Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 22

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 22
Hafið ekki hátt um galla yðar Nýlega hitti ég í samkvæmi reglulega laglega unga stúlku, sem gædd var miklum yndisþokka. Einn kunningja minna, sem hefur auglýsinga- starfsemi að atvinnu sinni, fór að tala við hana og hrósaði henni fyrir útlit og fagrar hreyfingar. Er þau höfðu staðið þarna og spjallað um stund, spurði hann hana, hvort hún gæti ekki hugsað sér að gerast Ijósmyndafyrirsæta. „Þér eruð til- valin sem fjrrirsæta í glæsilegum loðkápum og með dýra skartgripi", sagði hann. Unga stúlkan hló og sagði, að sig langaði fjarska mikið til þess. „En lítið þér bara á hend- umar á mér -— þær líta hræðilega út“, hélt hún áfram og rétti þær upp að nefinu á honum. Fram að þessu augnabliki hafði ég alls ekki tekið eftir höndimum á henni — sem satt að segja voru býsna stórar og næstum blárauðar. En eftir þessa mjög svo ósmekklegu athugasemd hennar gléymdi ég næstum hári hennar, sem mér hafði fundizt svo yndislegt og hennar dá- samlegu, bláu augum og heillandi brosi. Og þeg- ar víð seínna ræddum saman, sá ég ekki annað en hendurnar á henni. Skyndilega virtist hún ekki vera annað en hendur.... Ég á ekki við, að maður eigi að „útbásúnera" sjálfan sig til þess að vekja athygli allra á eigin ágæti. Guðirnir vita, að nóg er til af sjálfbirg- ingslegu fólki. En séuð þér of lítillátur til að lofa sjálfan yður dálítið, þá þurfið þér ekki endilega að níða yður niður. Hversvegna skylduð þér út- hrópa yðar veiku hliðar? En nú skal ég segja yður frá tveimur ungum stúlkum, annari hygginni en hinni heimskri, sem ég tók eftir í þessu samkvæmi. EFTIR GELLET BIJRGESS önnur þeirra, Alice að nafni, tók annan eyrna- lokkinn af sér og sýndi vinkonu sinni. „Pinnst þér þeir ekki fallegir?" spurði hún. „Og hugsaðu þér, Elise, ég fékk þá fyrir aðeins nokkrar krón- ur. Auðvitað eru þeir ekki eins fallegir og þínir — það veit ég vel. En þínir hljóta að hafa verið hræðilega dýrir.“ Hin hyggna Elise brosti án þess að segja nokkuð. Af tilviljun vissi ég, að hennar eyrna- lokkar höfðu verið hér um bil eins ódýrir og eyrnarlokkar Alice. Nú virðist yður ef til vill, að hún hefði átt að segja vinkonu sinni sannleikann. Hvers vegna þá? Vissulega kom engum við, hvað hún greiddi fyrir sínar eigur. Hefði hún beinlínis verið spurð, myndi hafa verið ómerkilegt af henni að skrökva — en það var enginn, sem spurði hana. Hún hafði ekki úr miklu að spila, en hins vegar ágæt- an smekk. Hvers vegna skyldi hún ekki hagnast á því að láta fólk halda hvað því sýndist? Og hver var árangurinn af þessari óþörfu athugasemd Alice? Það ætla ég að segja yður. Er ég var í þann veginn að fara, heyrði ég roskna konu segja við einhvem: “Nei, ég á ekki við dökkhærðu stúlkuna, sem stendur við hliðina á Harry — heldur þessa með ódýru eyrnalokk- ana.“ Þeíta litla atvik sýnir, hvernig næstum allt fólk bregst við, þegar það heyrir einhvern segja eitthvað misjafnt um sjálfan sig. Þegar maður opnar dyrnar að sínum innstu hugsunum og leyndardómum upp á gátt, verður ekki alltaf eingöngu nærgætið fólk, sem gægist inn. Þér munið bezt skilja, hve illa viðeigandi þess konar sjálfsgagnýni getur verið, ef þér ímyndið yður, að hún sé gerð af öðrum. Til dæmis segið þér: „Mér er alveg sama, hvernig hatturinn fer 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.