Vikan


Vikan - 30.04.1959, Blaðsíða 8

Vikan - 30.04.1959, Blaðsíða 8
MORÐ VEFUR Þegai- ég kom út úr skrifstofu sýslumannsins, ók kona upp að hliðinu i sportbíl. Hún steig út, og á eftir henni trítlaði litill, stutthærður hundur, sem var með vasaljós, sem kveikt var á, í kjaft- inum. Konan var með dökk gleraugu, og þegar hún gekk í áttina til mín yfir gangstéttina, minnti hún mig á lostafulla Hollywood-gyðju, göngulag hennar var heillandi, allar hreyfingar næstum smeðjulegar, og blússan vel fyllt; hár hennar var jafnvel rautt, næstum eins og þrýstnar varirnar. En hún var ekki drauðadrottningin mín. Áður en hún kom að bílnum mínum, vissi ég, að þetta var konan, sem hafði óbeinlínis orðið Barney Quill að bana. „Hr. Biegler ?“ sagði hún og rétti fram hönd- ina. „Sælir. Ég vona, að þér getið komið Manny úr þessari klípu, sem ég kom honum í." „Ég skal reyna, frú Manion. Ef allir gera skyldu sína, held ég að hann eigi dágóða von.“ Þetta var sagt í líkum tón og fótboltaþjálfari við menn sína, þegar kappleikurinn mikil rennur upp. „Hvenær getum við talað saman?“ „Hvenær sem þér viljið,“ sagði hún og hallaði undir flatt. „Ég kom hingað í dag, til þess að tala við yður. Núna, ef yður þóknast svo.“ „Því fyrr, þvi betra,“ sagði ég. „Viljið þér ekki stíga upp í bílinn minn?“ Ég hélt dyrunum opnum fyrir frú Manion. Hún steig inn og ég lokaði á eftir henni, gekk í kring- um bílinn og settist við stýrið. „Viljið þér taka niður gleraugun, frú Manion?“ sagði ég. „Ég heiti Laura,“ sagði hún. „Ef þér getið af- borið, það sem þér eigið eftir að sjá, þá ætti ég að geta það.“ Hún tók niður gleraugun. „Guð minn góður!" sagði ég. Á m.num tíu ára starfsferli, hef ég aldrei sé eins illa leikin augu, og ég hef oft séð það svart. „Gerði Barney Quilí þetta í rauninni ?“ Ég greip andann á lofti. Augu hennar voru stór, græn og næstum lýsandi. Konan var undur- fögur, svo að hún kom manni beinlínis úr jafn- vægi. Mér fór að skiljast, reyndar óljóst, hvers- vegna Barney Quill hafði misst taumhald á sér. Hún lyfti löngum augnhárunum og horfði á mig alvarleg í bragði og kinkaði kolli. „Já,“ hvíslaði hún. „Þetta gerði Barney Quill." „Jæja," sagði ég. „Ég þarf víst fyrst að heyra sögu yðar.“ „Viljið þér að ég segi hana, eins og ég sagði lögreglunni hana?“ „Ég vil heyra það sem þér sögðuð lögreglunni og auk þess,“ sagði ég. „Auk þess hvað?" „Ég brosti. „Auk þess, það sem þér sögðuð ekki lögreglunni. Ég vil heyra allt, hvort sem það er gott eða illt. Sjáið þér ekki, að ef þér segið ekki lögfræðingnum frá því, sem þarf. . ." „Jæja," sagði hún og hóf máls. „Ég var búin að strauja mestan hluta dagsins," sagði Laura Manion. „Manny hafði komið heim nokkru síðar en venjulega, um sexleytið. Ég held, að hann hafi komið við á barnum hans Barney og fengið sér einn eða tvo — hann var svangur og syfjaður." „Var hann drukkinn?" sagðl ég. „Nei, nei, svona — ja áhyggjulaus, þægilega kenndur." Manny hafði fengið sér smáblund fyrir matínn; síðan hafði hann borðað; síðan hafði hann viljað fá sér meiri bjór, en bjór var ekki til. Laura Manion hafði stungið upp á þvi, að þau færu á barinn hans Barney, en Manny hafði stunið og sagzt vera of þreyttur. Laura fór þangað sjálf og skildi Manny eftir sofandi. Hótelbar Barneys var næstum tómur; þar sáust aðeins örfáir menn, og flestir þeirra voru fastir viðskiptavinir. Einu mennirnir við barinn voru barþjónninn, sem hét Paquette, hélt hún, og ljós- hærð veitingastúlka. „Og hvar var Barney Quill? Var hann þarna, þegar þér komuð þangað?“ „Nei, hann kom ekki fyi'r en síðai’. Ég pant- aði whiskyglas — ég er vön að drekka whisky — og síðan fór ég og lék mér að kúluspilinu." „Kúluspil!“ sagði ég furðu lostinn. Einhvem veginn gat ég ekki gert mér í hugarlund hvern- ig þessi kona færi að þvi að leika kúluspil. „Þér lékuð kúluspil?" spurði ég vantrúa. „Kona hermanns verður að finna sér eitthvað til þess að clrepa tímann með — ef hún á að halda áfram að vera hermanskona," sagði hún. „Mér er sama hvað hver segir, mér finnst gam- an að kúluspili." „Haldið áfram," sagði ég þreytulega. Hún hafði haldið áfram að leika kúluspil. Þá hafði Barney Quill komið þegjandi til hennar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.