Vikan


Vikan - 30.04.1959, Síða 5

Vikan - 30.04.1959, Síða 5
KVILLAR 06 FAGRAR LISTIR „MIG LANGAR til þess að segja jrá því, þegar mamma sendi mig í skóla, snemma vors, og allt það kom mér mjög á óvart, það skeði allt l einu. Snemma morguns segir mamma: 1 dag ferð þú, Jónas minn, áleiðis til Reykjavíkur, við pabbi höfum ákveð- ið, að þú gangir i menntaskólann. Bg átti fermingarfötin, sem litu ágœt- lega út, því að ég fékk áldrei í þau að fara, þeirra beið vissulega það hlutverk að vera mín spariföt nœstu tvö árin. Ekki var nú risið mikið.“ Jónas hélt svo með móður sinni áleiðis til Stykkishólms, en þaðan átti skip að fara til Reykjavíkur. Þegar þau skildu, spurði Jónas móður sína: „Er hœgt að koma til Reykjavíkur á sauðskinnsskóm?“ Hún svaraði, sem ég aldrei gleymi: „Hugsaðu um hausinn á þér frekar en fœturna.“ Þannig skýrir Jónas Sveinsson, læknir fá þeim örlagaríka atburði, þegar afráðið var, að hann skyldi ganga á menntaskóila. JÖNAS SVEINSSON fœddist 7. júlí 1895 að Ríp í Hegranesi. For- eldrar hans voru Sveinn prestur þar og siðar i Goðdölum og Staðarhóls- þingum og Árnesi í Trékyllisvik, Guð- mundsson og kona hans Ingibjörg Jónasdóttir, kennara við Lœrðaskól- ann, síðar prests að Staðarhrauni Guðmundssonar. Móðir Jónasar var af hinni nafntoguðu Skarðsœtt, sem lifað hefur meira en 800 ár l landinu og á liann þannig œtt að rekja til Ölafar ennar ríku. Móðurmóðir Jónas- ar, Elinborg, var ágœtis hómöpati á Skarði og móðir hans fékkst einnig við þá göfugu list með góðum ár- angri við lélegar aðstœður. Þannig voru þeir systrasynir Jónas heitinn Guðlaugsson, skáld og Jónas lœknir Sveinsson. Vorið 1910 þreytti Jónas próf í I. bekk Hins álmenna Mentaskóla, og sat l honum veturinn eftir. Svo var fjárliagurinn bágur, að fram að jól- um, átti liann enga kennslubók, en þá vann hann IfOO krónur í lukku- spili og lifði mikið til á því, gat keypt nauðsynlegar lœrdómsbœkur og auk þess leikfimibók! Jónas gat ekki set- ið í II. og III. bekk vegna aðsteðj- andi efnáhagsörðugleika, en þreytti gagnfrœðapróf vorið 1911f og settist i IV. bekk um haustið og vistaðist í B-bekk, ásamt fjölmörgum andleg- um aristókrötum á borð við Jón Helgason, síðar prófessor, Pál Sig- urðsson, síðar lœkni, séra Árna Sig- urðsson, Lárus Jóhannesson, hœsta- réttarlögmann, Böðvar heitin Krist- jánsson, síðar menntaskólakennara og marga aðra andans menn. B- bekkur þessi var sérstœður um marga hluti. Blað gáfu þeir út, sem nefndist „Sneglu-Hálli“ og átti hann að vera eins konar „andleg grautarvömb“ nemendanna. Þar kenndi margra grasa: Flimt og nlð var þar i hraukum eftir Jón prófess- or Helgason ásamt teikningum eftir sama. Jónas Sveinsson kemur þar og állnokkuð við sögu. „Sr. Jónas Sveinsson kennir biblíusögur og barnálœrdóm. Specialitet þululœr- dómur,“ segir þar á einum stað. Þá er leikritskorn, sem flytur fyrirlest- ur Jónasar um Aiskylos og vlða er drepið á sögukunnáttu Jónasar, sem þótti nokkru meiri en eðlilegt mátti tcljast. OFT VAR þröngt í búi lijá smá- fuglum á þessum árum. Foreldrar Jónasar liöfðu t mörg horn að líta, þau áttu stóran bamáhóp og höfðu auk þess alið upp nokkur fóstur- börn og því varð hann að bjarga sér sjálfur — og komst furðanlega fljótt upp á lag með það. Fœðiskostn- aður mátti ekki mikill vera og í IV. bekk keypti Jónas nick-nack fyrir 5 aura og ofurlítinn mjólkur- dropa. Eitt sinn var hagur Jónasar mjög þröngur. Fór hann þá til Hannesar Hafstein, sem var bankastjóri Is- landsbanka, bað hann um víxil, og hafði þokkálega ábekinga. Hannes vildi ekki eiga viðskipti við mennta- skólastrákinn í vaðmálsfötunum. Þá spurði piltur hann, hvort liann myndi eftir smálastráknum, sem visað hafði þeim Bjama frá Vogi til vegar, þegar þeir voru i kosningáleiðangri og Bjarni hafði stungið 5 krónum að snáðanum. Bankastjórinn leit út yfir Austurstrœti og sat liugsi um stund. Svo spurði hann Jónas, hvort hann gæti ekki útvegað aðra menn á víx- ilinn, livað hann gerði og gekk þá állt eins og i sögu. En fleiri reyndust skólapiltum vel á þessum árum. Svo mátti heita, að fáeinir góðhjartaðir efnamenn héldu l'.finu í stórum hópi fátœkra efnis- manna af landsbyggðinni. Þannig reyndist Thor Jensen fjölmörgum ágœtlega og einu sintii sló Jónas hann um 9 mánaða víxil — og öðru sinni hjálpaði Thor honum um Z krónur handa Þórbergi Þórðarsyni, sem vantaði þá upphœð til að innrita sig til prófs. Annar ágœtismaður var á þessum árum Elías Stefánsson, útgerðarmað- ur. Jónas fór eitt sinn á fund hans og var þá í miklum vandræðum. Eftir að þeir höfðu rœðst við um stund gaf Elías honum einar litlar J/OO krónur, sem var óhemju pening- ur í þá daga. Nokkrum árum síðar kom Jónas úr síldarvinnu að norðan. Var liann þá byrjaður lœknisnám. Fór hann á Landakotsspítálann og hitti þar fyrir Guðmund lækni Magn- ússon. Sá hann hjá honum, að Ellas lá á sjúkráhúsinu og virtist dauðans matur, með krábbamein í maga. Fór hann óðara til hans og vakti hjá honum og röbbuðu þeir saman síð- ustu nóttina, sem Elías lifði. Jónas vann með Oddi, sem kall- aður var „vitlausi“ í símavinnu og fékk oft að kenna á liörku kárls og ,.vitleysu“. Sá maður varð síðar kunnur sem „blaðaútgefandi“ og „rithöfundur“ og nefndist þá Oddur sterki Sigurgeirsson af Skaganum. Varla verður svo skilizt við „mesta hörmungatímábilið“ í œvi Jónasar en geta eins heillavænlegasta ævintýris, sem hann hefur nokkru sinni lent í. Sumarið 1916 fór Jónas í sildarvinnu norður. Þar réðist hann i ragara- mennsku og varð áður lauk verk- sljóri fyrir erlendan sildarkaupmann, sem laumaðist með síldarfarmana út til Þýzkálands og seldi þar i óleyfi enskra. Slapp karl ávállt út i þoku, þótt enskar herduggur sveimuðu fyr- ir landi. Árið eftir komst kaupmað- ur ekki út til Islands. Þá samdist svo með þeim Jónasi, að hann tók á leigu tunnur kaupmanns, sált og aðrar birgðir, sem ella hefðu orðið til lítils gagns. Jónas reyndi óðara fyrir sér um sölu á tunnunum og fékk hagstœtt tilboð vestan af Isafirði, eft- ir að hafa staðið í miklu stappi við ógreindan útgerðarmann hér í bœn- um. Hann hélt því til Isafjarðar og hugðist ganga frá sölunni. Þá kom á daginn, að hann hafði gleymt sölu- hcimild eigandans fyrir sunnan og liorfði illa með samninga. Þá símaði hann óðara til Seyðisfjarðar og kunn- Framhald á bls. 26. ^r/KíKj '7 VIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.