Vikan


Vikan - 21.05.1959, Page 25

Vikan - 21.05.1959, Page 25
ef til vill tuttugu og eins eða tveggja, a. m. k. sex fet á hæð og eitt hundr- að kíló að þyngd. EG geng yfir götuna og kíki dá- lítið betur á hann. Ég sá strax, að hann er ekki þaðan úr bæn- um, af því að hann gengur með slitna derhúfu og er með kaðal utan um sig og trúnaðartraustið skein úr augum hans. Hann stendur og gónir á anddyrið á sjúkrahúsinu, og er ég hef litið dálítið betur á hann, geng ég til hans og gef mig á tal við hann. „Ungi maður,“ spyr ég kurteis- lega, „hvað eruð þér að gera hér?“ „Ég stend hér og er að biða eftir unnustu minni, ungfrú Babs Koogle. Hún er hjúkrunarkona þarna inni,“ segir hann. „Hún hefur fallegt nafn, unnustan þín,“ segi ég. „Hún er lika alveg dásamleg stúlka," segir hann. „Hún er úr heimabæ mínum, Pottsville í Louis- iana og við höfum þekkst frá því að við vorum börn. Við ætlum að gifta okku strax og mér hefur tekist að næla mér í tvö hundruð dollara. „Það er ágæt hugmynd," segi ég. „Þegar maður er ástfanginn, á mað- ur að gifta sig. Hvað heitið þér ann- ars og hvað gerið þér?“ „Ég heiti Cashwell Fish og ég er þjónn í kaffihúsi, þegar ég hef eitt- hvað að gera. En ég hefi hugsað mér að setja upp matsölustað heima í Pottsville," segir hann. „Ég vil vinna mér inn peninga." „Ungi maður," segi ég, „þér eruð ekki þjónn lengur. Nú eruð þér hnefaleikakappi, og þér heitið Louisiana-hlébarðinn, af því að eitt- hvað af villidýrinu hlýtur að vera í yður.“ Cashwell verður talsvert órólegur við þetta og fer að ganga niður göt- una, en ég geng samsíða honum og segi honum, að hann geti unnið sér inn tvö hundruð dollara með því einu, að láta Chester Nubbs dangla svo- lítið i sig í hringnum og þá skuli hann vera rólegur í einar litlar tíu sekúndur. Ég segi honum auðvitað ekki, að Chester muni að öllum lík- indum gefa honum einu sinni hraust- lega á hann til þess að vera viss um, að í fysta lagi hafi hann aldrei fengist neitt við hnefaleik og í öðru lagi sé hann á þeirri skoðun, að hnefaleikar séu ljót og mannskemm- andi íþrótt, en að lokum segi ég honum, að hann geti ef til vill unnið sér inn tvö hundruð og fimmtíu doll- ara, ef hann vilji gera þetta, og þá fór hann að hafa áhuga á þessu. Það kæmi honum einkar vel að vinna sér inn slíka upphæð, segir hann, en svo kemur hik á hann aftur, af því að unnustu hans muni áreiðanlega vera meinilla við þetta. Ég læt hann svo hringja til sjúkra- semi, að engin lög séu fyrir þvi, að hann þurfi að segja unnustu sinni frá þessu og ég espa hann með því, að unnusta hans verði stórhrifin, er hann sýni henni peningana á eftir og svo segir Chashwell, að hann sjái, að þetta sé ágætis hugmynd, og að síðustu fæ ég talið hann á að verða Louisiana-hlébarðinn. SJÖTTA daginn, sem við vorum þarna útfrá, kemur mnboðs- maður Chesters, Jack Keegan, tii þess að líta á Louisiana-hlébarð- ann og er hann mjög ánægður með hann, og þá segir Jack mér, að Chester fáist eklci til að æfa eina einustu minútu fyrir leikinn. „Hann er ástfanginn," segir Jack, „og hann vill kvænast, og þetta er allt saman þér að kenna." „Mér að kenna," segi ég. „Hvað áttu við?“ „Af því að þú komst með Pigs- foot hingað með botnlangabólguna. Chester fer á sjúkahúsið á hverjum degi og situr í einn klukkutíma hjá honum og þar hittir hann stúlkuna, sem heitir Babs Koogle. Hún er hjúkrunarkona Pigsfoots. Það er hún, sem hann er ástfanginn af og vill kvænast." „Koogle," segi ég við Keegan. „Uss, uss talaðu ekki svona hátt! Hún er nefnilega gleym-mér-ei Louis- iana-hlébarðans,“ segi ég, „ef hlé- barðinn kemst á snoðir um þetta, þá höfum við, sjáðu til, engan hlébarða lengur. Er ungfrú Koogle einnig ást- fangin af Chester?" „Ég geri ráð fyrir því,“ segir Keegan. „Mér þætti gaman að sjá framan í þá telpu, sem getur staðist jafn glæsilegan náunga og Chester, sem brátt á að verða heimsmeistari. Ég vona, að Chester viti ekkert um, að það er keppinautur hans í ástum, sem hann á að berjast við, þvi að þá lemur hann hlébarðann sundur og saman og ég vil helzt ekki hafa morð á samvizkunni. Þetta er þokkalegt allt saman." Já, þetta voru ljótu vandræðin. Það var þannig, að ég þurfti að skreppa í bæinn og inn í sjúkrahús- ið, til þess að sjá hvernig Pigsfoot hefði það, hvernig allt gekk til. Hann hafði þá þegar fengið leyfi að fara á fætur og ég hitti hann, þar sem hann var að spjalla við hjúkrunar- konu — ekki ungfrú Koogle — held- ur einhverja aðra, sem var næstum því jafn yndisleg. „Þetta er ungfrú Kitty Kronin," segir Pigsfoot. „Hún er vinkona ung- frú Koogle. Reglulega falleg stúlka.' Það gat ég séð sjálfur. Það hefði Pigsfoot ekki þurft að segja mér, en ég bað ungfrú Kronin að lofa okkur að vera einum um stund á meðan ég talaði við Pigsfoot og þá spurði ég hann, hvort nokkuð væri á milli Chester Nubbs og ungfrú Babs Koogle. „Það er svo sem ekki hægt að álasa Chester fyrir það,“ segir Pigsfoot. „Ungfrú Koogle er falleg stúlka. Hún er ekki fyrir mig, en lagleg er hún. En heyrðu nú, hver er þessi Louisi- ana-hlébarði, sem ég heyri að eigi að berjast i minn stað gegn Chester? Er það einhver, sem ég þekki?" Er ungfrú Koogle ástfanginn af Chester?" spyr ég án þess að virða hann svars. „Það er ekki gott að segja," svar- ar Pigsfoot. „Chester er heillandi maður, einkum er hann gefur á hann með vinstri hendinni. Það getur eng- ir. stúlka staðist. Persónulega er ég glaður yfir, að það skuli ekki vera ég, sem á að slást við Chester, af þvi að þetta kvöld mun hann rota ógurlega með vinstri hendinni til þess að ganga í augun á ungfrú Koogle. En hef- urðu tekið eftir ungfrú Kronin? Það er nú kvenmaður í lagi!" Og satt að segja hafði ég aldeilis tckið eftir því og er náungi í hvít- um einkennisbúning kom inn og sagði, að Pigsfoot ætti að leggjast fyrir og hvila sig, komum við ungfrú Kronin okkur saman um stefnumót, og snæddum við miðdegisverð sam- an, og mér fannst hún svo yndisleg, að ég gleymdi hér um bil að snúa aftur til Cashwells. Mér þótti að sjálfsögðu gott að heyra, að ungfrú Koogle ætlaði að horfa á kappleikinn, því að ég sá í hendi mér, að það gæti leitt til vand- ræða, en ég hugsa sem svo: Koma t-ímar, koma ráð, og ég held áfram að þjálfa Cashwell. Ég lagði við hlustirnar og upp- götvaði strax, að þetta væri alltof dýrt og þá þegar hafði ég lagt gíf- urlegt fé í þetta fyrirtæki. Ég náði mér í joðflösku í staðinn og smurði heilu lagi af joði yfir allan líkama hans og hætti ekki fyrr en hann gljáði eins og eirstytta. En líklega hef ég borið nokkuð mikið af joði á hann, af því að Cashwell fór að kvarta undan því, að það brenndi sig, já, það var hræðilegt, og síðan æpti hann af kvölum og kallaði mig öllum illum nöfnum, sem ég alls ekki bjóst við, að þeir í Pottsville þekktu, og þá var ekki annað að gera fyrir mig en ráðast á hann og með sápu og bursta til þess að ná joðinu af.' En það er sama hve mikið ég bursta og skrúbba, mér er lífsins ómögulegt að ná öllu af, og árangur- inn er sá, að Cashwell stendur loks með brúnar skellur út um allan lík- amann. En þá er verkurinn horfinn og Cashwell segir, að sér sé alveg sama, hvernig hann líti út. Svo líður að kvöldi hins mikla dags og er ég hitti Cashwell, eru á- horfendapallarnir alveg fullir og fólk snýr frá þúsundum saman, af því að mislingum 20 ekki er nóg rúm fyrir allan fjöldann. STRAX eftir að ég hef fylgt Chash- well niður í búningsherbergið, fer ég upp aftur og leita að ungfrú Babs Koogle og viti menn, þarna sat hún í þriðju röð. Ég geng til hennar, sezt á stólkoll við hliðina á henni og segi við hana: „Heyrið þér, ungfrú." segi ég, „nú megið þér ekki láta andstæðing Chester Nubbs koma yður svo mjög á óvart, og þér megið engin læti eða hávaða hafa í frammi — þvi að það er enginn annar en Cashwell Fish.“ „Cashwell Fish er uppi í Pocono- fjöllunum," segir ungfrú Koogle. „Nei, hann er hérna niðri í bún- ingsherberginu," segi ég. „Eftir dá- litla stund sjáið þér hann þarna í hringnum sem Louisiana-hlébarðann, og skelfist ekki yfir útliti hans. Hann er með nokkra bletti á kroppnum, þar sem ég ekki gat náð joðinu af, en það er allt í lagi. Hann er heil- brigður og hraustur, og ekkert mun koma fyrir hann.“ „Hvers vegna hafið þér klínt á hann joði“ ? Ég útskýrði fyrir henni, hvernig ég hefði reynt að brúna hann og einnig, að i kvöld myndi hann vinna sér inn tvö hundruð og fimmtíu doll- ara til þess að þau gætu gifzt, en ungfrú Koogle er ekki við mælandi og loks segir hún: „Já, en Chester drepur hann. Hann sagði við mig seinnipartinn í dag, að hann ætlaði að berja andstæðing sinn mikið og illa til þess að sýna mér, hve góður hann sé. Ég hafði náttúr- lega ekki minnstu hugmynd um, að það var Cashwell og ég vil ekki láta rota hann,“ segir hún. „Ég verð að ná í Chester og segja, að hann megi ekki fremja rnorð." „Elskan mín,“ segi ég. „Það er það langversta, sem þér gætuð gei’t, ef þér viljið hjálpa Caswhell. Þegar Chester segir, að hann ætli að drepa einhvei-n, segir hann það bara að gamni sínu. En ef Chester heldur, að þér hafið einhvern áhuga á Cashwell, verður hann óður, því að ég veit, að Chester er ástfanginn af yðui', og hann er ekki sá maður, sem lætur keppinautinn sleppa lifandi." Ungfrú Babs Koogle fer að gráta, en ég klappa henni á öxlina og segi við hana: „Kæra ungfrú," segi ég, ,-,þér skuluð bara láta bardagann hafa sinn gang. Cashwell mun ekki fá svo mikið sem blóðnasir, ef honum aðeins heppnast að detta fyrr en Chester getur slegið og það getið þér verið vissar um. Viljið þér nú ekki lofa mér að hafa hægt um yður? Mér leiðast læti.“ Hún lítur á mig með tárin í aug- unum og kinkar kolli, og ég flýti mér niður í búningsherbergið til Cashwells og fer með hann upp í hringinn í baðkápu og set hann á stól- inn í horninu, og ég er alveg stein- hissa á, hve rólegur hann er. Hann situr þai’na með yfirlætissvip og lít- ur í kringum sig. Ég hugsa um, hvað hann muni segja, er hann kemur auga á Babs Koogle, en hann virðist ekki hafa uppgötvað nærveru hennar og svo kemur Chester Nubbs eftir gangin- um og honum er fagnað með geysi- legu lófataki. „Jæja, dengur minn," segi ég við Cashwell, „eftir nokkrar mínútur hefst það og þá verðið þér að standa á eigin fótum. Gangið aðeins fram með hendurnar upp, svona, eins og ég hef sýnt yður og er þér finnið, að þér hafið fengið högg, látið yður falla og liggið kyrr, þangað til ég kem og hjálpa yður á fætur." „Spider McCoy,“ segir þá Cashwell við mig, „ég hef i hyggju að gefa Chester Nubbs duglega ráðningu. Ég ætla að verjast eftir beztu getu. Ég ætla ekki að sýnast huglaus í augsýn Uvendis eins og ungfrú Babs Koogle.“ „Einmitt það,“ segi ég. „Þér hafið þá séð hana?“ „Já,“ segir Cashwell. „Ég fór að hugsa dálítið um þetta allt saman daginn sem Jack Keegan sagði yður, að Chester Nubbs væri ástfanginn af henni og vildi kvænast henni og núna fyrir lítilli stundu sá ég, að hún er einnig ástfangin af honum. Ég sá hana stinga að honum bréfi, er hann gekk framhjá henni í gangin- um. Ég er viss um, að það var ást- arbréf, af því að mér hefir hún ekki gefið neitt bi’éf. En ég skal hefna mín á honum, ég skal!“ „Heyi’ið þér, Cashwell," segi ég,“ þegar þér eruð orðinn jafn gamall mér, mun yður hafa skilist, að allar konur eru undirförular og engin þeiri-a er þess virði að láta slá sig í rot.“ En Cashwell hristir bara höfuðið og svo er ekki tími til frekari um- ræðna, því að dómarinn kallar Chest- er og Cashwell inn í miðjan hringinn til þess að gefa þeim fyrirskipanir, og ég fylgi Cashwell þangað. Ég tek baðkápuna af honum og hann stendur þarna baðaður ljósum með brúnu blettina út um allan kroppinn og lítur allskuggalega út. Fólk heldur, að vegna þessara bletta sé hann kallaður Louisiana-hlébarð- inn, og nokkrir byrja að hlæja og gera grín að þessu. EN þegar bjöllunni var hringt og Cashwell dansar fram hring- inn, hugrakkur sem ljón, sé ég mér til mikillar undi’unar, að Chester læðist meðfram köðlunum í hringnum og heldur sig í sem allra mestri fjai’lægð frá Cashwell í stað þess að ganga fram og gefa honum einn hressilegan í magann eins og allir búast við. Næst sé ég, að Cash- well hleypur á eftir Chester, en Chester hleypur undan eins og skelk- uð kanína. Hann lætur Cashwell aldrei komast nálægt sér. Ég veit ekki, hvað ég á að hugsa eða halda, en áhorfendur héldu bersýnilega, að Chester væri að sýna, hvei’nig bæri að halda andstæðingnum frá sér, að minnsta kosti er honum óspart klapp- að lof í lófa. Jack Keegan var einnig alveg ruglaður, er Chester heldur áfram uppteknum hætti i hverri lotunni á fætur annarri. Svona gengur þetta sex lotur í röð og ekki tekst að koma Framhald á bls. 26. Hann hafði beyg af FRAMHALD AF BL5 VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.