en sprengja sú, sem fallið hafoi á Hiroshima. Allir fiskimennirnir voru nú flutt- ir í sjúkrahús í Tókíó. Það var sagt, að í blóði þeirra væru ótrúlega fá rauð og hvít blóðkorn, og til þess að vlnna gegn þessu, varð sífellt að dæla í þá blóði. Þeim voru gefin myglulyf til þess að auka mótstöðu afl þeirra. Kynfrumur eru mjög næm- ar fyrir geislun, enda voru sjómenn- irnir algerlega ófrjóir í apríl og maí. Þegar fór að vora í Tókíó, fór skapiö batnandi. Sár mannanna tóku nú að gróa, og hár þeirra fór að vaxa. Þetta var heillatákn, þar eð of mikil geisiavirkni getur orsakað ævilangan skalla. Mennirnir virtust óðum á batavegi. Og Japanir önd- uðu léttara, þegar Bandaríkjamenn lýstu því yfir í miðjum maímánuði, uö Bikini-tilraunirnar 1954 væru hættar. En gátan var enn ekki leyst: Hvað var dáuðaaskan, sem rignt hafði yfir Drelcann heppna? Tvisvar sinninn spurðu japanskir vísindamenn kjarn- málastofnunina i Bandaríkjunum þessarar spurningar, en þeir fengu ekkert svar — vegna „þjóðaöryggis'1. I þriðja sinn fengu Japanir hið ein- kennilega svar: „Spyrjið dr. Kim- ura." Hinn lærði geislaéfnafræðingur dr. ICenjiro Kimura, sem kenndi við há- skólann í Tókíó, hafði árið 1939 klof- ið úraníumfrumeindina ásamt jap- anska eðlisfi’æðingnum Yoshio Ni- shina, og framleitt efni, sem þeir kölluðu uranium-237. Kimura lét nú 16 samverkamenn sina reyna að eínagreina öskuna frá Bikini. Þeir voru ekki í neinum vafa um, að mesta geislavirknin kom frá klofnum uranium-frumeindum. Fyrr eða síð- ar myndi Kimura komast að hinu sanna um sprengjuna. Maðurinn sem fann uranium 237 hlaut að taka eft- ir þessu efni, þegar það var svo að segja sett undir nefiö á honum. Vorið 1954 höfðu japönsku vísinda- mennirnir leyst gátuna: Bikini- sprengjan var öflugt, þrískipt vopn. Fyrsta spregningin var venjuleg kjarnorkusprengja, sem leiddi af sér næstu sprengingu, þannig að vetnis- frumeindir runnu saman. Að því búnu klofnaði uranium og beyttist í uran- ium-237. Þegar japönsku visindamennirnir vissu, hver þessi margumrædda aska var, gátu þeir reiknað út þá geisl- un, sem dunið hafði á sjómönnunum. Þeir áætluðu, að þeir menn sem unnu ofanþilja árdegis 2. marz hefðu getað orðið fyrir geislun sem svaraði 100 röntgen (300—700 röntgen er áætl- að banvænt). Næstu daga átti geisl- unin að hafa minnkað. Drekinn heppni var ekki eina skip- ið, sem varð fyrir öskunni. Tíu banda- rísk skip úr sjóhernum, fylgdust með sprengingunni í um 50 kílómetra fjarlægðg frá Bikini. Um klukku- stund eftir að reylcmökkurinn hafði breytt úr sér, tóku mennirnir eftir því, að vindurinn feykti ösku frá mekkinum í áttina til þeirra. Geiger- teljararnir á þilfarinu tóku að tifa. Allir mennirnir fóru undir þiljur þeg- ar í stað. Vatni var ausið yfir þil- farið gegnum þar til gerðar pipur, sem voru ætlaðar til þess að skola geislavirku ryki af skipinu. I hálf- an dag sátu skipsmenn neðanþilja, kófsveittir. Loks var tilkynnt, að ó- hætt væri að koma upp, og menn í gúmmífötum, með hjálma og grím- ur tólcu nú að fjarlægja síðustu leif- ar öskunnar. Skip í nágrenninu voru ekki vöruð við — líklega vegna þess að þeir, sem að tilrauninni stóðu höfðu verið áminntir um þagmælsku. 1 september urðu japönsku fiski- mennirnir fyrir miklu áfalli: félagi þeirra Kuboyama dó. Vegna fjölda blóðgjafa, jókst hættan við lifrar- bólgu stöðugt, og þótt hinir lifðu þetta af, var Kuboyama sífellt sjúk- ur. 20 september fékk hann ákafa verki, og kallað var á fjölskyldu hans. Einu sinni stundi hann: „Það er eins og sé verið að brenna á mér búkinn með rafmagni." Þremur dög- um síöar var hann látinn. Samúðarkveðjur streymdu til sjúkrahússins. Næsta dag sendi ambassador Bandaríkjanna skeyti til japanska utanríkisráðuneytisins. Skeytinu fylgdi ávisun upp á eina milljón eyn, sem átti að afhenda frú •Kuboyama, „sem samúðarvott bandarísku þjóðarinnar." Síðar bætt- ist við hálf önnui' milljón yen. Hinn 28. maí 1955 yfirgáfu físki- mennirnir 22 sjúkrahúsið, þar sem þeir höfðu dvalizt i rúmt ár. Fyrir þeim blasti óvissan — hið örðuga fiskimannsstarf yrði þeim um megn. Seinna tóku þeir til við a.lTs kyns störf, svo sem landbúnað og verzlun. Fiskimennirnir voru ekki ófrjóir lengur; margir þeirra hafa síðar eignast heilbrigð og hraust börn. Loks veittu Bandarikin japönsku • stjóminni tvær milljónir dollara í skaðabætur, og af þeriri upphæð fékk hver skipsmaður á Drekanum um 5000 dollara, en afgangurinn var not- aður til þess að borga læknishjálp- ina og bæta tjón það, sem túnfisk- veiðarnar höfðu beðið. Þetta sem kom fyrir japönsku fiskimennina þennan örlagaríka marzmorgun er aðeins lítið dæmi þeirra skelfinga, sem kjamorku- styrjöld gæti haft i för með sér. Þeg- ar menn í 150 kílómetra fjarlægð frá sprengjustaðnum geta orðið hin- um þögla skugga að bráð, ér tími til þess kominn að einhver taki í taum- ana. Ógæfan, sem dundi yfir Drekann heppna var á vissan hátt til þess að benda mönnum á ógnir þessa ógur- lega vopns. THE FIVE KEYS ELns og hinum yngri lesend- um Vikunnar er kunnugt, er væntanlegur hingað til lands er- lendur söngkvintett, Five Keys til hljómleikahalds og er það Blindrafélagið sem fær kvintett- inn hingað til Iands. The Five Keys er skipaður ungum negr- um og er einn allra vinsælasti og þekktasti söngkvintett í Ameríku. Þeir hafa sungið inn á margar hljómplötur sem náð hafa mikilli útbreiðslu. Kvintett- inn syngur cklti aðeins nýjustu Rack löginn heldur einnig sí- gild dægurlög, og verður efnis- sltrá þeirra hér fyrir alla. í tilefni af komimni hingað til lands hefur Vikunni borist bréf frá Five Keys til lesenda blaðsins og birtum við það hér með. ^Bréf frá cJJie cJive JJeys New York li. áprii. Kœru, icscndur Vikunnar. Sú hin sama sól og gœgist inn um gluggann hjá okkur meöan við hjálp- umst að við samningu þessa bréfs, er sennilega um þessar mundir að brœða þakið á snjóhúsunum ykkar! Þannig mynduð þið eflaust halda að við mundum byrja þetta bréf, eft- ir að liafa heyrt nafnið á landinu ykkar, ISLAND, en við vitum nú betur. Strax og við höfðum ákveðið að skreppa til Islands og skemmta fyrir Blindrafélagið leituðum við okkur upplýsinga um Island. Okkur var sagt frá hverunum og hitaveit- unni, fallega landslaginu og fallegu stúlícunum. Við liöfum séð fjölda mynda frá Islandi og þó að nafnið se kalt þá erum við orðnir hálfhrœdd- ir um, að lcaldara sé hjá okkur i New York köldustu vetrarmánuðina heldur en nokkru sinni á Islandi. Við höfum meira að segja reynt að lœra nokkur islenzk orð, okkur var sagt að við þyrftum að lœra að segja „Oóða nótt“ en livort það hljómar eins og „Góða nótt“ þegar við segj- um það, er svo önnur saga. Einnig höfum við ákveðið að syngja íslenzkt lag ti hijóvúeihum okkar d Islandi. Okkur voru scndar nótur af nokkrum íslenzkum lögum og völdum við lagið LJÚFA VINA eftir Þóri Roff. Við erum bánlr að lœra lagið en eigum eftir að lœra að bera orðin rétt fram og astlar íslenzk stúlka hér í New York að hjálpa okk• ur með framburðinn. Okkur er það mikið tilhlökkunar- efni að koma til Islends, þvi okkur hefur verið sagt, að við séum fyrstu skemmtikraftarnir, sem eru fengnir beint frá Ameríku til að skemmta á Islandi. Við erum hreyknir að hafa orðið fyrir valinu og vonumst til að þið skemmtið ykkur þegar þið komið til að hlusta á okkur i Austurbœjar- bíói. Við höfum verði að reyna að segja „Austurbcejarbló,“ en orðið er svo langt og erfitt að það œtlar að ganga illa að lœra það. Einn okkar sagði það við þjón inni á veitingastofu < gœrkvöldi og þjónninn hélt að hann vœri að bölva sér og lét þegar I stað fleygja honum út! með beztu óskum PIVE VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.