Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 23

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 23
mér. Það lítur hvort sem er enginn á mig — ég er oröinn of gamall." En hugsið yður nú, að ein- hver kunningi segði við yður: „Þú þarft sann- lega ekki spegil til þess að setja þessa kollhúfu á höfuðið; þú ert nú þegar orðinn allt of gamall til þess að nokkur fari að gefa þér auga.“ Hvað virðist yður um þetta? Og það er ekki síður sárara fyrir það, að þér sögðuð þetta uppbaflega sjálfur. Ef þér beinið athyglinni að yður eiginn göllum, eigið þér á hættu, að enginn taki eftir hinum góðu hliðum. Um daginn heyrði ég háróma frú lýsa því yfir, að hún væri með hrukkur í kring- um augun og hefði allt of langt nef. En hún í staðinn hefði lagt rækt við klæðaburð sinn og lagt meiri áherzlu á limaburð og gott málfar, þá hefði hún líklega fengið orð fyrir að vera glæsi- leg kona —- og glæsileiki er sú tegund fegurðar, sem allar konur geta náð. Margt fólk glatar öllum yndisþokka — og vinsældum — með því að vera stöðugt að leita eftir samúð. Ef til vill hefur móðir yðar eða unn- usta einhvern áhuga á vandamálum yðar og sjúkdómum, en yfirleitt ekki aðrir. Ef þér reynið að afsaka slæmt útlit með þvi að segja: „Mér kom ekki dúr á auga í alla nótt, ég lít víst hræðilega út“ — þá hafið þér fótum troðið sjálfan yður til einskis. Enginn hefur minnsta áhuga á, hvers vegna þér lítið svona illa út, og enginn trúir skýringu yðar. En ef þér gerðuð yður far um að vera dálítið fjörug, skemmtileg, og vingjarnleg gagnvart örðum, myndi áreiðanlega enginn taka eftir hinu þreytu- lega andliti yðar. Hvers vegna er svo margt fólk ákaft í að draga sjálft sig niður og afhjúpa galla sína og mis- bresti, sem réttara væri að þegja um? Margar ástæður liggja til þess — sem allar eru slæmar. Sumir segja: „Mér virðist þessi dragt hreint ekki fara mér vel“ — í von um, að þér munið svara: „Jú, hún er svo reglulega falleg og klæðileg." Þetta fólk er aðeins á höttum eftir gullhömrum. Hjá öðrum er um að kenna stöðugri sjálfsmeð- aumkun. Þegar fólk kvartar: „Eg er í stökustu vandræðum — ég hefi enga hugmynd um, hvern- ig ég get lokið þessu fyrir þann fyrsta“ eða „maðurinn minn kom af stað ógurlegu rifrildi í morgun vegna nokkurra heimilisreikninga,“ þá er það annaOhvort merki um sjálfsmeðaumkun eða vanmetakennd á háu stigi. En flestar þessara leiðinlegu og þreytandi játninga eru oftast hugsunarleysi og þvaðurgirni að kenna. Það vill oft verða svo, að sá sem talar mikið, talar gjarnan um sjálfan sig. Sumt fólk er þannig gert, að það verður gripið einhverri óstöðvandi löngun til að úthella hjarta sínu og blaðra um alla sína reynslu og hugsanir, er það hittir gamlan vin eða jafnvel bara nýjan kunn- ingja. Og með öllum þessum orðaflaumi missir það svo út úr sér einhverjar sjálfsniðurlægjandi athugasemdir. En svo við sleppum nú ávinningnum af því að þegja yfir göllum sínum, þá styrkir það skap- gerðina að hafa dálítinn heimil á sjálfum sér. Rétt eins og lokið á skaftpotti heldur gufunni í skefjum, þannig getur nokkur óframfærni aukið á persónuleika yðar, og veitir yður meiri sjálfs- virðingu. Ungi maðurinn, sem er vanskapaður, en aldrei kvartar, unga stúlkan, sem beinlínis er ólagleg, en þegir um það og reynir að vinna það upp á öðrum sviðum, konan, sem líður miklar þjáning- ar, en tala aldrei um þær, maðurinn, sem er ó- ánægður með lífið og tilveruna, en ber byrði sína með bros á vör — allt þetta fólk ávinnur sér meiri sálar- og siðferðisstyrk en þeir, sem blaðra um raunir sínar. Það eykur manndóm sinn, ger- ist betri þjóðfélagsborgarar og vex að áhrifum, þekkingu og dug. Margar frásagnir eru til — og flestar sannar — um leikara, sem leikið hafa hlutverk sín þrátt fyrir miklar sorgir og þjáningar. Þegar tjaldið fer frá, verða öll persónuleg vandamál að víkja. Eitt sinn heimsótti ég þekktan leikara, sem þjáðist svo af liðagigt, að hann aðeins með erf- iðismunum gat farið úr búningshebergi sínu í leikhúsinu í tæpan mánuð. Samt sem áður fór hann á sviðið kvöld eftir kvöld og lék hlutverk sitt með þeim ágætum, að engan áhorfenda grun- aði neitt um þjáningar hans. Auk þess harðbann- aði hann meðleikendum sinum að tala um sjúk- dóm sinn — þetta kalla ég þrek í lagi. „Það verður að halda sýningunni áfram!“ Þannig hljóða hin óskráðu lög leikhússins — og þau ættu einnig að gilda utan þess. Okkur ber vegna vina vorra að leika hlutverk okkar í Uf- inu og láta sem ekkert sé. Á takmörkunum Grímur hét maður og var kallaður skalli. Eitt sinn var maður að tala við hann um vitra menn og gáfur þeirra, en Grímur gerði lítið úr þeim og sagði: — Hvemig fór ekki fyrir honum Saló- mon, sem var sá vitrasti konungur, er land vort hefir alið, að hann hengdi sig á hárinu í eikinni og vertu blessaður. Stúlka nokkur fór á hátíðina á Oddeyri 1878, en fannst lítið til koma, einkum af því, að enginn hafði dansað við hana. Þeg- ar hún kom heim og var spurð frétta, sagði hún: — Ég skal svei mér ekki ómaka mig á næstu þúsund ára hátíð, þó að aðrir fari þangað. Kerling kom á bæ og fylgdi henni himd- ur, er Hnoði hét. Honum var mjög áfloga- gjarnt. Kerlingu var boðið inn og elti Hnoði hana inn í baðstofu og lenti þegar í áflogum við heimahundana. Kerling gerði hvorttveggja í senn að heilsa fólk- inu og hasta á hundana og fómst þannig orð: — Sæll vertu, Jón minn — svei þér, Hnoði — sæl vertu, heillin góð — svei þér, Hnoði — sæl verið þið öll — og svei ykk- ur öllum. Fyrir vestan voru smalar tveir sinn á hvorum bæ. Var þeim ekki vel til vina og eltu oft grátt silfur. Svo bar við að annar * þeirra varð úti á veturnóttum og fannst ekki, þótt víða væri leitað. Á áliðnum vetri var það einn dag að hinn smalinn kom heim frá fé og sagði: — Ég fann Láfa. Ætli sé til nokkurs að hirða hann ? Hann er orðinn ónýtur. Hafði líkið verið mjög skaddað orðið. 7. Heimsmót æsku og stúdenta — Vínarborgar 26. júlí—4. ágúst Um 17.000 manns frá 130 löndum munu taka þátt í mótinu. Einstætt tækifæri til að kynnast ungu fólki frá öllum löndum heims. Hver hópur sýnir sumt hið sérstæðasta úr menningu þjóðar sinnar (dansar, tónlist, leiksýningar o. fl.) Fundir ungs fólks ú sömu starfsstétt og með sömu áhugamál. Samkeppni ungs listafólks í yfir 20 listgreinum, píanóleik, ballett, einsöng o. fl. Sérstök stú- dentadagskrá. Sérstök dagskrá fyrir ungar stúlkur, tízkusýningar o. fl. Geysimiklir iþróttaleik- ar, þar sem ýmsir fægustu íþróttamenn heimsins munu keppa. Islendingar mega senda 80 manns til mótsins. öllum á aldrinum 15—35 ára er heimil þátt- taka. Farið verður með Gullfossi 18. júli til Kaupmannahafnar. Þaðan yfir Þýzkaland og Tékkó- slóvakiu til Vínar. Þátttökugjald e kr. 7,500,00 miðað við að farið sé með Gullfossi báðar leiðir. Skrifstofa undibúningsnefndarinnar er að Bröttugötu 3A, (uppi af Aðalstræti hjá Verzlun Silla & Valda), sími 1-55-86. Umsækjendur gefi sig fram þar eða sendi umsóknir sínar í pósthólf 238. Njótið sumarleyfisins i Vínarborg íslenska undirbúningsnefndin VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.