Vikan


Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 3
Jú, eflaust er markaður fyrir „karikatúr"- teikningar hér á landi — séu þær vel gerðar. Heppilegast er að senda blöðunum, t. d. vikublöðunum, sýnishorn en greinilega merkt, og komast að raun um hvernig þeim lízt á. Stærðin skiptir í sjálfu sér ekki miklu máli; myndir, einkum teikningar, má stækka og smækka eftir þörfum. Fyrir hönd Vik- unnar þakka ég svo hlýjar kveðjur, og það mun gleðja aðstandendur hennar, að þér fellur vel efnið, sem hún flytur. HJÚSKAPARMIÐLUN ... Kæra Vika. Þú, seni kannt svör við öllu, geturðu frætt mig um það hvart „Hjúskaparmiðlunin“ sé enn starfandi, og ef svo er, hvar liún er til húsa? Með fyrirfram þökk. Baddi. Það ætlar að afsannast að við kunnum svör við öllu. Okkur hefur að minnsta kosti ekki tekist að komast að neinni niðurstöðu í þessu máli, en ef til vill verður birting bréfs- ins til þess, að fyrirtæki þetta geri vart við sig, ef það er enn starfandi. Við skulum að minnsta kosti vona hið bezta. „HALLÓ ...“ Halló, Vika. Ég má til með að skrifa þér nokkrar linur vegna ummælanna um þáttinn lians Svavars Gests í síðustu „Viku“. Þau lineyksluðu mig stórlega. Ekki vildi ég fyrir nokkurn mun af þeim þætti missa, og veit ég, að þar mæli ég fyrir munn margra. Þeir, sem ekki geta liaft gaman af þættinum hans Svavars, hljóta að vera gersneyddir allri kimnigáfu. Svavar er þjóðfrægur fyrir fyndni sina, sem honum er svo eðlileg, að þar hlýtur að vera um með- fædda gáfu að ræða. En vintanlega eru alltaf einhverjir, sem ekki er nokkur lífsins leið að gera til hæfis, en við þá er þetta að segja: Fyrir alla muni verið ekki að angra ykkur, slökkvið þið heldur á tækinu, öll þið, sem eruð með þeim ósköpum fædd að kunna ekki að meta þáttinn. En hafi Svavar heila þökk fyrir fram- lag sitt. Blessuð, Vika min. Bína. Eg þakka Bínu líka hennar framlag. Þannig á það að vera, að sem flestar raddir komi fram og sem flestir segi meiningu sína, með og móti. Því er nú einu sinni þann veg farið, að sínum augum lítur hver á silfrið, og ber ekki að álasa neinn fyrir það þótt hann sé ekki sömu skoðunar og allir aðrir. NEGLURNAR ENN ... Kæra Vika. Ég ætla að flýja á þinar náðir með spurningu, sem mér liggur mjög þungt á hjarta. Ég hef þann leiða vana að naga á mér neglurnar, og nú er það mín lieitasta ósk að geta lagt þann ósið niður. Ég er búin að reyna allt, sem mér getur til hugar komið, en árangurslaust. Nú hef ég ákveðið að fara eftir því ráði, sem þú gafst einhverri um daginn, að leita læknis. Vilt þú, Vika min, gefa mér upplýsingar um til hvaða lækna mundi ráðlegast að snúa sér? Eru ekki til sérfræðingar á þessu sviði — ekki getur mað- ur farið til hvaða læknis, sem er með þetta vandamál. Ég er ekki kunnug hérna í bænum, og vona því að þú getir leyst úr vandræðum mínum. Ég þjáist ákaflega af minnimáttárkennd vegna þess arna, og yrði þér eilíflega þakklát og hverjum þeim, sem ráðið gæti bót á þessu. Ég vona að þú gleymir mér ekki, og ég fái fljót- lega að heyra frá þér. Og svo er það eilífðar- spurningin — hvernig er skriftin? Álfrún. (Sem alltaf les Vikuna). Þér er alveg óhætt að leita tii hvaða læknis sem er, og þú hefur traust á. Hann getur þá bent þér á sérfræðing. ef hann vill ekki sjálf- ur leggja þér ráð. Þetta, sem þú segir um minnimáttarkenndina, er ofur skiljanlegt, og ég ráðlegg þér að gera alvöru úr því sem fyrst að leita læknis. Svo er það skriftin; ég er ekki neinn sérfræðingur varðandi rit- VIKAN Útgefandi: VIKAN H.F. RITSTJÓRI: Gísli Sigurðsson (ábm.) AU GLÝSIN GASTJ ÓRI: Ásbjörn Magnússon FRAMK VÆMD AST JÓRI: Hilmar A. Kristjánsson Verð í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, sími 15017 Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Myndamót h.f. handir, en þykist þó dómbær á hvað sé sæmileg skrift og hvað ekki. Skrift þín er óvenju svipföst og samræmd, hröð, en þó hreinleg og greinileg. ER MARILYN MONRQE GIFT SHAKESPEARE, EÐA ... Kæri póstur. Viltu skera úr veðmáli. Er Marilyn Monroe gift Shakespeare (i bréfinu stendur raunar ,,Sheikspir“) eða einhverju öðru leikritaskáldi. Svaraðu nú fljótt. Hún niun ekki vera gift Shakespeare, sem er dauður og grafinn fyrir nokkru, heldur ein- hverju öðru leikritaskáldi, sem mun heita Arthur Miller. Kaupstefnan í Poznan hefir mikla þýöingu fyrir heimsviðskiptin — er hinn þýðingai'mesti fundarstaður austurs og vesturs — sýnir þverskurð af framleiðsluvöru m lieimsins í dag og þróun tækninnar. Látið ekki bregðast að taka þátt í 29. alþjóðlegu KAUPSTEFNUNNI í POZNAN, en hún verður 12. til 26. júní 1960. Vinsamlegast biðjið um ítarlegar upplýsingar frá: The Management of tlie POZNAN Intemational Fair, Poznan, Glogowska 14, Poland. Sími: 61221. Símnefni: TARG POZNAN eða Verzlunarfulltrúa pólsku sendisveitarinnar, Hofsvallagötu 55, Reykjavík. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.