Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 20

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 20
Hún var tvítug með svart hár og kolsvört augu, fjörug eins og hvolpur og jafn- skjótt sem Pigs- foot sér hana, byrjar hann að gera hosur sín- ar grænar fyrir henni. Hann hafði beyg af mislingum KVÖLD nokkurt, er ég sit í veit- ingahúsinu hjá Mindy á Broadway og les íþróttasíðuna í morgunblaði nokkru, sé ég mér til mikillar undrunar, að óþekktur hnefaleikamaður, Louisiana-hlébarð- ínn að nafni, hefur unnið tíu lota kappleik við sjálfan Chester Nubbs í Fíladelfíu. Hann hafði unnið Chest- er Nubbs, manninn, sem átti að fara að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt. Og ekki nóg með það. Ég sé einn- ig í blaðinu, að umboðsmaður Louisiana-hlébarðínn er enginn ann- ar en Spinder McCoy, sem er einka- vinur minn. Þetta kemur mér mjög á óvart, af því að Spinder var í þann veginn að fara til Fíladelfíu með hnefaleikakappa, að nafni Pigsfoot, siðast er ég sá hann. Pigsfott þessi átti einmitt að berjast við Chester Nubbs. Þetta má ekki skiljast svo, að ein- hver byggist við, að Pigsfoot hefði nokkuð að segja í Chester. Nei, eng- inn bjóst við því — ekki einu sinni Spider sjálfur. Tilgangurinn var að- eins sá, að lofa Chester að berjast svoEtið áður en hann færi i milljón- dollarabardagann um heimsmeist- aratignina og allt, sem þurfti að gera, var að setja á svið eins konar gervibardaga milli Chesters og ein- hvers kraftajötuns, af því að Jack Keegan, umboðsmaður Chesters vildi ekki hafá, að Chester þyrfti að lyfta svo miklu sem litlafingri fyrr en hardaginn mikli hæfist. Sem jsagt, ég les áfram það sem stendur I blaðinu og sé, að Louis- iana-Wébarðinn för á sviðið sem staðgengill Pigsfoats, vegna þess að Pigsfoot hafði orðið lasinn nokkrum dögum áður en bardaginn skyldi háwur. Spider hafði þá náð í þennan náunga, Louisiana-hlébarðann, í hvelli og svo sannarlega fór hann og sigraði átrúnaðargoðið í tíu lotum, sjálfan Chester Nubbs. Blaðið lætur þess reyndar getið, að þetta hafi verið einhver þrautleiðinlegasti bardagi, sem háður hafi verið og á- horfendur hafi kvartað mikið um, hve lítið þeir hafi fengið fyrir pen- ingana sína. En þetta var staðreynd, Louisiana-hlébarðinn sigraði Chest- er. Þetta gladdi mig náttúrlega Spid- ers vegna, þar eð ég bjóst við, að hann hefði grætt vel á þessum leik og ætti eftir að græða meira. Því að hnefaleikamaður, sem getur slegið niCur mann á borð við Chester Nubbs, sem er heimsfrægur fyrir vinstrihandarhögg sín, er álíka mik- ils virCi og upphæð í banka og ég gat varla beðið þess, að Spider kæmi aftur frá Filadelfíu til þess að óska honum til hamingju og einnig að vera kynntur fyrir þessum furðulega Louisiana-hlébarða. ■p^N margar vikur liðu áður en hl' Spider sýndi sig aftur í veit- ingahúsinu hjá Mindy og þegar hann loksins kóm, leit hann alveg herfilega út og ég tók eftir, að hann var með ný ör í kringum augun og er ég hóf að segja honum, hve glað- ur ég væri yfir velgengni hans, hristi hann aðeins höfuðið með sorg- arsvip og sagði: „Þú skalt ekki óska mér til ham- ingju fyrr en þú hefur heyrt alla söguna," og svo skýrði hann mér frá öllu. „Sjáðu til,“ sagði Spider, „ég var aðeins nýkominn til Filadelfíu með Pigsfoot, er fíflið fer að að finna til og segist vera veikur og barmar sér og ég veit ekki hvað. Ég fer með hann á hótelið, bið um iækm, sem segir að þetta sé botnlanginn og hann verði að fara á sjúkrahús und- ir eins, ef ég vilji ekki hafa dauðann hnefaleikakappa að draga ofan á allt annað hafurtask, er ég hafi með- ferðis. Nú, það hefði verið skárra fyrir mig að vera með dauðan hnefaleika- kappa en slíkan með lélegan botn- langa, en Pigsfoot kveinar og kvart- ar, og ég fæ meðaumkun með mann- inum og flyt hann á sjúkrahús og það síðasta, sem ég sé til hans, er, ao þeir eru að svæfa hann með eter. Ég segi þeim, að þetta sé ekki nauð- synlegt, þeir þyrftu aðeins að gefa honum einn á hann með boxhanzka, en þeir litu á þetta sem lélegan brandara og mér er skipað að hafa mig á brott. Og þeir spörkuðu mér út! Þarna er ég nú með veikan hnefa- leikamann tíu dögum áður en kapp- leikurinn á að fara fram. Ég kemst í snmband við umboðsmann Chesters, Jack Keegan, og segi honum hvern- ig málum sé háttað og verðum við ásáttir um, að ekki sé um annað að ræða en ég fari á stúfana og reyni að ná mér í staðgengil fyrir Pigs- foot. tÉg er nú ekket sérlega hrifinn af þeirri hugmynd, af því að það kostar fé og það er ég, sem þarf að borga og þess vegna fer ég aftur á sjúkrahúsið. Ég var að hugsa um, hvort ekki væri möguleiki á, að Pigsfoot skriði saman aftur, er hann hefði hvílt sig í nokkra daga eftir uppskurðinn. Þá gæti ég sparað mér töluverð útgjöld við að ná í annan og — hvers vegna skyldi Pigsfoot ekki geta lagast í hringnum eins og hann gat það á sjúkrahúsinu. Þar myndi honum liða svo skikkanlega. En er ég kem þangað, er Pigsfoot vaknaður eftir svæfinguna og er fjandi slappur og það sem meira er, hann er ævareiður við mig út af því, að ég setti hann á fjölbýlisstofu og bann hótar mér, að fái hann ekki einmenningsstofu og einkahjúkrunar- konu, að hann skuli ná sér í blaða- snáp og segja, hvernig ég hafi dreg- ið hann með mér til Fíladelfíu til þess að berjast gervibardaga við Chester í hringnum og plata áhorfendur. Mér brá mjög við vanþakklæti hans, en sé þó, að ekki beri að eiga slíkt á hættu og ég panta handa hon- um einmenningsstofu og einkahjúkr- unarkonu. Áður en ég fer hefur hann fengið livorttveggja og ég verð að segja, að aldrei hefi ég séð betur útlítandi hjúkrunarkonu. Hún var svo falleg, að mig dauðlangaði til að biðja Pigsfoot um að flytja sig dálítið of- ar í rúmið og hola sjálfum mér niður við hliðina á honum. Ég fer svo leiðar minnar, þegar hún er byrjuð að snúast í kringum Pigsfoot og laga koddann hans og er ég kem út af sjúkrahúsinu, sé ég ungan strák, sem stendur og hallar sér upp að tré hinum megin við göt- una. Það fyrsta, sem ég tek eftir við hann, er lengdin á honum. Hann er Framli. á bls. 25 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.