Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 14
Þegar Hogan rændi banka Klukkan fjórar og hálfa mínútu yfir níu laug- ardaginn fyrir verkalýðsdaginn árið 1955 rændi Hogan banka. Hann var fjörutíu og tveggja ára, kvæntur og tveggja barna faðir. Börnin hétu John og Johan og voru tólf og þrettán ára að aldri. Skirnarnafn frú Hogan var Joan og Hogans var Johan, en þar sem þau kölluðu sig ætíð mamma og pabbi varð enginn ruglingur á nafn- giftum þeirra og barnanna, sem álitin voru gáfuð og dugleg eftir aldri og höfðu bæði hlaupið yfir bekk í skólanum. Hoganfjölskyldan bjó í húsinu númer 215 við East Maple-götu, sem var brún- leitt timburhús með hvítri rönd ■— húsin eru reyndar tvö af sömu gerð. Númer 215 er húsið beint á móti götuljósinu og það er húsið með stóra trénu í garðinum, sem er annaðhvort úr eik eða álmi — en sem sagt stærsta tréð í göt- unni og jafnvel í öllum bænum. Það hlýtur að vera stórt tré. John og Joan voru ennþá í rúminu, þegar rán- ið fór fram, af því að það var laugardagur. Klukkan tiu minútur yfir níu fékk frú Hogan sér tebolla eins og hún var vön. Hogan fór snemma í vinnuna. Frú Hogan drakk teið sitt hægt, það var mjög heitt, og las framtíð sína í telaufunum. Það var ský og stór stjarna með tveimur litlum blettum í botninum á bollanum, en þá var klukkan orðin tólf mínútur yfir níu og ránið löngu afstaðið. Það er einkar fróðlegt að athuga, hvernig Hogan fór að því að ræna banka. Hann hugsaði mikið um það og gaf sér nægan tíma, en ekki ræddi hann um það við neinn. Hann las aðeins dag- blaðið sitt og ráðgaðist við sjálfan sig. Eftir miklar bollaleggingar komst hann að þeirri nið- urstöðu, að fólk hefði alltof mikið fyrir því að ræna banka, og þess vegna kæmist það í kland- ur. Því einfaldara, þeim mun betra, hugsaði hann alltaf. Fólk væri of slóttugt og hefði of mikinn viðbúnað, svo maður tali nú ekki um allan gaura- ganginn, sem þessu var samfara. Ef maður tæki þessu rólega, sleppti öllu brambolti, myndi banka- rán vera tiltölulega heilbrigð áhætta -—• nema náttúrlega ófyrirsjáanleg óheppni eða slys kæmi til, en slíkt gat nú jafnvel komið fyrir mann gangandi á götu eða hvar sem var. tJr því að aðferð Hogans reyndist svona ágætlega, sann- aði hún, að hann hafði reiknað rétt. Hann var stundum að hugsa um að rita dálítinn pésa um aðferð sína, þegar „hvernig á að . . .“ vitleysa var í tízku. Hann bjó til fyrstu setninguna, sem hljóðaði svo: „Til þess að ræna banka með góð- um árangri, ber að sleppa öllum gauragangi." Hogan var ekki bara afgreiðslumaður í ný- lenduvöruverzlun Fettuccis. Hann var eiginlega fremur verzlunarstjóri. Hogan var yfirmaður og jafnvel réð eða rak sendisveininn, sem fór með nýlenduvörurnar eftir skólatima. Hann pantaði jafnvel hjá sölumönnunum jafnvel þótt Fettucci væri líka i búðinni, t. d. að tala við einhvem við- skiptavinanna. „Þú skalt gera það, John,“ myndi hann segja og kinka kolli til þess, er hann var að tala við, „John þekkir þetta allt. Hann hefur verið hjá mér — hversu lengi hefirðu verið hjá mér, John?“ „Sextán ár.“ „Sextán ár. Hann þekkir starfið alveg eins vel og ég. Hann John setur jafnvel peningana í bankann fyrir mig.“ Vissulega gerði hann það. Hvenær, sem hann hafði tima til, fór Hogan inn í vörugeymsluna fyrir innan, leysti af sér svuntuna, setti upp háls- bindi, fór í jakka og gekk aftur í gegnum búðina að peningakassanum. Þar lágu ávísanirnar og peningarnir tilbúnir fyrir hann inni í bankabók með teygju utan um. Síðan fór hann í næsta hús, að gatinu hjá gjaldkeranum, rétti Cup ávísanirn- ar og bankabókina og spjallaði einnig ofurlítið vi j hann. Svo fékk hann bankabókina aftur, at- hugaði innstæðudálkinn, setti teygjuna utan um hana og hélt aftur inn í búðina og setti banka- bókina i peningakassann, hélt áfram inn í geymsl- una, tók af sér hálsbindið og jakkann, setti upp Hogan gekk hratt og hljóðlega I kring- um afgreiðsluborðið og inn til gjaldker- ans. Haim hélt á marghleypunni í hægri hendinni. Will Cup sneri sér við og sá hana. Hann stirðnaði upp. Hogan setti fót- inn undir tippið á öryggisbjöllunni og benti Will Cup að leggjast á gólfið. W!ill gerði það strax. Þá opnaði Hogan peningaskúff- una og með tveimur snöggum handahreyf- ingum tók hann alla stóru seðlana. svuntuna og sneri svo aftur inn í búðina tilbúinn að afgreiða. Væri engin biðröð við gatið hjá gjaldkeranum tók þetta allt ekki nema fimm mínútur, jafnvel þótt hann tefði dálítið og spjall- aði við Cup. Hogan var maður eftirtektarsamur og það kom honum vel, er hann þurfti að fremja bankarán. Til dæmis hafði hann tekið eftir því, að stóru seðlarnir voru alltaf geymdir hægra megin í skúffunni hjá gjaldkeranum og einnig hvaða daga mest kæmi inn af peningum. Fimmtudagar voru útborgunardagar hjá niðursuðuverksmiðj- unni og þessvegna var meiri peninga að vænta þá en venjulega. Stundum tók fólk út nokkurt fé á föstudögum til þess að nota yfir helgina. En það var sem sagt ekki svo ýkja mikill munur á fimmtudags-, föstudags- og laugardagsmorgnum. Þó voru laugardagar eiginlega síztir, af. þvi að fólk fór ekki að ná sér í fé svo snemma að morgni dags, og bankanum yrði lokað á hádegi. En hann hugsaði sig vandlega um og komst að þeirri nið- eftir John urstöðu, að laugardagur fyrir langa helgi að sumri til myndi heppilegasti dagurinn. Fólk færi í ferðalög og frí, ættingjar kæmu í heimsóknir og þar fram eftir götunum og bankinn yrði lok- aður á mánudegi. Já, hann hugsaði og hugsaði og komst að raun um, að laugardagurinn fyrir verkalýðsdaginn væri heppilegur að því leyti, að þá væri allt að helmingi meira í kassanum en venjulega — það sá hann, er Cup dró skúffuna út. Hogan hugsaði um þetta allt árið, náttúrlega ekki alltaf, en þegar hann hafði tíma tM. Árið var líka mjög annasamt. Það var árið sem John og Joan fengu hettusóttina og frú Hogan lét draga úr sér allar tennurnar og fékk sér falskar. Það var árið, þegar Hogan var formaður skógarhúss- nefndar. Það var mikið og erfitt starf. Larry Shield dó þetta sama ár — hann var bróðir frú Hogan og var jarðarför hans gerð frá húsi Hog- anhjónanna við East Maple-götu. Larry var pip- arsveinn og bjó í herbergi í Pine Three húsinu og hann lék billiard næstum á hverju kvöldi. Hann vann í Silver-veitingahúsinu, en þar var lokað klukkan níu og þá fór Larry að leika billiard og lék venjulega í klukkutíma. Það var þess vegna, sem allir urðu hissa, að hann lét eftir sig tólf hundruð dollara, er jarðafararkostnaðurinn hafði verið greiddur. Og það þótti jafnvel enn furðu- legra, að hann arfleiddi frú Hogan að þessum peningum og öðrum eignum, nema tvíhleypuna sína ánafnaði hann John Hogan yngra. Hogan þótti vænt um það, enda þótt hann væri enginn veiðimaður sjálfur. Hann setti byssuna innst í skápinn í baðherberginu, þar sem hann geymdi ýmsa muni slna, til þess að láta unga John ekki ná í hana. Hann vildi ekki láta krakkana vera að fikta við byssuna og hann keypti aldrei nein skot. Nokkurn hluta af þessum tólf hundruð doll- urum notaði frú Hogan til að borga með fölskú tennurnar. Einnig keypti hún reiðhjól handa John og brúðuvagn og brúðu, sem bæði talaði og gekk ,handa Joan. Með brúðunni fylgdu þrír kjól- ar, dálítil ferðataska og snyrtiáhöld. Hogan hélt, að þetta myndi spilla krökkunum, en svo reynd- ist ekki. Þau fengu alveg jafn góðar einkunnir í skólanum og John fékk sér vinnu við blaðaút- burð. Já, þetta var merkilegt ár. Bæði John og Joan langaði til að taka þátt í samkeppni W. R. Hearst, „Landið mitt“, en Hogan fannst það vera heldur mikið fyrir þau. Að lokum féllst hann þó á það, af því að þau lofuðu að draga það til sumarsins. Enginn varð var við neina breytingu í fari Hogans þetta ár. Reyndar var hann að hugsa um að ræna bankann, en aðeins á kvöldin, þegar ekki var fundur í skógarhússnefnd eða einhver almennileg kvikmynd, svo að hugmyndin náði engum heljartökum á honum og fólk tók ekki eftir neinum breytingum. Hann hafði þrauthugsað öll smáatriði, og þess vegna var hann hvorki óundirbúinn né óstyrkur á taugum. Sumarið var mjög heitt og heitu dag- arnir fleiri en venjulega. Á laugardag hafði ver- ið óskaplegur hiti i tvær vikur stanzlaust og fólk var almennt orðið slæpt og þreytt og flýtti sér út úr bænum, enda þótt hitinn væri alveg eins mikill uppi í sveit. Fólk hugsaði ekki út í það. Börnin voru öll í uppnámi vegna þess, að brátt yrðu birt úrslitin í ritgerðasamkeppninni og fyrstu verðlaun voru tveggja daga ferðalag til Washing- ton, allt frítt — hótelherbergi, þrjár máltíðir á dag og akstur um borgina í glæsilegri bifreið — ekki aðeins fyrir þann sem sigraði heldur einnig fyrir ferðafélaga; svo yrði farið í Hvíta húsið — forsetanum heilsað — og allt hvað eina. Hogan fannst þau gera sér of miklar vonir og vakti athygli á því. „Þið verðið að vera undir það búin að tapa,“ sagði hann við börn sín. „Líklega hafa þúsundir barna einnig tekið þátt í þessu. Ef þið gerið ykk- ur of miklar vonir, verða vonbrigðin meiri en ella. Ég vil ekki sjá neinn raunasvip á andlitum ykkar, er samkeppninni er lokið." Steinbeck „Ég var á móti þessu frá upphafi," sagði hann við frú Hogan. Það var sama morguninn og hún sá Washington minnismerkið í tebollanum sínum, en hún sagði engum frá því nema Ruth Tyler, konu Bob Tyler. Ruthie kom til hennar með spilin sín og fór að spá í þau í eldhúsinu hjá frú Hogan, en hún fann enga ferð. Hún sagði frú Hogan reyndar, að spilin hefðu nú ekki allaf rétt fyrir sér. Hún las úr spilunum, að frú Winkle ætlaði 1 ferðalag til Evrópu og einni viku síðar festist fiskbein í hálsinum á frú Winkle og hún kafnaði. Ruthie furðaði sig á því, hvort eitthveiít sam- band gæti verið á milli fiskbeinsins og sjóferðar- innar til Evrópu. „Maður verður að túlka þau rétt.“ Ruthie sagði einnig, að hún sæi peninga streyma til Hoganfjölskyldunnar. „Æ, ég er nú búin að fá þá frá vesalings Larry,“ sagði frú Hogan mæðulega. „Ég hlýt að hafa ruglað framtíðarspilunum saman við fortiðarspilin," sagði Ruthie. „Maður verður að túlka þau rétt.“ Laugardagurinn rann upp með þrumuveðri. Fyrstu veðurfréttir í útvarpinu um morguninn hljóðuð svo: „Áframhaldandi hiti og rakt loft, smáskúrir á sunnudagskvöld og mánudag." Frú Hogan sagði: „Ég er svo aldeilis hissa! Kominn verkalýðsdagur." „Já, við vorum heppinn að hafa ekki gert neinar áætlanir," sagði Hogan, lauk við eggið sitt og þerraði diskinn sinn með brauðsneiðinni, sem hann var að borða. „Setti ég kaffi á listann ?“ sagði frú Hogan. Hann tók miðann upp úr vasa sínum og leit á hann. „Jú, þú gerðir það.“ „Einhvern veginn datt mér í hug, að ég hefði gleymt því, sagði frú Hogan. „Við Ruth ætlum á kvenfélagsfund síðdegis. Hann verður hjá frú Alfred Drake. Þú veitzt, að þau eru nýflutt í bæinn. Ég hlakka svo mikið til að sjá húsgögnin þeirra." „Þau verzla við okkur,“ sagði Hogan. „Þau opnuðu reikning í síðustu viku. Eru mjólkur- fiöskurnar tilbúnar ? “ „Þær eru frammi í gangi.“ Sakamálasaga 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.