Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 7

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 7
SUMARLEYFIÐ Á GÖTUNNI „Skólahurð aftur skellur.“ Skólaárinu er að ljúka. Sú vit- und mun vekja fögnuð í brjósti barna og unglinga, því að mörg- um „þótti þurleg setan“. Nú losna þau við skólánn um hríð, sum fyr- ir fullt og allt. Foreldraþátturinn árnar þeim heilla. Sú er þó trú vor, að margur, sem nú stendur langþreyttur upp af skólabekkn- um, muni síðar sakna hans og þess næðis, sem þar gafst til náms. En hvað tekur við í sumarleyf- inu? Skyldu nú allar þær þúsund- ir barna, sem sækja skóla í bæj- rnn og sjávarþorpum, fá hæfileg og heillandi viðfangsefni, meðan sumarleyfið stendur ? Engum dett- ur það í hug í alvöru. Fyrir allan þorra barna er sumarleyfið fátæk- legur og athafnalítill tími. Því mun fjöldi þeirra barna, sem nú hlakkar með réttu til þess að losna af skólabekknum í vor, þrá það miklu heitar síðar í sumar, að skólinn hefjist á ný. Sumarleyfi Islenzkra skólabarna er að verða ákaflega fátæklegt. Af hinum mikla fjölda hafa að- eins hverfandi fá börn tök á því að komast í sveit. Og í lifvæn- legum sveitum færast vinnubrögð óðfluga í það horf, að barninu er þai' með öllu ofaukið. Með sí- vaxandi vélanotkun í búrekstri eykst líka slysahættan á börnum í sveit, að minnsta kosti á kaup- staðarbörnum, sem koma ókunn að nýjum vélum og nýjum aðstæð- um. Á Islandi vantar það, sem með ýmsum öðrum siðmenntuðum þjóð- um er mikilvægur þáttur í upp- eldinu: sameiginlega sumarleyfis- ferð barns og foreldra. Þegar fað- irinn fær sumarleyfi leggur fjöl- skyldan öll af stað í ferðalag og dvelur um tíma á gististað í ein- hverju héraði, sem henni leikur hugur á í það og það skiptið. Þá lifir öll fjölskyldan tiltölulega á- hyggjulaus: faðirinn er laus und- an oki starfsins, móðirin hvílist frá hinni daglegu matargerð og barnið fær einu sinni að finna, að foraldrar hafa tíma til að sinna því og áhugamálum þess. Enn þá skortir allar aðstæður til, að slik venja geti myndast hér á landi. Gistihús eru fá og ófull- komin, enda kýs fólk fremur að eyða fé sínu til annarra þarfa: að eignast bifreið, dýrmæt húsgögn, dýr útvarps-, sjónvarps- og endur- varpstæki, — í stuttu máli, marga dý»a hluti, sem hinn óbreytti borgari með öðrum þjóðum léti ekki gleypa ferðapening sinn. Þannig fellur niður hjá íslenzkum börnum það, sem jafnaldrar þeirra í öðrum löndum hlakka til vikum og mánuðum saman: sam- eiginlegt sumarleyfi með foreldr- Gatan athvarfið eina. Ef málið er skoðað af raunsæi, er gatan aðalvettvangur lang- flestra 7—12 ára skólabama í sumarleyfinu. Þar slangra þau um og slóra aðgerðaiítil og drag- ast oft út í misjafnan félagsskap til þess að hafa af sér leiðindin. Slysavegur margs unglings byrj- aði sem óglöggur troðningur í götusolli iðjulausra barna. Langt sumarleyfi frá skólum gæti aukið fjölbreytni í umhverfi barnsins og skapað holla tilbreytni í athöfnum þess. En til þess að það mætti teljast eðlilegur þáttur í ytri aðstæðum barnsins til þroska, þyrfti að vera fullnægt þremur mikilvægum skilyrðum: 1 fyrsta lagi þyrfti að skipu- leggja sumarleyfið þannig, að hverju barni gæfist kostur á heill- andi og þroskandi verkefnum í heilnæmu umhverfi. Þröng íbúð- in og rykug gatan í þéttbýlinu fullnægja ekki þörfum barnsins svo vel, að því sé hollt að búa við þau eingöngu í 4 mánaða sum- arleyfi. 1 öðru lagi þyrfti skólinn að hafa nægilegt húsrými handa börnunum þá mánuði, sem hann kennir þeim. Þessu fer þó mjög fjarri. Þrengslin í skólunum eru afskapleg, þrísett í mikinn hluta kennslustofanna, tvísett alls stað- ar. Tvísetning í skólum er slæm og skapar misrétti meðal nemenda, en þrísetning er og verður óþol- cmdi. Hún stofnar heilsu barnsins í voða, slítur það út úr eðlilegu samlífi f jölskyldunnar, hamlar eðlilegum námsárangri og lamar námsgleðina. Undir þessum kring- umstæðum virðist það alveg fjar- stætt að láta skólann standa auð- an og safna ryki 4 mánuði á ári. 1 þriðja lagi þyrfti að vera auð- velt að ljúka tilskildu námsefni á hinum skamma árlega skólatíma, svo að ekki þyrfti að íþyngja börn- um eða unglingum úr hófi. Fyrir þessu er þó engin trygging, en sterkar líkur benda til hins gagn- stæða. Börnum í yngri deild barna- skóla er að vísu ekki íþyngt óhóf- lega, en aftur á móti flytjast mörg þeirra ólæs upp í eldri deild, sem er andstætt námsskránni og brot á fræðslulögunum. Með hinum ó- leyfilega flutningi reynir skólinn að breiða yfir tímahrak sitt, en veldur börnunum um leið nær ó- sigrandi erfiðleikum. Á börn í eldri deild barnaskólans er lagt eins mikið og frekast verður varið, en í framhaldsskólum verður námskröfunni ekki fullnægt nema með afarlöngum vinnudegi, svo að úr verður þrotlaust strit fyrir sam- vizkusama unglinga. Námskröfur íslenzkra skóla svara til 10 mánaða skóla með öðrum þjóðum. Af þeirri ástæðu einni er sú nauðsyn löngu orðin aðkallandi að lengja skólaárið upp t Foreldrum og öðrum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vanda- málnm er þeir kunna að striða vlð. Höfundur þáttarins mun leitast við að leysa vandræði allra er til hans leita. Öll bréf sem þættiniun eru send skulu stiluð til Vik- unnar, pósthólf 149. Umslagið merkt: „Foreldraþáttur“. I 10 mánuði. Nemendur hefðu nóg að vinna, þó að námsefni væri í engu aukið. Það myndi rýmkast verulega í skólunum og allar að- stæðu til náms batna. Styttum siunarleyfi barnanna. Sveitadvöl kaupstaðarbarnsins er eins og þverrandi lind. Hún er uppeldisúrræði fortíðarinnar, sem framtiðin mun ekki njóta. Fólki fjölgar sífellt í bæjum og þorpum, en fækkar í sveit að sama skapi. Þetta fylgir heilbrigðri atvinnu- þróun. Þeim börnum hlýtur því stöðugt að fjölga, sem neyðast til að eyða sumarleyfi sínu á göt- unni. Foreldrar ráða ekkert við þennan iðjulausa hóp í 4 mánuði, en börnin venjast á slæpingshátt og agaleysi, sem mörg þeirra eiga erfitt með að venja sig af í skól- anum. Þessi langa iðjuleysistíð barnsins er því ekki áhyggjulaus fyrir foreldrana. Mörg móðir and- varpai' léttar, þegar skólinn opn- ast á ný og barnið fær aftur reglubundið starf. Það myndi því óneitanlega leysa margan vanda, ef við lengdum skólatímann upp í 10 mánuði. Eflaust á þessi hugmynd sína andmælendur. Þeim veitist ekki örðugt að benda á ýmsar hindr- anir og annmarka. En formælend- ur hennar gætu einnig bent á marga kosti, sem lengingu skóla- tímans fylgja, og ekki hefir verið drepið á hér. T. d. myndu þá kenn- arar hafa miklu meira svigrúm en nú er til þess að gera kennsluna lifandi og skemmtilegri. Því fer fjarri að ræna eigi barnið sumr- inu. Raunverulegt sumar er hér aðeins í júlí og ágúst. En júní og september leyfa mikla útivist og útikennslu. Þannig mætti draga úr einhliða bóknámi og beina at- hygli barnanna meir að verklegu námi og að hinum sýnilega og á- þreifanlega raunveruleib a. En foreldrar réðu miklu betur við að skipuleggja 8 vikna sumar- leyfi barnsins á hinum raunveru- legu sumarmánuðum. YIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.