Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 10

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 10
Dönsk dagstofuhúsgögn úr eik, teiknuð af Finn Juhl. Norskt hjónarúm úr eik, framieitt hjá Öst- fold & Bakkestad möbeifabrik. Takið eftir brikinni ofan á fótagaflinum. HIJ8GÖGIVI - EÐA EITTHVAÐ MEIRA Húsgögn hafa fylgt manninum í ómunatíð. Fyrst hafa þessi verk- fœri ef svo má að orði kveða, verið mjög frumstæð og fábrotin. En þar sem maðurinn hafði fegurðarskyn fram yfir aðrar skepnur, fór fljótlega að bera á því, að notagildi þeirra hluta, sem hann hafði í kringum sig var honum ekki nóg. Menn eyddu tíma og lögðu á sig erfiði til að fá listrænt útlit á nytjahluti, enda þótt nytsemi hlut- arins yxi að engu við slíkt. I»essi ástriða kom einungis af innri þörf. Húsgögn hafa á öllum timum endurspeglað hið ríkjandi listform. A Baroktimanum voru þau t. d. mjög útflúruð og íþyngd skrauti, sem nútímamönnum finnst smekklaust. A vorum dögum endurspegla húsgögn Funktionalismann, sem ræður rikjum í húsagerðarlist og húsbúnaði yfirleitt. Aherzla er lögð á hreinar línur og fleti og svo hitt, að eiginleikar efniviðarins fái að njóta sín. Norðurlandaþjóðirnar þykja hafa náð einna beztum árangri í gerð nútíma húsgagna, Islenzk húsgagnagerð hefur verið fremur aftarlega á merinni fram á síðustu ár og Iiggja til þess eðlilegar ástæður. Henni hefur þó stórlega fleygt fram í seinni tið, en samt vantar herzlumuninn hvað útlitið snertir, þegar Norðurlamdamenn og þá sérstaklega Danir eru hafðir í huga. I>að ber þó að hafa í huga að miklir erfiðieikar hafa verið á því hér að afla ýmissa harð- viðartegunda, sem mikið eru notaðar i þessa hiuti. Myndirnar hér á síðunni gefa nokkra hugmynd um húsgagna- framleiðslu frænda okkar á Norðurlöndum, en flest sýnishornin eru þó dönsk. Augljóst er, að áherzla er lögð á gott efni, einfalt form, sem oft minnir nokkuð á nútima höggmyndalist. Þessi húsgögn eru yfirleitt mjög létt í meðförum og hagkvæm í notkun. Þau eru gerð með notagildið fyrir augiun en fullnægja um leið þeirri listrænu kröfu, sem flestir vel menntaðir nútímamenn gera til umhverfisins. Til vinstri: Stóll frá Os Möblefabrik i en. Stóllinn er úr teak, en bak og seta úr yfirdekktu svampgúmíi. MálmhóIIíar á fótunum. Fyrir miðju: Danskur hæginda- stóll frá Jörgensens Möbelfabrik, Bramm- inge, Danmörk. Grindin er úr harðvlð cn stóllinn er að öðru leyti bólstraður með svampgúmmíi. Til vinstri: Spegill, hilla með tveim skúffum og stóll frá Gjövik-möbler i Osló. Einstaklega létt og listrænt að forrn:. Fyrir miðju: Borðstofuskápur frá Bjásta Snickerifabrik í Svíþjóð. Einfaldur að gerð en fallegur. Til hægri: Saumaborð úr teak og basti frá Bjövik-möbler í Osló. Skilveggur í stofu er byggður upp með lausum h Ilum og fjórir skápar settir inní. I hillurnar má raða bókum eða hverskonar listmunum. Slíkur veggur er skemmtileg lausn og gott dæmi um listrænan húsbúnað.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.