Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 8

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 8
Augsýnilegt var nú, að minnast varð á nauðg- unina, áður en sækjendur kæmu föstum fótum undir sókn sina. Þegar einn mannanna, sem verið hafði á barnum þegar, Barney var skot- inn, kom upp í vitnastúkuna, spurði ég hann: „Hvernig var hegðun hins látna, áður en hann var skotinn ?“ „Hvernig þá?“ „Virtist hann æstur eða órólegur, virtist hann búast við einhverju" — ég þagnaði um stund — „eða virtist hann glaðlyndur og í essinu sínu?“ Það mátti margt út á þessa spurningu setja, eins og ég vissi vel sjálfur, en ég hætti á það að Dancer sæti á sér vegna forvitni. JÉg virtist ætla að sigra; fyrir aftan mig heyrðist ekkert hljóð. MORÐVEFUR „Hann virtist hinn rólegasti," svaraði vitnið. Ég heyrði Dancer næstum mala af ánægju fyrir aftan mig; hann var vafalaust að hugsa um þetta reiðarslag, sem ég hafði fengið svona skyndi- lega. Hvernig gat maður, sem hafði gerzt sekur um slíkt ódæði sem nauðgun, virzt rólegur og með sjálfum sér? Ég þagði, til þess að láta menn melta þetta, þar til mér fannst tími til þess kominn að vekja Dancer. af sinum ljúfa draumi. Ég talaði ótt. „Svo að ef þér væruð ekki hér í dag til þess að bera vitni í morðmálinu gegn Frederic Manion; mynduð þér með góðri sam- vizku segja hið sama — að Barney Quill hafi verið hinn rólegasti — jafnvel þótt umrætt mál væri málsókn á hendur Barney Quill fyrir nauðg- un t“ Samþykkt vitnisins og mótmælendahróp Dan- cers drunaði fyrir eyrum mér í einum kór. Litli maðurinn var miður sin af reiði, og ég fór að hugsa um, hvernig vesalings skrifarinn myndi fara að því að hripa niður þennan orðaflaum. „Mótmælin tekin til greina," sagði dómarinn á- kveðinn. „Þér hljótið sannarlega að hafa gert yður grein fyrir, Biegler, hversu óviðeigandi spurning yðar var.“ „Ég biðst afsökunar," sagði ég smeðjulega. ,,®g sagv.i þetta í hita leiksins." Þegar ég settist, sá ég, að Parnell glotti út undir cvru. Við höfðum rifizt lengi um það, hvort hyggilegt væri að bera fram þessa spurningu, en Parnell hafoi talið mig á að skjóta henni inn. Með þessu vildi hann sýna fram á það á áhrifa- ríkan hátt, að ef Barney hafði í rauninni nauðgað Laura Manion, hafði hann gert hið eina sem hann gat gert, fyrir utan að hlaupast á brott eða gefa sig fram; sem sagt, horfast í augu við staðreyndirnar og vera við hinu versta búinn. Barney varð að sýnast hinn rólegasti. Ég leit á uppáhaldskviðdómendann minn og sá, að hann horfði á mig. Það blikaði á auga hans, og ég leit snöggt undans það leit út fyrir, að Parnell hefði sigrað enn einu sinni. Að minnsta kosti var nú nauðgunin sækjendum þrándur í götu. Og ég vonaðist einnig til þess að kviðdóm- endur gerðu sér grein fyrir mikilvægi nauðgunar- innar í þessu máli. Þegar réttur var settur næsta morgun, fimmtu- dag, tók ég eftir því, að einum hafði verið bætt við borð Mitch — háum, grönnum, álútum manni, dökkum yfirlitum, með gljáandi, gamaldags svart yfirskegg, skarpleitt andlit, og minnti mig á píanóleikarann, sem hafði komið til æskustöðva minna, þegar ég var smáhnokki. Ég lét strax til skarar skríða, og ávarpaði dómarann. „Málsverjendur hafa tekið eftir því, að þriðji meðlimurinn hefur bætzt við sækjenda- borðið, og er forvitni á að vita nánari deili á honum." „Herra dómari," sagði Claude Dancer og stóð upp, „maðurinn við borð okkar er Dr. W. Harc- ourt Gregory sálfræðingur í máli þessu. Við vor- um í þann veginn að tilkynna komu hans og biðja um leyfi dómarans til þess að hann fengi að sitja við saksóknaraborðið." „Biegler?" sagði dómarinn og ranghvolfdi í sér augunum og stundi þungan, eins og hann segði, „hana nú, þá byrjar það aftur." „Málsverjendur hafa ekkert við það að athuga," sagði ég strax. „Við lýsum yfir ánægju okkar yfir því, að hinn nýi meðlimur er ekki, eins og við óttuðumst, liðsauki við lögfræðingasveitina, sem við eigum þegar við að etja.“ Dr. Gregory gaf frá sér stuttan hlátur, en flýtti sér að taka hönd fyrir munn sér. Claude Dancer starði á mig, og ef eitthvað hefði verið til í því, að hægt sé að drepa með augnaráði einu saman, væri ég ekki til frásagnar. „Viljið þér kalla á næsta vitni yðar, herra sak- sóknari,“ sagði dómarinn og þar með létum við enn til skarar skríða. „Málsóknin vill kalla fram Alphonse Paquette," sagði Mitch, og barþjónninn litli, klæddur í sitt bezta tau, hárið límt niður að þvi er virtist með gæsafitu. Hann gekk fram, vann eiðinn og tók sér sæti í vitnastúkunni. Mitch sá um undirbúningsatriðin án nokkurra skakkafalla — nafn Paquette, stöðu, hvar hann hafði staðið, þegar undirforinginn kom inn. „Sáuð þér, þegar Manion var skotinn?" „Nei." („Lygari," hugsaði ég.) „Heyrðuð þér skotið?" „Já —- ég heyrði sex skot. Eftir annað skotið leit ég við og sá mann beygja sig yfir barinn." „Siðan?" „Nú, þessi maður rétti úr sér og gekk út um dyrnar, nálægt þar sem ég stóð." „Könnuðust þér við hann?" „Eg var ekki viss,“ svaraði vitnið. (Þetta var, hugsaði ég með mér, argasta þvæla; fjöldi manna hafði kannast við umræddan mann þegai- þeir litu á hann af hreinni tilviljun, en „vörðurinn" dyggi kannaðist ekki við hann!) „Hvað gerðuð þér þá?“ spurði Mitch. (Ah, nú kemur. „Vilt þú líka, kunningi?", hugsaði ég). „Eg flýtti mér út á eftir honum." „Þekktuð þér hann, þegar út var komið?" „Já. Hann sneri sér við i áttina að mér, og þá kannaðist ég við hann.“ „Hver var umræddur maður?" „Manion undirforingi." Mitch sneri sér rólega við og leit á Claude Dancer, sem kinkaði lauslega kolli. „Vitnið er yðar, Biegler," sagði Mitch. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Þetta var einmitt vitnið, sem var sterkasta vopnið í höndum sækjandanna— „Vilt þú líka, kunningi?" — sem hefði getað gjöreyðilagt viðbáru okkar um geðveilu. Þeir höfðu spurt hann, þar til kom að þessu, en þá höfðu þeir skyndilega hætt, og látið mig um að spyrja hann. Hvað gekk eigin- lega á? Ef Mitch hefði verið einn um málið, hefði mig ekki grunað eins margt, en Dancer litli. .. En hvar lá hundurinn grafinn? Augnablik! Ah, nú tók að renna upp fyrir mér ljós. Dancer ætlaði nú að koma að mér berskjöld- uðum. Ef þeir létu mig halda áfram að yfirheyra vitnið, þá myndi ég, verjandinn, vafalaust fá vitnið til þess að segja þessa hræðilegu setn- ingu, og þar með myndu orð barþjónsins verða mun áhrifameiri. Og ef mér lánaðist að varast þessa hræðilegu spurningu, gátu sækjendur spurt þjóninn, þegar hann yrði næst yfirheyrður. Þetta var bráðsnjöll gildra hjá Dancer. Ég tók vafalaust eftir henni, vegna þess að ég hafði sjálfur notað þetta bragð margoft áður. Ég reis á fætur og gekk að vitninu. „Töluðuð þér við undirforingjann, þegar þér flýttuð yður út á eftir hinum eins og þér hafið lýst á svo til- komumikinn hátt ? • „Já, ég sagði Manion undirforingi!" „Einmitt og þetta var maðurinn, sem þér báruð vitni um, að hafa ekki kannazt við i fyrstu?" „Ja, já." „Ljósin frá barstofunni hafa ekki getað verið að miklu gagni, þegar þér nefnduð nafn hans, eða hvað?" „Ja, ég gerði ráð fyrir að það væri hann." „Spurning mín Paquette, urðu ljósin að nokkru gagni ?“ „Nei.“ „Einmitt. En það vill svo til, að ýmsir bargest- ir könnuðust við Manion, þótt þeir skeyttu hon- um engu, en þér — sem höfðuð staðið við dyrnar þegar hann kom inn, og einnig þegar hann fór út — þér urðuð að geta yður til um hver maður- inn var?“ „Já.“ („Bölvaður lygarinn!" hugsaði ég.) Undirbúningi var nú lokið, og ég lét til skarar skríða. „Sagði undirforinginn nokkuð?“ „Já.“ 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.