Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 15
Hogan leit á úrið rétt áður en hann tók flösk- urnar upp og sá, að klukkuna vantaði fimm mín- útur í átta. Er hann var í þann veginn að fara niður stigann, sneri hann sér við og leit aftur á frú Hogan í gegnum opnar dyrnar. „Vantar þig eitthvað, pabbi?“ sagði hún. „Nei,“ sagði hann. „Nei,“ og hann gekk niður tröppurnar. Hann fór niður á hornið, hélt til hægri inn Spooner-götuna, sem liggur að aðalgötunni í bæn- um, en verzlun Fettucci er beint á móti Spooner- götu og bankinn er hinum meginn við næsta horn, en dálítill stígur er á milli búðarinnar og bank- ans. Hogan tók upp lyklana sína og opnaði dyrn- a. Hann gekk í gegnum búðina, opnaði dyrnar út að stígnum og gægðist út. Köttur reyndi að troða sér inn, en Hogan ýtti við honum með fætinum og lokaði dyrunum. Hann fór úr jakkanum og setti upp stóru svuntuna og hnýtti böndin í slaufu fyrir aftan bak. í>á náði hann i kúst, sem var fyrir aftan búðarborðið og sópaði aftan við það og tók upp ruslið og um leið og hann gekk í gegn- um búðina, opnaði hann dyrnar að stígnum. Kött- urinn var farinn. Hann tæmdi nú ruslið úr sorp- skúffunni í sorptunnuna og hristi hana lítilshátt- ar til þess að losa kálblað, sem festst hafði við hana. Síðan fór hann aftur inn í búðina og tók að fást við pöntunarlistann. Frú Clonney kom inn og bað um hálft kíló af fleski. Hún sagði, að heitt væri í dag og tók Hogan undir það. „Sumrin eru stöðugt að verða heitari og heit- ari,“ sagði hann. „Það er alveg rétt," sagði frú Clonney. „Hvern- ig líður frúnni?" „Alveg prýðilega," sagði Hogan. „Hún er að fara á kvenfélagsfund." „Eg líka, og ég hlakka svo mikið til að sjá húsgögnin þeirra," sagði frú Clonney og fór út. Hogan setti fimm punda fleskstykki á kjöt- skerann og skar það niður. Hann lét sneiðarnar á vaxpappír og bjó um þær í ísskápnum. Er klukkuna vantaði tíu mínútur í níu teygði Hogan sig upp í hillu. Hann ýtti kassa með „spaghetti" til hliðar og tók niður annan með kornmat og tæmdi hann í salernisskálina. Síðan skar hann út Mikki Mús grímuna aftan á honum, reif pappann í tætlur og skolaði honum niður. ííann fór inn í búðina og fékk sér snærispotta og batt endan í götin báðum megin á grímunni og þá leit hann á úrið sitt — það var af Hamilton gerð með U svörtum visum. Klukkuna vantaði tvær mínútur í níu. Hann var dálítið taugaóstyrkur næstu fjórar mínúturnar, en það leið hjá. Þegar klukkuna vantaði eina mínútu í níu tók hann kústinn og fór út til þess að sópa gangstéttina. Hann flýtti sér við verk sitt — en var reyndar ennþá aS sópa, er Warner opnaði dyrnar að bankanum. Hann bauð Warner góðan daginn og nokkrum sekúndum síðar kom starfslið bankans, þau voru fjögur, út úr kaffistofunni. Hogan sá þau hinum megin við götuna og veifaði til þeirra og þau veifuðu aftur. Hann lauk við gangstéttina og fór inn i búðina. Hann lagði úrið sitt á peningakass- ann. Hann andvarpaði þunglega, þó var eins og hann væri fremur að draga andann djúpt. Hann vissi, að Warner væri nú búinn að opna peninga- skápinn og væri að bera kassana með seðlunum i skúffuna hjá gjaldkeranum. Hogan leit á úrið i peningakassanum. Kentworthy nam staðar fyrir framan dyrnar á búðinni, hristi höfuðið ofurlítið og hélt áfram. Hogan andaði hægt frá sér. Hann fór með vinstri höndina aftur fyrir bak og leysti slaufuna á svuntunni sinni og þá fór stóri vísir- inn á úrinu hans að nálgast strikið við fjórar mínútur og loks var komið að því. Hogan opnaði skúffuna með viðskiptabókunum og tók upp marghleypuna, sem búðin átti. Það va silfurlit Iver Johnson byssa. Hann gekk hratt í gegnum búðina, tók af sér svuntuna, fór í jakk- ann og lét marghleypuna í annan vasann. Mikki Mús grímuna setti hann inn á sig, svo að hún sást ekki. Hann opnaði dyrnar út að stígnum, leit vandlega í kringum sig og gekk hratt út. Hann skildi dyrnar eftir hálfopnar. Tuttugu metrar eru á milli dyranna og aðalgötunnar, þar nam hann staðar og leit í kringum sig og þá sneri hann höfðinu að götunni, meðan hann gekk fram hjá glugga bankans. Við bankadyrnar tók hann fram grímuna og setti hana upp. Warner var einmitt að fara inn í skrifstofu sína og sneri baki að dyrunum. Það sást aðeins á höfuðið á Cup í gegnum rimlana á gjaldkeraborðinu. Hogan gekk hratt og hljóðlega í kringum af- greiðsluborðið og inn í klefa gjcflkerans. Hann hélt á marghleypunni í hægri hendinni. Will Cup sneri sér við og sá hana. Hann stirðnaði upp. Hogan setti fótinn undir tippið á öryggisbjöll- unni og benti Will Cup að leggjast á gólfið. Will gerði það strax. Þá opnaði Hogan peningaskúff- una og með tveimur snöggum handahreyfingum tók hann alla stóru seðlana. Með bendingu skip- aði hann Will, sem lá á gólfinu, að snúa sér áð veggnum og gerði Will það. Síðan gekk Hogan aftur á bak kringum borðið. Við dyrnar á bank- anum tók hann niður grímuna og er hann gekk fram hjá glugganum, sneri hann höfðinu að göt- unni til þess að ekki sæi í andlit honum. Hann fór inn stíginn, gekk hratt að dyrunum og gekk inn. Köttui'inn hafði komist inn, og góndi á hann, þar sem hann sat á hrúgu af niðursuðudósum. Hogan fór nú fram á salernið, reif grímuna og skolaði henni niður. Hann fór úr jakkanum og setti upp svuntuna. Hann gægðist inn í búðina, en gekk síðan að peningakassanum. Marghleypan fór aftur á sinn stað. Hann stimplaði engin sala> drð fram efstu skúffuna, lyfti upp ýmsum skjölum, sem var voru, raðaði hinu stolna fé þar undir, setti skjölin ofan á og lokaði síðan skúffunni og kassanum. Þá leit hann loksins á úrið sitt og sá, að klukkan var sjö og hálfa mínútu yflr níu. Hann var að reyna að koma kettinum út úr vörugeymslunni, er hávaði barst út úr bankanum. Hann tók kústinn og fór út á gangstéttina. Hann heyrði alla söguna og lét í ljós álit sitt, er hann var beðinn um. Hann sagðist halda, að þjófurinn slyppi varla — hvert ætti hann svo sem að fara? Og þó — frídagar færu í hönd — Það gekk mikið á þennan dag. Fettucci var hreykinn eins og þetta hefði verið hans eigin banki. Lögreglubifreiðar þutu fram og aftur um bæinn. Hrundruð ferðalanga urðu að stanza við umferðatálmanir, sem settar höfðu verið upp allt í kringum bæinn og leitað var i bifreiðum hjá nokkrum skuggalegum náungum. Frú Hogan hafði heyrt um atburðinn í síman- um. Hún fór í betri fötin fyrr en venjulega og kom við í búðinni á leið sinni á kvenfélagsfund- inn. Hún vonaði, að Hogan hefði heyrt eitthva3 nýtt, en ekki reyndist það svo. „Eg skil ekki, hvernig náunginn ætti að geta sloppið," sagffi hann. Frú Hogan var svo æst, að hún gleymdi þeim féttum, sem hún sjálf hafði að færa. Hún mundi eftir þeim, er hún var komin til frú Drake, en þá bað hún um leyfi að hringja til búðarinnar og var það fúslega veitt. „Ég gleymdi að segja þér, a3 John fékk viðurkenningu." „Hvað segirðu?" „I samkeppninni „Landið mitt." „Hvað vann hann?“ „Hann fékk viðurkenningu." „Ágætt. Prýðilegt ■—- nokkuð fleira?" „Jú, nafnið hans með mynd verður birt í ölln landinu. Líka í útvarpinu. Jafnvel i sjónvarpinu. Það hefur verið beðið um mynd af honum." „Ágætt," sagði Hogan. „Eg vona, að þetta spilli honum ekki.“ Hann lagði tólið niður og Framhald á bls. 18. m'sTiNH Hann fór niður á hornið og hélt til hægri VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.