Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 3

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 3
Hœttulegar fatahreinsanir. VIKAi Otgefandi: VXKAN H.F. Blaðst jóm: Hilinar A. Kristjánsson (ábm.) Jónas Jónasson Bragi Kristjónsson Ásbjörn Magnússon (auglýsingast jóri) Framkvæmdast jóri: Hilmar A. Kristjánsson Verð í lausasölu kr. 10,00. Áskriftarverð kr. 216,00 fyrir hálft árið. Greiðist fyrir- fram. Ritstjóm og auglýsingar: Tjarnargata 4. Siml 15004, pósthólf 149. Afgreiðsla, dreifing: Blaðadreifing h.f., Miklubraut 15. Simi 15017. Prentað í Steindórsprent h.f. Kápuprentun I Prentsmiðjunni Eddu h.f. Myndamót gerð í Myndamótum h.f., Hverfisgö’tu 50. ekki gefið mér eitthvert ráð ? Með fyrirfram þökk. Óhamingjusöm. SVAR: Steinhœttu að hugsa um þennan mann og gleymdu því ekki,að þú ert sjálf potturinn og pannan í þessu en ekki harnið þitt. Scettu þig við það, að það var ekki rétti maðurinn, sem þú hittir í þetta skipti. —O— Prentvillupúkinn Kæra Vika! Ósköp ertu illa prófarkalesin. Ertu svona fá- tæk að þú getir ekki fengið alminnilegan hrein- gerningarmann til þess að pússa og skrúbba fjár- ans ekkisens prentvillupúkann ? Annars sá ég það i síðasta pósti, (hvur var allur útbíaður af feitum og svörtum púkum) að þú ert að fá nýjan ritstjóra og óska ég þér til lukku með það. Bless- uð hættu nú að birta þessar vitlausu stjömuspá- dómakerlingabækur. Konan min á von á barni (börnum) og hún þýkist hafa lesið það út úr Vikustjörnuspádómi, að það verði þriburar, (og ég er pikkandi nervös, en segðu engum það) Annars í alvöru að tala, hver er þessi nýi rit- stjóri ? SVAR: Skammastu þln ekki maður að vera svona forvitinn, en ef þú vilt fá að vita það, lestu þá stjömuspádómana. —O— U [ :;! ■ Frímerki. Kæri Póstur! Væri ekki hægt að koma því svoleiðis fyrir að hægt væri að fá frímerki keypt í bókabúum, sér- staklega í úthverfum? Það er svo erfitt að þurfa alltaf að fara niður í miðbæ til þess að geta póst- lagt bréf (fengið fyrst frímerki). Othverfingur SVAR: Keyptu fleiri frimerki, þegar þú ferð í bœinn. —O— Kurteisi og Ameríkanar. Kæra Vika. Það er alltaf verið að hneykslast á íslenzkum stelpum, þegar þær eru með könum. Eg verð að vikurkenna það, að sumar stelpur eru lauslátar og eru bara með þeim til þess að láta þá ,,splæsa“ á sig og skemmta sér með þeim eins og það er stundum sagt. Fyrir dálitlu síðan kynntist ég strák, sem er á Keflavíkurflugvelli í varnarliðinu þar. Nú svo, þegar ég kom með hann heim, ætlaði pabbi alveg að ganga af göflunum og kallaði mig öllum illum nöfnum og hundskammaði strák- greyið á sinni bjöguðu og asnalegu ensku. Hann varð steinhissa, en kvaddi eins og sjentilmaður og fró. Svo rifumst við pabbi auðvitað, og ég sagði honum, að hann gæti sjálfur verið dóni, því að við hefðum ábyggilega ekki ætlað að gera neitt ljótt. Eg sé mikið eftir að hafa verið að rífa þetta kjaft við pabba, en þó finnst mér, að hann hafi átt þetta skilið. Hvað finnst þér Vika mín? Við erum saman í laumi strákurinn og ég og við er- um hrifin hvort af öðru og ætlum að gifta okkur. Þó er ég dálítið hrædd, hvað finnst þér að við ættum að gera? 18 ára. SVAB; Vitaskuld hefðir þú ekki átt að standa uppi í hárinu á föður þínum. Mundu það að eitt af því, sem þú taldir stráknum þínum til hróss var það, að hann vœri kurteis og það er aldrei kurteisi að standa uppi í hárinu á föður sínum. Hvað giftungunni viðkemur er erfitt að gefa ráð. Ef þiö eruð hrifin hvort af öðru, virðist fátt vera því til fyrirstöðu, að þið giftið ylckur, en þó í, guðana bœnum, farðu hægt í sakirnar og mundu, að þú ert aðeins 18 ára, og þetta er mikilvœgt spor, sem þú ert að stíga. Reyndu að tála við foreldra þína um þetta. Kæra Vika! Ljótt er ástandið hérna í bænum með fata- hreinsanirnar margar hverjar. Eg fór með frakka mannsins míns í fatahreinsun, sem ekki er langt frá „Síld og fisk"-verzlun, sem ég verzla gjarn- an við. Ég spurði stúlkuna, hvort ég þyrfti ekki að taka tölurnar af frakkanum, en hún sagði, að það væri alveg óþarfi. Þegar ég svo sótti frakk- ann á tilsettum tíma, þá voru allar tölurnar ó- nýtar á frakkanum og blettir á honum, sem ekki var hægt að ná úr. Ég fékk að tala við foráða- mann þessarar aumu stofnunar, en hann hrissti bara hausinn og tautaði í sífellu, við tökum enga ábyrgð, við tökum enga ábyrgð, við tökum enga ábyrgð. Þar sem þetta var það eina, sem ég gat fengið upp úr mannveslingnum, fór ég burt í fússi, og bæði öskureið. Sættumst við á það, mað- urinn minn og ég, að koma aldrei þarna inn aftur og við það munum við bæði standa. SVAfi; Ég trúi því vel. Eg var einmitt að ræða við einn vin minn um daginn, yfir kaffibolla, um allsky^is svik, og hann kom með þá uppástungu að svona fólk yrði assskellt á Lœkjartorgi. —O— Garðrœkt. Blessuð Vika mín góð heldurðu nú ekki, að þú vildir brýna fyrir foreldrum að banna börnum að skemma garða og leika sér í annara manna görðum. 1 fyrra eyðilögðu börn nefnilega garð- inn hérna hjá okkur, snemma vors og hann bar ekki sitt barr eftir það. Húsmóðir. Við komum þessu hér með á framfœri bœði við foreldra og böm. —O— Leynivínsalar Kæri Póstur! Mikið djöfuls plága er þessi sprúttsala leyni- vinsalanna. Það segir mér það piltur, sem ég kannast við og er bezta skinn, og lýgur ekki mikið, að hægt sé að fá vin allt frá ákavítis- óþvera og upp i koníak, allar stundir sólar- hringsins. Margt hefur verið skrifað um drykkju- ómenningu Islendinga og allflestir dregið enga dul á, aö þar erum við hreinustu skithælar eins og bóndinn sagði um smalann, sem missti á í pytt. Og það þarf enga rithöfunda eða önnur tild- umenni með vandlætingasvip til þess að laga þetta. Eg, gömul kerling orðin, ofan úr sveit, get lagt lausnina á borðið, að mér heilli og lifandi. Ef við göngum jafn vel fram á móti sprútt- sölunum og landhelgisbrjótunum, þá mun okkur takast að brjóta þá á bak aftur og láta þá liggja afvelta, akfeita og úrkynjaða inni í bjúikkbilun- um sínum. Stattu þig nú Vika mín og birtu þetta bréf. Aðflutt. Ekki skulum við liggja á liði okkar til þess að upprœta sprúttsöluna. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.