Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 5

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 5
Turninn í Písa, sem hóf að hallast ískygg'ileg'a, er grunnur hans, sem gerður er úr marmara, fór að síga i gljúpan jarðveginn í Toscana hér- aðinu árið 1174, riðar nú til falls. Hann hefir boðið þyngdarlögmálinu byrginn um aldaraðir og skoða hann nú árlega um 150.000 ferðamenn. Arkitektar í Pisa hafa reynt ýmsar lækningar á þessum furðulega sjúkl- ingi sínum, m. a. sett einhver ósköp aí' steypu i grunninn, og snúast í kringum hann eins og læknar í kring- um dauðvona mann. Og hann virðist ætla að standa sig, a. m. k. enn um hríð. Þessi heimsfrægi turn, sem nú þegar hallast hvorki meira né minna an mikla ferðamannabæ, Písa, til þess að kynnast ástandinu af eigin raun. Eitt af þvi fyrsta, sem við tók- um eftir, var það, að ef Skakki turn- inn í Písa skyldi hrynja, myndi hann lenda beint ofan á litlu, þægilegu kaffihúsi, sem heitir Cafe Duomo, og er samkomustaður fyrir ferðamenn og borgarbúa, sem eiga sér einskis ills von. Það þarf engin mælitæki til þess að sjá þetta. Það nægir, að líta út um gluggann á kaffihúsinu. Við spurðum veitingaþjóninn, hvernig hann fengi staðist þessa taugaáreynslu. „Staðist ?“ sagði hann imdrandi. „Allir, sem starfa hér líta á það, sem forréttindi. „Á yztu nöf“ — eru eink- unnarorð okkar! Við vitum, að deyj- um við, mun það verða ógleymanleg- ur, stórkostlegur dauðadagi!“ Síðan veitti heimildarmaður okkar furðulegar upplýsingar. „Það er ekki líklegt, að turninn hrynji," sagði hann, „ekki meðan vindurinn blæs.“ Þetta var í fyrsta en ekki síðasta sinn, sem við heyrðum þá kenningu, að turninn væri svona stöðugur vegna golunnar frá Miðjarðarhafinu, sem er í 7 mílna fjarlægð. Hefði þessi skakka bygging tekið upp á því, að hallast í öfuga átt — og hafa vindinn í bakið — myndi hún hafa fallið löngu fyrir daginn, árið 1589, er Galileo fleygði tveimur mis- munandi þungum járnstykkjum úr klukkuturninum til þess að komast að raun um fallhraða hlutanna. Fyrsta opinbera viðtalið, sem við höfðum, var við Giuseppi Hamalli, ágætan lögfræðing, sem er forseti fé- lags, sem stofnað var í sambandi við skakka turninn í Písa. vírarnir vera teknir af og lóðrétti turninn rifinn — og dýrð Pisa myndi standa að eilífu." Þá spurðum við Ramalli hvort hann myndi láta verkamennina rétta turn- inn við — setja hann aftur í lóðrétta stöðu. Viðbrögð hans voru ferleg. „Rétta turninn við!“ hrópaði Ram- alli ævareiður. „Eruð þið vitlausir? Við myndum aldrei nokkurn tima fallast á svo fáránlega hugmynd. Getið þið ímyndað ykkur hvenig lóð- réttur turn í Písa muni líta út? Við myndurn verða að heimsathlægi." Síða settumst við hjá Gino Luck- enback úti á grasflötinni fyrir fram- an minnismerkið. Hann er einn hinna sjö opinberu leiðsögumanna, sem hef- ir fylgt gestum upp og niður hinar tvö hundruð niutíu og fjórar tröpp- ur síðastliðin 40 ár. Meðal gesta hans hafa verið Lloyd George, Alfonso 13. Spánarkonungur, Gústaf Svíakon- ungur, Páll Grikkjakonungur, Dr. Jonas Salk og Aga Khan. Mestu ómakslaunin guldu honum þeir Orson Welles og kvikmynda- framleiðandinn Frank Capra. Þeir komu til hans og báðu hann segja sér allt um turninn á tiu mínútum. Er því var lokið, stungu þeir tíu dollurum í lófa hans og óku sem skjótast á brott. „Þeir litu ekki einu sinni til turns- ins,“ sagði gamli leiðsögumaðurinn dapurlega. „Mér datt einhvern veg- inn í hug, að þá langaði til að byggja sinn eigin skakka turn — í Vín.“ Aðeins einn maður hefir orðið fyrir þeirri óhugnanlegu reynslu að lokast inni í turninum að næturlagi. Hann var svissneskur ferðalangur, sem ekki heyrði bjölluna hringja, er turninum Þessi spurning, hvers vegna turn- inn hóf að hallast einhvern tíma á miðöldum, er hjúpuð leyndardómum, furðusögum og hjátrú. 1 margar ald- ir héldu jafnt Parísarbúar sem er- lendir sérfræðingar því fram, að byggingameistaranir hefðu upphaf- lega gert turninn svona til þess að sýna yfirburði sína. Annar bygginga- meistaranna virðist hafa haft ýmsa eiginleika, sem benda til þess að hann hafi verið skrumari og misheppnað- ur listamaður. Hann kallaði sig Gio- vanni hinn almáttuga. Giovanni, sem á heiðurinn eða skömmina af því að reisa turninn í félagi við annan, sem hét Bonnano, var krypplingur. Franskur fomleifa- fræðingur vill halda þvi fram, að Gio- vanni hafi gert turninn svona van- skapaðan sér til fróunar vegna mis- smíða á eigin líkama. Nútímamenn halda því hins vegar fram, að hallinn á turninum sé af ásettu ráði. Eru þeir þess fullvissir, að hin gljúpa jörð héraðsins eigi þar hlut að máli og einnig skortur á fram- sýni hjá byggingameisturunum að hafa ekki gert undirstöður turnsins nógu djúpt i jörð. Borgin Písa virðist sanna þessa kenningu, af því að tveir aðrir fornir túrnar þar eru einnig skakkir, og þeir eru vissulega ekki verk Gio- vanni hins almáttuga. En þeir eru eins og ljóti andarunginn. Þess vegna tekur enginn eftir þeim. Furðuleg sögn er til um það, að í landskjálftunum miklu árið 1846 hafi borgarbúar séð skakka turninn nema við jörð og reisa sig við aftur. Skakki turninn í Písa er að Krynja eftir Leslie Liber t 17 fet, sekkur nú stöðugt um eina tommu á hverjum 40 árum. Jafnvel áköfustu aðdáendur þessa minnismerkis óttast, að hann þoli ekki meir en eina eða tvær tommur í viðbót, þ.e.a.s. hann standi ekki lengur en fram um næstu aldamót. Og þeir embættismenn, sem ábyrgð bera á honum, þykjast nú þegar heyra dauðastunur hans. Verkfræðingar frá háskólanum í Písa hafa nákvæmt auga með jarð- skjálftamælinum, sem komið hefur verið fyrir innan í turninum, til þess að fylgjast með minnsta titringi, sem verður. öllum mun kunnugt, að þetta ævaforna minnismerki hristist, er turnklukkunni er hringt og hávað- inn frá strætisvögnum og mótorhjól- um hefir sitt að segja. 1 orrustunni yið Arno árið 1944 hristist turninn gríðarlega, er fallbyssuskot kom beint framan á hann. Þrjár stoðir á þriðju hæð brotnuðu og jarðskjálftamælir- inn sýndi landsskjálfta! Við fórum nýlega í gegnum þenn- „Félagið tryggir ekki neinn gegn því að turninn hrynji með fólk uppi,“ sagði Ramalli. „Aðeins venjulegar tryggingar gegn því, að einhver slas- ist af grjóthruni eða þess háttar. Hinsvegar, ef hið ótrúlega myndi koma fyrir og turninn hrynja, gætu þeir, sem lifðu það af, eflaust geta höfðað mál gegn ítölsku stjórninni.“ Hinir visu menn í Róm viðast gera sér glögga grein fyrir ábyrgðinni á herðum þeirra og gera sitt til þess að forða slysi við turninn. „Sem stendur," sagði Ramalli, „höllumst við að hugmynd, sem eign- uð er Donato prófessor við háskól- ann í Písa. Hún er sú, að byggja nýjan turn — auðvitað lóðréttan — við hliðina á þeim gamla. Frá honum myndu veða bundnir stálvírar utan um skakka turninn til þess að halda honum föstum. Þá, er sá garnli þarf ekki eingöngu að teysta á mátt sinn og megin, myndum við senda verka- menn inn og steypa súlu í miðjunni. Þegar því væri lokið, myndu stál- var lokað. Hin draugalega þögn í kringum hið forna Piazza del Duomo var rofin af löngu, skerandi veini og ópum. Þessi hræðilegu hljóð komu einhvers staðar innan úr turninum. Hægt og hljóðlega söfnuðust Písa- búar utan um turninn, sem var bað- aður tunglsljósi. Um miðnætti kom varðmaður með lykil og opnaði dyrn- ar. Úteygður, náfölur manngarmur, sem hallaðist greinilega á stjórn- borða, staulaðist út og hélt á járn- brautarstöðina. Maður nokkur bað Aristippus speking að segja sér, hvaða kona myndi vera bezt við sitt hæfi. „TSg vil alls ekki ráða þér til að giftast," svaraði Aristippus; „þvi verði kona þín fögur, þá mun hún blekkja þgi; verði hún ljót, þá færðu ýmugust á henni; verði hún fátæk, munt þú verða gjaldþota; verði hún rík, þá færðu engu að ráða; verði hún gáfuð þá mun hún fyrirlíta þig, Er það því engin furða þótt Písa- búar nefni Piazza del Duomo nafninu Piazza del Miracoli — þ. e. torg kraftaverkanna. Er leið að kvöldi héldum við á brott frá borginni með turninum fræga. Vasabækur okkar voru þéttskrifaðar með alls konar staðreyndum og get- gátum. Og er sólin og skakki turn- inn hurfu í vestri, var okkar síðasta von, að Itölum takist að gera sóma- samlega við hið dásamlega minnis- merki sitt að baki. en verði hún heimsk, þá muntu bera kinnroða fyrir hana; verði hún góð- lynd, mun þér leiðast hún; en verði liún vargur, mun hún gjöra heimili þitt að helvíti." —O— Anna vinnukona: „Það var ljóta sagan, sem ég heyrði um þig nýlega!" Björg vinnukona: „Jæja; það varð annars að vera, — það lá svo vel á þér.“ VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.