Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 9

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 9
úSg gaut augunum til Claude Dancer, sem starói upp í loftið, vafalaust á nálum.“ „Vilduö þér ekki vera svo vænn. Paquette, að segja okkur hvað hann sagði?“ sagði ég hvetj- andi. „Hann sagði. Vilt þú lika, kunningi ?“ „Ah, og hann miðaði byssunni að yður?“ „Ég geri ráð fyrir þvi?“ ,,l'ófnti byssunni ?“ „Það gat ég ekki vitað.“ „Þér heyrouð öll vitni málssóknarinnar segja það skýrt og skorinort, að hann hefói skotið öll- um skotunum úr byssunni og siðan tekið marg- sinnis í gikkinn, er það ekki?“ „Ja, jú en ég vissi ekki þá, að hún var ekki hlaðin.“ (Slunginn, bansettur lygarinn). Eg leit við, og sá aö Mitch og aðstoðarmaður hans voru að talast við, skælbrosandi. „En, Paquette,“ sagði ég, „þér þekktuð hinn látna mjög vel, ekki satt?“ „Jú.“ „Myndi það vera réttmætt að kalla yður einn af hans nánustu kunningjum?" Hugsandi: „Ja, já.“ „Vissuð þér eftir náin kynni, að hinn látni var afbragðs skytta?" „Mótmæli," þrumaði Dancer. „Engin sjálfs- vörn í þessu máli. Allur vitnisburður sýnir ótví- rætt, að stefndur var árásarmaöurinn. Málinu óviðkomandi.“ Litli maðurinn hafði þann leiða vana að bera mótmæli sín fram eins og hann væri að lesa upp skeyti, fyrirframborgað skeyti. Auk þess hafði hann annan leiðan vana, en hann var sá, að koma með mótmæli, sem sveið ónotalega undan. EFTIR ROBERT TRAVEN „Biegler?11 sagði dómarinn. DÉg var í vanda staddur. Ég vildi sannarlega koma þessarri spurningu um skothæfni að, en ég vildi ekki sýna Dancer hvaða leið ég hafði valið og koma þannig upp um leynivopn mín. „Við álítum, að þessi vitnisburður geti skipt máli, herra dómari,“ sagði ég, „og nokkur vitna málsóknarinnar hafa þegar bent á, að hinn látni hafi verið mjög góð skytta. Við álítum, að þetta geti verið mjög mikið atriði i sambandi við viss atriði málsins. En við erum auðvitað háðir úr- skurði dómarans." Þetta var veik tilraun en tilraun samt. „Mótmælin tekin til greina,“ sagði dómarinn. „Þar til kemur fram tilefni til þess að spyrja slíkra spurninga, get ég ekki leyft þær.“ Gamli umsjónarmaðurinn, Lemon, litill og per- visinn, var fyrsta vitni málsóknarinnar eftir há- degi, og Dancer sá um hann. Með miklu málskrúði fékk hann vitnið til þess að segja réttinum, að hann væri í rauninni um- boðsmaður sýslumannsins, að hann bæri alltaf á sér embættismerkið, og að hann væri vörður i garðinum, þar sem íbúðarvagnarnir voru, og loks hvernig hann hafði vaknað kvöldið, sem Barney var skotinn. „Og hver vakti yður?“ hélt Dancer áfram. „Manion undirforingi." „Til hvers?“ „Hann vildi fá mig til þess að taka sig til fanga. „Hvað sagði hann?“ (Hana — nú var komið að því). „Hann sagði: Viljið þér taka mig, Lemon — Ég skaut Barney Quill." Claude Dancer þagnaði eins og góðum leikara sæmir, til þess að leyfa mönnum að melta þessi orð. „Og hvað var klukkan þá?“ hélt hann áfram. „Stuttu fyrir eitt eftir miðnætti." Þegar að mér var komið, var það mitt fyrsta verk að sýna, að Lemon var ekki á kaupi hjá sýslumanni, að hann bæri aldrei byssu né ein- kennisklæðnað og hefði aldrei handtekið neinn á ævinni; að hann væri ekki, með öðrum orðum, yfirvald, sem undirforinginn hefði átt að snúa sér til, þegar eftir að hann heyrði sögu konu sinn- ar um nauðgunina. Fravihald í nœsta blaði. Vor- og sumar tízkan 1959 (Teiknað af Helen Lee) Fjölbreyttasta úrval allskonar efna, litaðir renni- lásar allar lengdir, flauelsbönd, belti, hnappar og allskonar aðrar smávörur. Tökum að okkur að brodera, plissera, klæða hnappa, gera smellur og hnappagöt, búa til belti, húllsaum, Zig-Zag-saum o. fl. Saumið sjálfar, fáið þannig meiri fatnað og sparið samt. Póstsendum. Skólavörðustíg 12. — Sími 19481. MÁL VERKASÝNING IX kynslóðir amerískrar myndlistar Yfirlitssýning á amerískri myndlist í Listasafni ríkisins við Hringbraut. Opin allan daginn frá kl. 10—10. AÐGANGUR ÓKEYPIS VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.