Vikan


Vikan - 30.04.1959, Síða 9

Vikan - 30.04.1959, Síða 9
og skorað hana í kúluspil og vildi hann leggja eitt glas að veði. Hún hafði tekið áskorun hans, og hún hafði unnið fyrsta leikinn. Já, veitinga- stúlkan hafði fært þeim glösin yfir að kassan- um. „Þessi Barney — hvernig var hann á sig kom- inn?“ sagði ég. Hvernig hagðaði hann sér? Vlrt- ist hann drukkinn? Reyndi hann nokkuð að daðra við yður?“ „Mér virtist hann ódrukkinn. Og ég verð að segja, að hann hafi hegðað sér mjög sómasam- lega. Það er að segja i fyrstu. Hann gerðist ekki sekur um neins konar daður.“ Hún og Barney höfðu farið i nokkur spil. Þá hafði hún tekið eftir þvi, að klukkan var að verða ellefu, svo að hún pantaði bjórinn, sem hún ætl- aði að fara með heim og bjóst til að fara. Það var þá, sem Barney hafði stungið upp á því við hana, að hann keyrði hana aftur að í- búðarvagninum. Já, hann var enn kurteis, en hún hafði afþakkað boðið, og sagt við hann, að með vasaljósinu og hundinum sínum, myndi hún hæglega rata heim gangandi. Barney hafði fylgt henni út og endurtekið boð sitt. „Hvað gerðuð þér?“ spurði ég. „Nú, Barney ók niður eftir aðalgötunni að hliðinu, þar sem ekið er inn í garðinn, þar sem ibúðarvagnarnir eru. Þegar við komum þangað, sá ég að hliðinu var vendilega lokað. Ég hafði aldrei séð þetta áður.“ „Hvað gerðist þá?“ „Þegar ég ætlaði að opna dyrnar og þakka honum fyrir að aka mér heim, lagði hann hönd- ina á handlegginn á mér — ekki með valdi, held- ur lauslega — og sagði mér, að hann hefði gleymt, að umsjónarmaðurinn læsti hliðinu á næturnar; að hann vissi af öðrum smástíg inn í garðinn, þar sem ekkert hlið var; og það væri kjánaskapur að fara að klifra yfir hliðíð og þrælast gegnum sandborinn stíginn, og í stað þess sagðist hann gjai-nan vilja fara með mig hina leiðina. „Hann ók bílnum nú aftur á bak út á aðalgöt- una og ók af stað — enn lengra frá barnum.“ „Til þessa funduð þér ekki til neinnar hræðslu ?“ „Nei, alls ekki.“ „Hvað gerðist þá“ „Hann ók hratt niður götuna, beygði skyndi- lega af aðalgötunni inn á lítinn stíg hægra meg- in við garðinn. Þá fyrst fór mig að gruna, að ekki væri allt með felldu. Ég sagði, „Barney, hvert ertu að fara?“ 1 stað þess að svara greip hann í handlegginn á mér, þéttingfast í þetta sinn og ók áfram æðislega. Ég veit ekki hve langt við ókum. Skyndilega nam hann staðar og slökkti á ljósunum." „Þegar hér var komið Sögu, var ég orðin dauð- hrædd, og ég opnaði dyrnar og reyndi að kom- ast út, en hann dró mig aftur inn. Hann var hræðilega sterkur.“ „Þá tók Rover, hundurinn, að ýlfra, svo að Barney opnaði dynar og kastaði honum út. All- an tímann hafði hann ekki sagt orð. Ég sá ekki glóru, en ég heyrði Rover kjökra fyrir utan.“ „Áfrarn," sagði ég. „Þá kom Barney upp að mér, þétt upp að mér og sagði hásri, æðislegri röddu, sem ég kann- aðist næstum ekki við, að ég ætti að koma yfir til sín — hann notaði þessi orð — eða ég myndi aldrei sleppa lifandi út úr bílnum. Allan tímann var hann að káfa á mér og reyna að draga mig til sín, en ég streittist á móti af öllum mætti.“ „Höfðuð þér hrópað til þessa?“ „Nei. Mér hefur víst ekki fundizt það til neins; við virtumst á hjara veraldar." „Áfram.“ „Allan tímann hélt hann áfram að káfa eftir mér og berja mig á hnén með krepptum hnefan- um. Ég fann, að mótstöðuafl mitt var að hverfa. Loks sagði ég: „Ef þú gerir þetta við mig, drep- ur maðurinn minn þig“.“ „Sögðuð þér þetta við hann?“ sagði ég og herpti saman augun. „Já, ég var orðin örvæntingarfull, og ég hélt að ég myndi koma vitinu fyrir hann með því að segja þetta. Auk þess var mér alvara.“ Þetta var algerlega nýtt sjónarmið. Ég sá, að þetta myndi koma góðum saksóknara einkar vel. En nú var ekki tími til þess að hugsa um það. „Hvað gerðist svo?“ spurði ég. „Ég missti næstum meðvitund. Ég man varla annað en það, að hann hélt áfram að berja mig og klóra, eins og vitfirringur. Ég var ekki með fullri meðvitund. Ég heyrði hundinn ýlfra fyrir utan og klóra í hurðina.“ Ég horfði á hana gaumgæfilega meðan hún sagði sögu sína. Hún andvarpaði ekki né snökkti, hikaði jafnvel ekki: hún sagði öllu heldur sög- una, eins og hún væri að segja frá vondum draumi. „Og siðan hvað?“ spurði ég. „Hann var óður. Ég barðist ekki gegn honum lengur. 1 fyrsta lagi gat ég það ekki lengur; auk þess hugsaði ég sem svo, að það væri bezt að ljúka þessari martröð. Ég missti allt tíma- skyn. EFTIR RDBERT TRAVER „Ég man aðeins það, að skyndilega var hann ekki yfir mér, að Rover stóð við hliðina á mér og bíllinn var aftur kominn á ferð. Ég hlýt að hafa misst meðvitund.“ ,,Áfram,“ sagði ég. „Loksins komum við út á aðalgötuna. Þá sá ég, að við vorum að nálgast læsta hliðið. Ég þreif I hurðarhúninn og opnaði dyrnar til hálfs, og Rover hljóp út. Það logaði enn á vasaljósinu hans, og ég sá, að hann hljóp æðislega fram og aftur við hliðið. Ég hljóp í áttina til hans, í áttina til ljóssins." „Komuzt þér yfir girðinguna?" „Ég veit það ekki fyllilega. Barney náði mér aftur. Hann brá mér og sparkaði í mig og steypti sér síðan yfir mig. Þá tók hann að berja mig alla með krepptum hnefunum. Ég sver það að hann var að reyna að drepa mig. Það var þá sem ég hrópaði. Ég hrópaði tvisvar eða þrisvar af öllum mætti. „Skyndilega komst ég að því, að ég var ein, hlaupandi á eftir Rover, sem var enn með vasa- ljósið í kjaftinum, hlaupandi í áttina að íbúða- vögnunum. Ég hrasaði og féll, og stóð upp aftur — ég veit ekki hversu oft — en ég hljóp alltaf í átina að ljósinu.“ „Sáuð þér Barney ekki eftir það?“ Hún lokaði augunum og hristi höfuðið. „Nei, ég sá hann aldrei framar — lifandi né dauðan.“ „Áfram,“ sagði ég. „Þegar ég kom að dyrunum á íbúðarvagn- inum okkar, var Manny að koma út. Hann virt- ist milli svefns og vöku. Hann sagði, að hann hefði dreymt, að ég hrópaði og vaknað. Ég féll í faðm hans.“ Ég leit á úrið. „Viljið þér hvila yður?“ sagði ég. „Nei, nei,“ sagði hún. „Viljið þér vita eitthvað „Laura,“ sagði ég hægt. „Sögðuð þér lögregl- unni frá því, er þér hótuðuð Barney með því að Manny myndi myrða hann ef — ef hann mis- þyrmdi yður?“ „Já, já, auðvitað. Ég sagði lögreglunni allt, sem kom fyrir. Var það ekki í lagi?“ „Jú, auövitað,“ hélt ég áfram rólega. Það þýddi lítið að reyna að hræða hana. „Og sögðuð þér Manny einnig það, sem þér sögðuð Barney?“ Ég hélt niðri í mér andanum og beið eftir svari hennar: „Já, hann var fyrsti maðurinn, sem ég sagði það,“ svaraði hún. Þvílík vonbrigði. Þetta gat orðið alvarleg hlið Framhuld á bls. 13. stutt og spennandi framhaldssaga . LÍNAN UH Itl VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.