Vikan


Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 2

Vikan - 21.05.1959, Blaðsíða 2
PÓSTURINN Góð þjónusta. Kæri póstur! Mér finnst alltaf svo grimmur í þér tónninn, og allir, sem þér skrifa, eru alltaf að skammast út í eitthvað. Þess vegna langar mig til þess að skrifa þér nokkrar línur. Ég fór um daginn með manni mínum upp í NAUST og við borðuðum þar kvöldmat. Við vorum þar allt kvöldið og fengum alveg prýðisgóða þjónustu. Alveg hreint frá því að við komum inn og þangað til við fórum út. Bæði dyravörðurinn og þjónarnir eru góðir og öll þjónusta til fyrimyndar. Mér finnst líka að sumir aðrir staðir ættu að taka sér NAUSTIÐ til fyrir- myndar. Æg skrifaði þér nú þessar línur til þess að segja þér, að það er hægt að fá góða þjón- ustu á Islandi. Kær kveðja. Ánægð. SVAR: Þakka þér fyrir bréfið. Við crum þér alveg sammála. —O— Kvenlöggan. Kæra Vika! Ég veit varla, hvort það þýðir nokkuð að skrifa þér, en ég ætla nú að reyna samt. ®g er í fer- legum vandræðum, því að pabbi minn er búinn að reka mig að heiman, og ég er bara fimmtán ára gömul. Svoleiðis er mál með vexti, að hann komst að því, að ég hafði skrópað nokkrum sinnum úr skólanum og þá varð hann agalega reiður og fórum að vera saman. Hann heimsótti mig oft á kvöldin og var hjá mér stundum dálítið lengi. Svo sagði ég honum einu sinni að ég væri þreytt i vinnunni og ég gæti ekki verið svona mikið með honum, en þá varð hann vondur og hætti við mig. Ég hef séð hann stundum á böllum eftir að þetta skeði, og þá er hann með öðrum stelpum. Ég sé svo mikið eftir honum, hvað á ég að gera? Stína. SVAR: Láttu strákinn sigla sinn sjó, hann er ekki einu sinni þess virði, að þú gjótir til hans öðru auganu. Líttu svo í önnur horn, þegar þn fcrð á böll, og findu þér annan strák. —O— Rúntúrinn. Margir hafa skrifað Vikunni og kvartað yfir hinum svonefnda „rúnti.“ Hér birtist bréf frá húsm.óður, sem átti leið um miðbceinn að kvöld- lagi eigi alls fyrir löngu. Kæra Vika! Það er nú ljóta plágan þetta ráp í krökkunum i miðbænum á kvöldin. Ég brá mér út, nýlega og þurfti að ganga gegnum bæinn og fór eftir Austurstræti. Klukkan var rúmlega níu og gatan var full af æpandi krakkaskríl. Þau voru flest um fermingaaldur, svona frá þrettán ára og allt upp í sautján, átján ára gömul, eða táningar eins og Vísir kallar það. Þau röltu hvíandi og flautandi um eða hengu fyrir utan ,,sjoppu“ eina alræmda, sem staðsett er þarna í hjarta bæjarins. Þegar ég fór fram hjá þeim kölluðu þau að mér ókvæðisorðum, og slíkt var Hann barði hann í götuna hvað eftir annað og dró hann síðan eftir henni með því að toga í fæt- ur honum, en drengurinn lá á grúfu. Hann kom sér síðan í burtu, en maður, sem kom þarna að í bíl, tók strákinn upp og hefur sjálfsagt keyrt bann upp á slysavarðstofu. Nú langar mig til þess að spyrja, hvort svona lagað geti átt sér stað, án þess að lögreglan komist í það, og hvort ekki sé hægt að refsa svona föntum rækilega? SVAK: Við höfum snúið okkur til rannsókn- arlögreglunnar og leitað upplýsinga hjá henni, hvort nokkur kœra, liggi fyrir vegna umrœdds atburðar. Þar fengum við þau svör, að ekkert hefði heyrst um þetta mál. Vessulega er leitt til að vita, að sökudólgurinn skúli ekki vera komið undír mannahendur, því að svona föntum bceri að refsa harðlega. —O— „Próblem.“ Kæra Vika! Ég er í voðalegri klípu, því að ég er hrifinn af manni, sem vill ekki sjá mig. Ég á 3ja ára stelpu, sem mér þykir agalega vænt um. Hún er nú eig- inlega potturinn og pannan í þessu vandræða- ástandi, því að svoleiðis er, að manninum þykii' vænt um mig, en hann vill ekki giftast mér vegna stelpunnar minnar. Fyrst, þegar við byrjuðum að vera saman, vissi hann ekkert um barnið mitt, en ég hafði komið því fyrir í fóstur hjá foreldrum mínum, sem búa í sveit. Þegar hann frétti það (ég sagði honum það) varð hann alveg tjúllaður og rauk út í fússi og sagði mér rétt á eftir, að það væri bezt, að við slitum sambandi okkar. Ég veit ekki, hvað ég á að gera, getur þú sagði að ef ég hagaði mér ekki betur þá gæti ég hætt í skóla og farið að vinna og sjá fyrir mér sjálf. Svo fór ég rétt á eftir á ball með nokkrum krökkum og kvenlöggan kom og tók mig og keyrði mig heim í lögreglujeppa. Pabbi var á kenderíi og var að spila og hann sagði öll- um hinum köllunum að fara og skammaði mig alveg ógurlega mikið, og hann sló mig líka og sagði að það væri víst bezt að ég færi að sjá fyrir mér sjálf. Ég fór strax á eftir til mömmu en hún og pabbi eru skilin, og hún er gift aftur. Svo er pabbi búinn að tala við mig að segja mér að ég megi koma til hans, en ég veit ekki hvað ég á að gera. Hvað finnst þér Vika min? G. J. SVAR: Pabbi þinn bíður eftir þér, vinkona góð, og flýttu þér heim til hans. fig er viss um, að hann býður þér á batl, þegar þú ert orðinn 16 ára. Söknuður. Kæra Vika! Ég er 19 ára gömul og búin að eiga heima í Reykjavík í 3 ár. Foreldrar mínir búa á Selfossi, og ég leigi hjá frænda minum. Ég vinn í verk- smiðju og fer á fætur klukkan rúmlega 7 á morgnanna, vinn allan daginn og fer yfirleitt snemma að hátta, þar sem vinnan er dálítið erfið. Um daginn fór ég á ball með einni vinkonu minni og kynntist þar strák, sem ég er skotin í. Við orðbragðið, að verstu orðhákum hefði þótt nóg | um. Lögregluþjónar voru þarna á rjátli, en þeir § virtust láta lögreglusamþykktina sem vind um § eyru þjóta og skiptu sér ekkert af því, þótt þessir | grislingar væru að flækjast úti eftir háttatíma. | Svo keyrðu „gæjarnir" þarna um á bilum feðra E sinna og þeyttu hornin og blístruðu eftir ; „skvísunum" sínum eins og það er sagt á ,,góðri“ | reykvísku. Er ekki kominn tími til að yfirvöldin i grípi hér í taumanna, svo að friðsamir borgarar | komist óáreittir leiðar sinnar um miðbæinn að | kvöldlagi ? | Húsmóðir. 1 SVAR: Jú, jú, þetta er ófremdarástand, en ekki I má það gleymast að þetta er ekki síður heimilun- | um að kenna en lögreglunni, sem cetti ekki að = þurfa að eltast við „gœjana og skvísurnar“ eins = og þú orðar það. En þegar öllu er á botninn I hvolft skulum við minnast kvœðisins, sem borg- = arskáldið orkti forðum: | Því lífið heldur áfram, Austurstrœti, og önnur kynslóð tekur viö af hinni, sem forðum daga fór með þys og lœti og fagnaði og liló á gangstétt þinni. Kæri Póstur. Ég varð vitni að hræðilegum atburði hérna um i helgina. Ég var að hofa út um glugga hjá mér og i sá þá drukkinn mann misþyrma 11—12 ára strák. i „Ambassadeur" dagstofusettið vekur aðdá- un allra sem unna fögru formi og vandaðri framleiðslu, og telja það með fegurstu dag- stofuhúsgögnum, sem liér hafi sézt á mark- aðnum. Sætis- og bakpúðar eru úr svampi og allir lausir. Rennilás á húsgagnaáklæði er algjör nýjung hér á landi. Þetta auðveldar hreinsun áklæð- isins, því nú má taka það af með einu hand- taki og senda það í hreinsun. Aklæðið er úr beztu fáanlegum efnum og litur og gerð eftir eigin vali. Góðir greiðsluskilmálar. SKEIFAM \ ? LAUGAVEGI 66 SKÓLAVÖKÐUSTÍG 10 SÍMI 16975 SÍMI 15474 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.