Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 11

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 11
Erfitt mun reynast að halda vináttunni, nema að bæla niður þær tilhneigingar að leita sífellt að göllum vina sinna. Gagnrýna flestir vini sína? — og fleiri þankar — Ef til vill ekki. Samt sem áður hefur sumt fólk tilhneig-ingu til að ráðast á vini sína, er það vegna þess, að það þekkir hinar veiku hliðar vina. sinna og veit hve auðvelt er að ráðast á og gagnrýna. Þessi sjúklega þörf til að vekja at- hygli á göllum annarra stafar oftast af eigin vanmáttarkennd. Með þvi að draga athyglina að glappaskotum félaganna, vekur gagnrýnandinn óbeint athygli á því, að hann sjálfur hafi ekki .slíka galla og reynir þannig að róa sjálfan sig og draga úr öryggisleysi sinu. Það er furðulegt, að þar sem einmanakennd og leiðindi fara saman og sannrar vináttu er vissulega þörf, virðist dómharka vera ríkjandi. Einstæðingsskapur og leiðindi ýta undir sjúklega sjálfsskoðun og þeir, sem ekki hafa mikið sjálfs- traust og álit á sjálfum sér hneigjast til að friða sig og styrkja með söguburði og gagnrýni. Vegna þess að vinir þekkja hver annars misbresti, þá eru þeir sjálfsögð fórnardýr í þessum tilgangi. Það mun reynast erfitt að viðhalda vináttunni nema að bæla niður þessar tilhneigingar til að leita að göllum annarra. Haldist vináttan undir slíkum kringumstæðum, grotnar hún oftast niður i einstefnuakstur þar sem gallaleitarmaðurinn notar tryggð vinar síns til að upphefja sjálfan sig, treður á vini sínum til að öðlast öryggi. I slíkum tilfellum getur enginn trúnaður verið í ,,vináttu“-sambandi þeirra. Hæfileiki mannsins að afla sér vina er að miklu leyti kominn undir því, að hann geti séð kosti þeirra, sem bjóðast honum til vina. Þetta felur ekki í sér, að skuli líta á kostina eingöngu og loka augunum fyrir göllunum, heldur að hann einblíni ekki á hið síðarnefnda. Því meir sem hann hugsar og talar um ávirðingar vina sinna, þeim mun fremur vilja kostir þeirra gleymast. Slíkur maður getur fyrr eða síðar verið viss um að enda meðal hinna einmana og leiðu. Eru unglingar andsnúnir foreldrum sínum? Á vissu tímabili fá margir unglingar eins kon- ar andúð á foreldrum sínum, en venjulega aðeins um skeið. Þegar þetta á sér stað, verður það oft- ast I lok kynþroskaskeiðsins, er líkami unglings- ins hefur tekið stórfelldum breytingum. Um leið og börn eru komin á kynþroskaaldur- inn, verða ýmsar breytingar á persónuleika þeirra, og þar sem líkamseinkenni þeirra taka á sig mynd hinna fuliorðnu, leitast þau við að semja sig að lifnaðarháttum þeirra og missa áhuga á bernskuleikjum sínum og dægrastytt- ingum. Með þroskaðan líkama vill unglingurinn haga sér sem fulltíða maður og öðlast það sjálf- stæði, sem hann verður var við hjá hinum full- orðnu. En það er ekki svo auðvelt að ná þessu tak- marki. Misheppnist það, getur það leitt til and- úðar unglingsins á sínum fornu lifnaðarháttum. Stundum jafnvel í einu vetfangi, getur vingjarn- legur og eftirlátur unglingur breyzt .1 ókurteisan rudda, að því virðist. Er þetta róstursamur tími bæði fyrir foreldra og unglinga. Lausnin á þessu verður aðeins hægfara og hefur tvímælalaust mikil áhrif á það þroskastig, sem unglingurinn öðlast fulltíða. Er hætta á, að hann nái ekki nauðsynlegu þroskastigi, nema honum takist vel að losna við bernsku sína og barnaskap. Að sjálfsögðu mæta ekki allir unglingar þess- um erfiðleikum kynþroskaáranna með andúð. Margir virðast haga sér hið ytra með gætni og íhygli og bæla niður baráttuna við hinar nýju hvatir og ástríður. Þessir unglingar ná ekki and- lega beztum árangri. Þeir, sem heyja baráttu við erfiðleika sína eiga erfiða æsku, en ná í flestum tilfellum betri árangri og öðlast traustari skap- gerð sem fullorðnir. Á þetta við um örðuga ung- linga sem njóta skilnings, ástúðar og velvilja foreldra sinna. 11 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.