Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 26

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 26
\ / Vígbúizt gegn óvæntum atburðum á heimilinu, hafið alltaf við hendina U H U líiiiið, límir allf Heildverzlun H. A. TULINÍUS UMU línsterkjan sem hrindir frá sér óhrein- indum, og fer vel með efnið. Heildverzlun H. A. TULINÍUS Hann hafði beyg af . . . Framhald af hls. 25. einu einasta höggi á andstæðinginn. Skyndilega rennur það upp fyrir mér, að ég er hér með mann, sem hefur tækifæri til þess að berjast þeim lengsta bardaga, sem nokkurn tíma hefur verið háður við tilvonandi heimsmeistara, Chester Nubbs, og þar sem nokkrir vinningsmöguleikar eru fyrir hendi byrja ég að gefa Cashwell ýmis holl ráð í þeirri von, að raunverulega sé eitthvað að Chest- er og hann bíði ekki til síðustu lotu með að kyssa Cashwell með vinstri hnefanum. Eg tek eftir, að Jack Keegan lítur á mig heiftaraugum og bendir ógn- andi til min, en ég er alltof önnum kafinn til að gefa gaum að slíku. Á- horfendur eru ævareiðir og ég heyri mörg skammai'yrði falla um Chester Nubbs. Svo hringir bjallan eftir síð- ustu lotu og Chester smeygir sér út úr hi'ingnum og fer niður í búnings- herbergi sitt án þess að hlýða á dóm- inn og áhorfendur hafa svo hátt, að ég get varla heyrt sjálfan mig hugsa, en ég veit, að Cashwell muni lýstur sigurvegari. Jæja, ég lendi í miklum erfiðleik- um með að koma Cashwell í gegnum mannþröngina og niður í búningsher- bergið og sú sem rétt á eftir kemui' inn, er ungfrú Babs Koogle. Hún vefur handleggjunum um hálsinn á Cashwell og segir: „Ó, Cashwell — þú ert dásamlegur og ég elska þig.“ „Ungfi'ú Koogle," segi ég, „þér komið of seint, Cashwell hefur kom- ist að öllu á milli ykkar Chester Nubbs. Hann sá, að þér stunguð að honum ástarbréfi, þegar hann gekk framhjá yður í kvöld.“ Þá fer irngfrú Koogel að hlæja og segir: „Einmitt það, þið hélduð, að það væri ástarbréf. Nei, Spider McCoy,“ heldur hún áfram, „vitið þér ekki, að Chester Nubbs er alvég óskaplega í- myndunarveikur maður? Eg kynnt- ist honum á sjúkrahúsinu, og ég hefi aldrei fyrirhitt neinn, sem er jafn dauðhræddur um líf sitt og heilsu og hann. Hann heldur alltaf, að eitthvað sé að honum, og hann verður ótta- sleginn við hugsunina um að smit- ast. 1 bréfinu, sem ég fékk honum í kvöld, aðvaraði ég hann og sagði, að hann skyldi taka eftir blettunum á líkama andstæðingsins. Ég skrifaði, að slikir eirlitaðir blettir væru öruggt merki um mislinga og haim skyldi forðast eins og heitan eldinn að kom- ast í snertingu við hann, þar eð mis- lingar á hans aldri væru stórhættu- legir. Og sáuð þér ekki árangurinn ?“ segir hún. „Hvaða vitleysa," segi ég,“ Chest- er Nubbs ætlaði að kvænast yður ...“ „Jú, það getur vel verið,“ segir ungfrúin, „en hann elskar mig ekki. Að minnsta kosti ekki eins og Cash- well. Chester hefur það eitt í huga, að ágætt og nauðsynlegt sé fyrir hann að hafa lærða hjúkrunarkonu til þess að snúast í kringum sig og gæta sín, er hann finnur eitthvað til, og hann þykist alltaf vera eitthvað las- izm. Auk þess vil ég alls ekki giftast hnef aleikamanni. “ „Babs,“ segir Cashwell, „ef það er eitthvað í þessu lífi, sem ég ekki vil taka mér fyrir hendur, þá er það hnefaleikar." 1 sömu andránni heyrði ég heil- mikinn hávaða fyri utan og þeir Jack Keegan og Chester Nubbs komu þjótandi inn, og Jack segir við mig: „Nú þarna 'ertu bölvaður svikahrapp- urinn þinn, þrjóturinn þinn. Gerðu svo vel — hér hefurðu þennan." „Og þennan,“ segir Chester Nubbs. Svona ráðast þeir á mig til skiptis, og enda þótt ég sé allruglaður, tek ég eftir, að Keegan lemur fastar en Chester, og er ég fæ einn vinstri- handar frá Chester. kemst ég að raun] um, að hann slær neðarlega. Og finni ég einhvern tíma rétta manninn, skal ég svo sannarlega kenna honum, hvernig á að slá þann ræfil í rot með hnitmiðuðu hægrihandarhöggi. AÐ verður reyndar ekki Cashwell Fish, því að síðast sá ég til hans, er hann lagði af stað til Pottsville með ungfrú Babs Koogle, þegar ég hafði greitt honum umsam- ið fé. Þau buðu mér ekki einu sinni í brúðkaupsveizluna sína. Þetta er nú eiginlega öll sagan —“, segir Spinder McCoy. „Já, þetta hafa verið mestu bölvuð vandræði, Spider,“ segi ég. „Bg hef samúð með þér. Eg sé, að þú ert óttalega fölur og gugginn . . ." „Já,“ segir Spider. „Það er nú ann- að mál. Það kom í ljós, að Kitty Kronin var i farsóttadeildinni, og Pigsfoot og ég höfum báðir legið í mislingum, vegna þess að við fórum nefnilega oft út að borða með henni." NÝ EIGINKONA NYTT HLUTVERK, Framliald af bls. 21. ritinu, þar sem hún var alltaf Fran- cesca, og hún fæddi honum barn. Þegai' hann vai' búinn, las Fran- cesca leikritið meðan hann gekk fram og aftur í skrifstofunni og nag- aði neglurnar af eintómum tauga- spenningi. Klukkan var að verða tólf, þegar dynar loksins opnuðust. Á sama augnabliki vissi hann það. Linda var horfin. 1 stað hennar var komin viðkvæm og hlýleg kona — hispurslaus, tilfinningarík, fingerð kona, sem elskaði ,börn — og ekki aðeins sín eigin börn. Hún stóð fyrir innan dyrnai' og þrýsti handritinu að sér. Hann gekk til hennar, tók það frá henni og setti það á stól. „Fran- cesca, þú hefir verið að gráta!“ Hún kinkaði kolli. „Eg gat ekki að því gert,“ sagði hún lágt. „Af því að þú hefir gert mig alveg eins og ég gjarna vil vera, Max, þetta er dásamlegt leikrit! Ég vil leika það — alltaf!“ Hann tók hana í faðm sinn og hélt hermi þar lengi án þess að segja nokkuð. Æfingarnar hófust, og hún smeygði Lindu af sér eins og kjól, sem orðinn er of lítill. „Ó, ég er svo þreytt á þessu þrautleiðinlega stúlku- barni," sagði hún. Hún sjálf og all- ur líkami hennar varð Francesca hans. Hrifning hennar olli honum nokkrum óróa. „Sjáðu til, leikritið er alls ekki svo gott," sagði hann kvöld nokkurt ó- styrkri rödd. „Við erum bæði hlut- aðeigendur — við getum ekki litið hlutlausum augum á málið.“ Hún rauk upp. „Svona eru gagn- rýnendur! Byrja strax að rífa niður leikit, sem ekki er einu sinni farið að sýna!“ „Ég er nú aðeins að hugsa um þig,“ sagði hann. „Eg fæ ekki af- borið þá hugsun, að þú eyðileggir þig . . .“ Hún fór að gráta og lét ekki hugg- ast. „Það er orðið of seint. Eg hef breyzt í þína Francescu — alveg." Skyndilega hætti hún að gráta og horfði á hann með undarlegum glampa í augunum. „Hvað er það?“ spurði hann óró- legur. Hann var hræddur. Hann sagði við sjálfan sig, að það væri brjálæði af sér að láta hana eignast barnið, sem hann þráði svo heitt, samtimis ví er hún léki sitt stærsta og erf- 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.