Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 21

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 21
NYTT HLUTVERK, NV EIGINKONA Maxwell Coombs sat í skrifstof- unni í hinu nýtízkulega húsi sínu og beið Francescu konu sinnar. Þetta var fallegt herbergi með stórum glugga, sem sneri út að grasflöt og fyrir neðan hana var dálítill lækur. Fallega snyrtir og staðsettir runnar byrgðu útsýnið til nágrannanna, sem þarna voru á þrjá vegu. Hvorki hann né Francesca höfðu kært sig um að sjá nágranna sína í hvert skipti, sem þau litu út um gluggann, enda þótt þau vildu ekki án þeirra vera. Að minnsta kosti hélt hann, að í þessu tilliti væru þau bæði á sama máli. Reyndar gat hann aldrei verið yiss um neitt deginum lengur. Hún hafði nokkurn veginn verið sami kvenmaðurinn síðustu tvö árin, þeg- ar hún lék aðalhlutverkið í leikritinu „Þrisvar sinnum einn“ á Broadway. í þau tvö ár hafði hann vanist á að búa með konu, sem hann vissi að var hans hjartkæra eiginkona, Fran- cescu Coombs, hún var fædd O’Mal- ley, en hún var alls ekki sú Fran- cesca, sem hann hafði kvænzt. Og einhvern veginn hafði hann elcki kvænzt þeirri Francescu, sem hann hafði orðið ástfanginn af. Sú Francesca, sem hann fyrst hafði hitt og orðið ástfanginn af, lék hlutverk í „Gylltu klukkunni", en er hann kvæntist henni, hafði hún á hendi aðalhlutverkið í „Leitandi hjarta". Hún var ekki lengur fjörug, ung stúlka, heldur feimin og dul ung kona frá Maine, sem í leikritinu bar nafnið Clemence Patridge. Hann varð alveg undrandi, er þetta rann upp fyrir honum og í þokkabót barmaði hann sér dálítið. „Heyrðu, Fran,“ sagði hann á brúðkaupsferð þeirra. „Hættu nú að leika í gaman- leik. Vertu þú .'■íálf, heyrirðu það!“ Hún leit á hann stórum, alvarleg- um augum. „Jú, ég er ég sjálf, Max,“ sagði hún. Hann gat ekki almennilega útskýrt hvað hann meinti. Og eftir nokkrar tilraunir gafst hann upp og sætti sig við að eyða því sem eftir var brúð- kaupsferðarinnar með Clemence. Seinna lék hún í „Frú Cheney", og er það misheppnaðist, eins og hann hafði sagt henni fyrir fram, hóf hún aftur að leika í „Þrisvar sinnum einn.“ „Frú Chenery" hafði komið honum hálfpartinn úr jafnvægi. Hlut- verkið þróaðist þannig í meðförum Francescu, og það varð I andstöðu við skapgerð Clemence og hann var því ekki viðbúinn. Hann var ekki viss um, að það væri varanlegt og þetta gekk ekki rifrildislaust. Ef hún aðeins hefði gert það fyrir hann ein- an, þá hefði honum fundist það á- gætt, en hún sýndi hina nýju hlið sína einnig í samtölum við aðra menn. Hann reyndi nokkrum sinnum að gera henni þetta ljóst, en hún brosti aðeins spyrjandi og sagði: „En þetta er ég, Max!“ Kvöld nokl.irt ympraði hann á, að tími væri til kominn, að þau eign- uðust barn. En hún geispaði aðeins og sagði: „Ég er ekki viss um, að ég nokkru sinni vilji eignast barn.“ Hann var skelfdur. Hann hafði alltaf álitið það sjálfsagðan hlut, að þau eignuðust börn, og nú minnti hann hana á, að hún hefði blátt áfram krafist barns, er hún lék Clemence. Annars væri líf hennar ékki fullkomið. Ilún yppti öxlum. „Það var einu sinni.“ Til allrar hamingju var „Frú Chen- ery“ ekki sýnt lengi. Og hann kunni ágætlega við Lindu í „Þrisvar sinn- um einn", sem var sjálfstæð, dugleg og ung nútímakona. Að minnsta kosti hafði hann sætt sig við hana í því hlutverki. Nú heyrði hann að útidyrnar voru opnaðar og hið létta, hraða fótatak hennar barst að eyrum hans. Hann hafði látið dyrnar að skrifstofunni standa opnar, þar sem hann bjóst við, að hún kæmi inn og þrýsti ein- um þessara mjúku, snöggu kossa, sem hann hafði vanist frá Lindu, á varir hans. Þeir voru allt öðruvísi en hinir löngu, heitu kossar, er hann hafði notið hjá frú Chenery. Hann andvarpaði, stóð upp og gekk á eftir henni upp stigann. Þau höfðu alltaf haft sitt hvort svefnherbergið, þar eð hún hélt þvi fram, að leikkona og leiklistargagnrýnandi skyldu aldrei vera neydd að sofa í sama herbergi. Hún var þess fullviss, að þeir tímar myndu koma, að hann vildi vera út af fyrir sig til þessað hann gæti skrif- að, það sem honum virtist um leik hennar og einnig vildi hún, að sér leyfðist að hata hann án þess að þurfa endilega að sjá það í augna- ráði hans, að hún væri gift honum. Dyrnar að herbergi hennar voru lokaðar. Éitt augnablik stanzaði hann og lagði eyrun við tauti hennar fyrir innan dyrnar. Er hún brýndi raust- ina, gat hann greint orðin. „Er ég ekki kona? Blæðir mér ekki, þegar ég er særð? Græt ég ekki, er ég mæti fyrirlitningu ? “ „Guð minn góöur!“ muldraði hann og opnaði dyrnar. Hún hafði tekið teppið af rúminu og vafið því utan um sig. Hún leit dásamlega út sveipuð teppinu. Augu þeirra mættust, augnaráð hennar vai' dimmt og órætt. „Max, ég er búin að finna yndis- legt hlutverk," sagði hún. „Ég er oröin þreytt á Lindu. Þessar glæsi- legu nútímakonur eru svo innantóm- ar. Sjáðu, hér er handritið!" Hún tók bunka af vélrituðum blöðum af íúminu og rétti honum. Hann renndi augunum yfir siðurn- ar. Á þriðju siðu fann hann hana. Einmitt það, þetta var þá hans fram- tíðar eiginkona! Hann fór í flýti yfir tilsvörin og fannst hún æ viðbjóðs- legri - átakanleg fjörlaus, sjálfsmeð- aumkunarfull kvenvera, sáróánægð með tilveruna, af því að hún var ekki karlmaður. Hann bældi niður löngun með sér til þess að kasta handritinu í gólfið og sagði rólega en í gagnrýn- istón: „Ég þori varla að hugsa um, hvað ég mun skrifa um þetta leik- rit.“ Hann sá, að hún roðnaði í kinn- um, svo fölnaði hún. „Maxwell Coombs, veizt þú, hvernig fólk talar um okkur?“ spurði hún. „Nei, og mér stendur lika á sama." „Fólk segir, að þú öfundir mig af velgengni minni, og þess vegna hrósir þú aldrei einu einasta leikriti, sem ég leik í. Og veizt þú, hver árang- urinn verður?" Hún fór að ganga fram og aftur á gólfinu í stíl Lindu. „Hann verður sá, að brátt fæst eng- inn leikhússtjóri til þess að láta mig leika aðalhlutverk, vegna þess að enginn þoi'ir því.“ „Þú skjallar mig, elskan. Ég veit vel, að ég er ekki svo mikilvægur," sagði hann auðmjúklega. Skyndilega hvai’f Linda. „Jú, það gerirðu!“ sagði hún ásakandi. Hún fleygði teppinu frá sér, féll á kné, tók höndum um hné hans, neri yndis- legu hökunni sinni við hendur hans eftir PEARL S. BUCK og leit upp til hans með augnaráði Francescu. „Max, ekki gagnrýna þetta leikrit þannig. Þyrmdu því!“ Augnaráð hennar varð til þess, að hann reyndi að ná tökum á hugmynd, sem flögraði í kollinum á honum eins og fugl, sem fallið hefu niður í reyk- háf. „Heyrðu nú,“ sagði hann hægt. „Já, hvað er það?“ sagði hún auð- mjúk. Hann lyfti höfði hennar, kyssti hana nokkrum sinnvim og gerði at- hugasemdir urn hinn fagra, ljósa blæ á hári hennar. „Mér hefir dott- ið dálítið í hug,“ sagði hann. Hún kyssti hann. „Komdu með það!“ „Það er nú einmitt meiningin. Ég ætla að skrifa leiki'it handa þér, mín kæra, og það skal verða heil- mikið verk!" Hún var þögul svo lengi, að hann sneri höfðinu til þess að horfa í andlit henni. „Heyrðu," sagði hann. „Hvað er að ske þai'na undir hárkollunni ? “ Hún strauk „hárkolluna" fimlega. „Já, en getur þú skrifað leikrit?" „Ég hef ekki gert annað árum saman en segja fólki, hvei’nig á að fara að því.“ „Einmitt það,“ sagði hún efabland- inni í'ödd. Hann ýtti henni frá sér. „Heyrðu nú, hjai’tkæx-a eiginkona, ég hef í huga að skrifa leikrit handa þér og um þig, sem verður svo mikill leik- sigur fyrir þig, að þú óskir aldrei framar að leika annað hlutverk." „Og hvað á ég að leika, þangað til þú ert búinn með leikritið þitt?“ „Ég er búinn að sætta mig við þessa gömlu, góðu Lindu,“ sagðx hann stuttlega. En samtSmis hugsaði hann um, hvernig hann gæti komiS henni fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll. Hann vann nú sleitulaust að leik- ritinu. Hann fékk Benny Wales til þess að skrifa fyrir sig gagnrýnina á meðan haxm var að skrifa, og gnisti tönnum af illsku, er hann laa hinar væmnu greinar Bennys. Þetta var erfiðasta verk, sem hann nokkru sinni hafði tekið sér fyrir hendur, þangað til hann vissi, hvaS hann vildi. Frá því augnabliki var það hið auðveldasta. Hann vildi finna þá Francescu, sem hann elskaði heit- ast og gera hana að þeirri konu, sem hann hafði dreymt um að kvæn- ast. Hann var Pygmalion og hún var marmarinn, er beið þess a3 vera höggvinn til og verkfæri hans voru orð og aðeins orð. Það verður að segja Francescu til hróss, að hún spurði hann einskis, en lofaði honum að vinna í ró og næði. „Ert þú nokkuð á móti þvi, að eg kalli hana Francescu." Francesca brosti blíðlega, og hann fór aftur að skrifborðinu til þess .að ná þessu brosi í leikritinu. AuðvitaS sleppti hann vmsu, en harrn tók lika margt með. Clemence, frú Chenerý og Linda fengu sinn skerf, en a5 baki þeiri’a leitaði hann og fann Franeescu. Stúlkuna, sem stundum hafði horft á hann með augum Fran- cescu og talað til hans með rödd hennar, en sem hann hafði aldrei náð að handsama. Þetta heppnaðist i leik- Framh. á bls. SS VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.