Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 19

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 19
Þorskur steiktur í heilu lagi í ofni Eldhúsið hefur haft þann hátt á, að taka alltaf eitt- hvað sérstakt fyrir hverju sinni og útfæra það eins ýtarlega og hægt var. Kom þó margt til greina sem taka þurfti með í reikning- inn eins og t. d. hvað hægt er að koma á % af síðu, en það er það sem því er ætlað. Við höfum hugsað okkur að breyta út af þessu í þetta sinn og koma heldur með gr. lítinn lauk (smá lauk). 1 gulrót. 1 stk. selleri. 1 Jcnippi persille. 1—2 citronur. Hvítvín. Pyrst hreinsum við fisk- inn en pössum að skera hann ekki niður í stykki. Borðsalti er stráð yfir hann og látið standa áður en hann er látinn í ofninn. Laukurinn er hreinsaður og sitt af hverju og sjá hvern- ig það tekst til. Þú hefur þó ekki keypt þorsk í matinn i dag ? Hvaða húsmóðir ætli það sé í þessum bæ sem ekki hef- ur fengið þessa spurningu framan í sig, þegar hún hef- ur eftir allt að því hálftíma bið I fiskbúðinni fund- ist hún vera virkilega hepp- in að fá glænýjan þorsk í matinn. Það er ekki svo mikið um nýmetið á þessum tíma árs. En hér er virki- lega góð uppskrift sem allir verða ánægðir með. Eg er búin að prófa hana sjálf og gjörið þið svo vel, hér kemur þorskurinn í alveg nýrri mynd. Þorskur steiktur í heilu lagi í ofni. Við fáum okkur heilan þorsk, en ekki flak og hann má gjarnan vera hálft ann- að kíló svo þurfum við 250 gulrótin skafin að utan og siðan skorin í þunnar sneið- ar. Selleriið er skorið í lengjur Persillinn er skolað- ur og hakkaður eða mjög fínt skorinn (saxaður). Piskurinn er settur heill í skúffuna eða ef hægt er eldfast fat sem hægt er síð- an að bera hann inn í. Citronusneiðum er raðað ofan á fiskinn eins og sýnt er á myndinni og festar þannig að fyrst er stungið í gegnum hverja sneið með bandprjóni niður í fiskinn og síðan er sneiðin fest með eldspýtu sem sett er í prjón- farið. Fiskurinn er siðan settur í smurða steikarapönnuna og því grænmeti sem áður er nefnt raðað í kringum hann. Bætt á fiskinn salti og pipar og dálitlu af hvít- víni, sem blandað er með bráðnu smjöri sem látið er drjúpa á hann bæði áður en hann er settur í ofninn og einnig öðru hvoru meðan hann er að steikjast. Þegar fiskurinn losar sig frá beininu í þann endann sem hann er þykkri er hann nógu steiktur. Hakkaður persille er stráð yfir áður en fiskurinn er borinn inn Agúrkusalat eða niðurskorin agurka, harðsoðin smáttbrytjuð egg og skafin piparrót er borin með. Hakkaður eða smátt skorinn persille er stráð yf- ir soðnar kartöflurnar sem bornar eru með sér á fati og bráðið smjör í skál. Þótt steikti þorskurinn sé beztur með því að bera allt með sem hér er upptalið er ekkert við því að segja þótt við verðum að breyta til í ýmsu sem ekki fæst. T. d. ef ekki fæst smár laukur þá er bara af hafa þennan venjulega og skera hann í þunna sneiðar eins og við erum vanar þegar við steikjum hann á pönnu og setja hann með fisknum inn í ofninn. Einnig eru marg- ir sem ekki hafa neitt hvít- vín við hendina. Þá er bara að sleppa því. Eins er með piparrót. Það er ekki alltaf sem hægt er að fá hana, en hér hefur fengist í litlum boxiun ýmislegt krydd sem ætlað er í fiskisúpur og mætti vel nota það með í staðinn fyrir það sem mann kann að vanta af því sem áður hefur verið upptalið. OSTASÚPA. 60 g hrisgrjón. it dl vatn. iy2 dl. gott kjötsoð. 1— 2 eggjarauður. iy2 dl. rjómi. 2— 3 dl. rifinn ostur. Salt. Pipar. 2—3 msk. madeira eða sherry. Sjóðið grjónin í vatninu og soðinu. Rífið ostinn, þeytið rjómann og blandið þvi hvoru tveggja saman við rauðuna. Smáhellið osthrærunni út í súpuna og bragðbætið. Súpan má ekki sjóða eftir þetta. Hnetufromage. 200 gr. heslihnetur, i/2 1. mjólk, 8 eggjarauður, 300 gr. sykur, y2 1. rjómi, 15 gr. matarlím. . . BrjótiS hneturnar og brúnið kjamana í ofni, nuddið þá síðan með grófu stykki til að ná brúnu himn- unni af. Malið síðan kjarn- ana í kvöm og hellið yfir þá hálfum lítra af sjóðandi mjólk, kælið síðan. Hrærið eggjarauðumar og sykurinn í potti og bætið rjómanum og hnetumjólkinni út í. Sjóðið þar til það er orðið þykkt. Látið útbleytt mat- arlímið út í og hrærið í, unz það er orðið kalt. Eftir það er því hellt í skál og kælt í tvo tíma. Það er framreitt með góðri vanillu- sósu. Berið fram ýmsar teg- undir af niðurskornu brauði og smjör með matnum. Einnig er gott að hafa nokkrar tegundir af kexi, t. d. oststengur: 75 g smjörlíki, 50 g risinn ostur, 125 g hveiti, 1 eggjarauða. Hálfbræðið smjörlíkið og hnoðið saman við hveitið og ostinn. Búið til fingur- þykka sívalninga úr deig- inu og skerið I nál. 5 cm. langa búta. Berið eggja- rauðu ofan á og bakið við meðalhita. Ef vill, má strá kúmeni ofan á stengurnar. Soðinn kaldur lax með piparrótarsósu. l>/2 kg nýr lax, 2 1 vatn, ldl salt, '/2 dl edik, 4 lárvlðarlauf, 8 piparkom, 3 dl súr rjómi, 40 g rifin piparrót, l'/2 tsk. edik, 2>/2 tsk. sykur. Kælið í soðinu. Færið upp og raðið á fat. Berið fram með soðnum, heitum kart- öflum, gúrkusalati og pip- arrótarsósu. Þeytið rjóm- ann, blandið saman við hann piparrót, ediki og sykri. BRAUBOSTUR HANGIKJÖTSOSTUR GÓÐOSTUR KJARNAOSTUR GRÆNN ALPAOSTUR RÆKJUOSTUR KÚMENOSTUR SCHWEITZEROSTUR GOUDAOSTUR VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.