Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 4
 .1 Bfflf a afiffítSSÍzBr~~*#*r' • v We 'r} My.^.. k, Ær ■ Smásaga eftir Howard Breslin KLUKKURNAR Upphaflega hafði þetta verið lítill gluggi og ræmurnar, sem límdar höfðu verið á hann, gerðu hann ennþá minni. 1 ferningnum, sem eftir var, sást litli maðurinn, sem næstum virtist dvergur með gleraugun á nefinu, vera að stilla út úrvali af úrilm og klukkum. Hann veitti Lundúnabúun- um, sem þustu framhjá í önn hins nýbyrjaða dags, enga athygli. Er hann hafði lokið við að nostra við úrin, kom litli maðurinn út úr verzluninni og horfði í glugg- ann. Hann hafði stillt út vörum sirium vandvirkn- islega — klukkurnar voru í aftarí röðinni og fyr- ir framan þær voru úrin, sem hann hafði raðað í hálfhring á flauelsdúk. Hann hafði stillt allar klukkurnar á sex, en vísarnir á öllum úrunum sýndu, að klukkan var þrjú. ,,Já," sagði úrsmiðurinn og kinkaði kolli með ánægjusvip. „Þetta er ágætt." Um það bil einni klukkustund síðar steig far- þegi úr strætisvagninum á hominu. Hann var hár maður með ljóst yfirskegg, og hann var í þykkum yfirfrakka og með svartan flókahatt. Hann haltraði áfram við staf og brosti, er lög- regluþjónninn bar höndina upp að hjálminum í kveðjuskyni. Nafn þessa haltrandi manns var Gebhart, og yfirmenn lögregluþjónsins myndu hafa gefið mikið fyrir að vita það. Gebhart gekk hægt og studdist við stafinn. Hann hafði alltaf svo gaman af að hitta lög- regluþjóna, og hló með sjálfmn sér að heimsku Bretana. Gebhardt leit í búðargluggann hjá úr- smiðnum. Hann sýndi engin svipbrigði, er hann leit af klukkunum, sem sýndu sex, á úrin, sem sögðu, að klukkan væri þrjú. Hann hafði gengið framhjá búðinni samfleytt í hálfan mánuð, en aldrei far- ið inn. Gebhart setti úrið sitt, opnað dyrnar og gekk inn. Sölumaður nokkur var að deila við úrsmiðinn við þann enda borðsins, sem fjær var, en þein sneru sér við, er dyrnar lokuðust. Ursmiðurinn gekk í áttina til Gebhardt og góndi á hann. „Hvað var það?" spurði litli maðurinn. „Orið mitt" sagði Gebhardt, „það virðist hafa stanzað fyrir hér um bil klukkustund." Hann leysti leðurólina og lagði það á búðarborðið. Það var nokkuð skuggsýnt í verzluninni og hið sjálflýsandi úr glampaði dauflega í skímunni. Vísarnir á úrinu sýndu níu. „Já,“ sagði úrsmið- urinn. „Stanzað." Gebhardt fannst tifið í úrinu óþaflega hátt og gaut augunum til sölumannsins, en hann var að blaða í verðlista. Orsmiðurinn tók úrið upp og huldi það í lófa sér. Gebhardt sagði: „Þér ættuð einnig að skipta um ól. Þessi er næstum ónýt.“ Hann hallaði sér fram á búðarborðið og beið. Hann leit einu sinni inn i bakherbergið, þar sem úrsmiðurinn var að fást við úrið. Hann gat séð hann, með stækkunargler utan yfir gleraugun, þar sem hann beygði sig yfir skrifborð. Gebhardt kveikti sér í vindlingi. Tæplega fimm mínútum síðar kom litli maður- inn fram aftur. Hann hélt á úrinu, sem hafði fengið nýja ól, en Gebhardt tók við því og setti það upp. „Þér ættuð að fara varlega með það," sagði úrsmiðurinn og horfði fast á Gebhardt. ,,Þ>etta er gfott úr.11 „Já, það er rétt,“ sagði Gebhardt blátt áfram. ',,Og ég er viss um, að nú mun það ganga rétt." Hann borgaði úrsmiðnum og fór út úr verzlun- inni. Alla leiðina heim til sín vissi Gebhardt af ól- inni á úlnliðnum á sér. Hann forðaðist að líta á úrið. 1 þessu hlutverki var maður aldrei of var- kár. Þegar hann var kominn inn í litli herbergið, sem hann hafði búið í frá því hann kom fyrst til London, fleygði Gebhard öllu frá sér, sem minnti hann á heltina. Hann hreyfði sig nú hratt og með öryggi, læsti herberginu og dró gluggatjöldin fyrir. Að lokum kveikti hann á skifborðslampanum og tók arm- bandsúrið af sér. Hann vann hratt, og tók ólarnar af báðum megin. Gebhardt taldi götin, sem gerð höfðu verið í leðrið. Þau voru sjö. Sjö þýddi tíu á dulmál- inu. Hann svipti ólinni simdur þeim megin, sem sylgjan var, dró út lítinn, samanbrotinn bréf- miða, fletti honum sundur og hóf að ráða úr dul- málinu. Hann notaði stækkunargler. Skilaboðin voru stutt, gagnorð og hljóðuðu svo: „Vörubílar flutningadeildarinnar K. C. COURT 55 S I NÓTT. „Einmitt það," sagði Gebhardt lágt. Hann brenndi bréfmiðann I öskubakkanum. Hann sat hugsandi um stund og barði fingrunum létt í borðið. Hann vissi að fjöldi vörubifreiða, sem lagt hafði verið í King Charles Court, myndi verða notaður til liðsflutninga frá London til strandarinnar. Og einhvers staðar á þeirri leið myndu vörubifreiðarnar verða sprengdar í loft upp. Gebhardt dró ferðatösku sína undan rúminu og opnaði hana á skrifborðinu. Innan úr fóðrinu á henni náði hann í eina af sprengjunum. Hún var stór og flöt og mjög svipuð venjulegum gler- augnakassa úr málmi. Bundin undir vörubifreið myndi hún springa, er vélin hitnaði. Hann setti sprengjurnar varlega niður í hylki undan gasgrímum. Gebhardt bjóst við að geta komið fjórtán fyrir á tveimur klukkustundum. Hann hafði nægar upplýsingar um alla bílskúr- ana og stæði, þar sem bifreiðar hersins voru geymdar, og nú fór hann að hugsa um King Charles Court. Um miðnætti myndu allir her- menn og vélamenn vera farnir og um tvöleytið kæmi lögregluþjónn til eftirlits. Gebhardt beit 4 vörina og fussaði. Það var ódugnaði Bretanna að þakka, að staðurinn yrði mannlaus milli klukkan tólf og tvö. Þá minntist hann þess, að hann þurfti að setja nýja ól á úrið sitt. Hann gerði það og spennti það síðan á sig. Hann sat kyrr um stund og fór yfir alla áætlunina í huganum. Hann mundi eftir öllum smáatriðum. Gebhardt skríkti. Auðvitað. Fyrir utan verzl- unina hjá úrsmiðnum hafði hann seinkað úrinu sínu um sextíu og fjórar minútur eins og hann átti að gera. Hann glotti og flýtti því aftur um sextíu og fjórar mínútur. Þar sem hann gleymdi Fravihald á bls. 18. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.