Vikan


Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 21
ekið, en veitti því um leið athygli, að það voru tveir karlmenn í jeppanum. Annar þeirra sat i aftursætinu, hár maður og holdskarpur, og hafði gætur á henni. Nú tók ihann til máls; röddin var mjúk og þægileg og bar vitni góðri menntun og fágaðri framkomu. „Væri ég i yðar sporum ung- frú Karen, mundi ég ekki reyna að veita mót- spyrnu eða kalla á hjálp. Þér sjáið marghleypuna, sem ég hef í hendinni. Ég 'hef ekki minnstu löngun tit' að myrða yður — að minnsta kosti ekki að svo komnu." Karen lá á hnjánum á gólfi jeppans, skall til á beygjunum, marði sig á hnjám og mjöðmum, oinbogum og jafnvel á kjálkabeinunum. Hún þorði vart. að líta upp, en sá þó svip mannsins, sem sat i' aftursætinu, en aðeins óglöggt vegna þess hve myrkt var. Hann var gráhærður, hallaði sér aftur á bak í sætinu og virti hana fyrir sér með glott- kenndu brosi, líka og Karen hafði séð á vörum stráka, sem virtu fyrir sér flugu, eftir að þeir höfðu stungið prjóni gegnum hana. Henni lá við örviti af ótta. ■ ..Þér gætuð þó að minnsta kosti . . . leyft mér að sitjast," stamaði hún. Will Ooth yppti grönnum öxlunum. Hann var klæddur skyrtu úr gráu silki. sem fór honum vel. Það bar talsvert á suðurríkjamálhreimnum, þegar hann talaði. en rödd hans var mjúk og þýð. „Það er aídrei að vita, nema við ökum framhjá einliverium, sem veitir yður eftirtekt í sætinu, ungfrú," svaraði hann hæversklega. rétt eins og hann væri að ræða við hefðarmey f samkvæmis- ■' sal Úr framsætinu barst drafandi rödd, sem Karen bar þegar kennsl á. Það var rödd mannsins, sem bölvað hafði, þegar hún gerði tilraun til að verjast árás hans í myrkrinu. ..Þetta er bölvuð frenja, Will," mælti hann. „Var- aðu þig á henni; hún bæði bítur og sparkar. Hún hefur ekki nema gott af að henni sé tekið tak svo hún muni eftir þvi.“ Will Roth virti þann, sem talaði, ekki svars. ..Hver eruð þér?" spurði Karen. „Og hvert eruð 'þið að fara með mig ...“ ..Bittu fvrir túlann á henni," var sagt f fram- sætinu. „Ég þoli ekki vaðal i kvenfólki." Will Roth virtist orðinn leiður bæði á henni og heim sem sat við stýrið. Hann svaraði engu. starði annars hugar út f myrkrið, án þess þó að marghlevpan hvarflaði úr miði. Skvndileea skall jeppinn harkalega til. Karen rak höfuð'ð f eitthvað, svo harkalega, að hún missti meðvitund Þegar hún raknaði við aftur, fann hún að jeppinn hafði numið staðar. Hinar sterku hendur, sem áður höfðu brugðið klæðinu vfir höfuð henni, bundu nú úlnliðu hennar ramm- lega ..Þér tókst bærilega að þagga niður i henni, Will," hevrði hún hann mæla drafandi röddu sem fvrr. „Sennilega þolir þú ekki heldur kjaftavað- alinn i kvenfólkinu, ha?" Mick lyfti henni á efldar axlir sér eins og ekk- ert væri. Henni var ljóst að eina vonin um undan- komu var i því fólgin, að þeir héldu að hún væri enn meðvitundarlaus. Vissulega var annar þeirra vopnaður marghleypu, en hún varð að bætta á það. Hún dró andan djúpt að sér og rak upp vein, eins hátt og skerandi og henni var unnt. „Já, einmitt," heyrði hún Will segja, þýðri en háðslegri röddu. „Hún er skynsöm, telpan. Það er lakast að næsti nágranni okkar skuli vera svo langt f burtu, að þess er ekki nokkur von að hann heyri til hennar. Jæja, láttu hana ganga á sínum eigin fótum, Mick, fyrst hún er röknuð úr rot- inu." Mick lét hana lausa, og heldur klunnalega, en þó svo að hún kom fótum fyrir sig. Og nokkurt andtartak starði hann á hana í mjúkri mánalýsu hitabeltisnæturinnar. „Hún er fjandi snotur," tuldraði hann. „Því hef ég ekki veitt athygli fyrr. Eg var svo ákafur, þegar ég var að taka h'ana höndum." En Will Roth hafði ekki neinn tíma til slíkra athugana. „Þú getur verið að glápa á kvenmanns- kind, þótt tvö hundruð og fimmtíu þúsund dalir séu í veði," mælti hann. „Ég hef alltaf tima til að horfa á fallegar stúlk- ur,“ svaraði hann. „Er nokkuð athugavert við það?" Karen fann kuldahroll læsast um sig alla, þegar Mick Roth lagði stuttan og digran arm sinn um mitti henni. „Svona, ég skal styðja þig," sagði hann. Hún dirfðist ekki hrinda 'honum frá sér, enda þótt henni þætti sem hún mundi aldrei fá af sér þvegið förin eftir kámuga fingur hans. Hún stóð eins og stytta og fann heitan andadrátt hans á vanga sér. „Slepptu henni, Mick. Láttu hana ganga eina og óstudda, heyrirðu það ...“ „Hvað — þetta er aijj i lagi, . Heyrirðu ekki til mín . . .“ Karen reikaði áfram, hálf magnvana af ótta og skelfingu. Hún sá móta fyrir hindi ungra pálmatriáa í tunglskímunni og hevrði að öldur féllu að söndum skammt undan. Andartaki síðar voru hau komin inn i sumarbústaðinn. Evrst varð fyrir beim látlaust herbergi og ekki stórt, vegg- irnir hvitmálaðir, hátt. til loftsins. sem hvildi á d’grum bverbjálknm. Húsgögnin vnru létt og ein- föld. stólarnir gerðir úr bambusviði og með segl- dúkssetu. eins og stólar. sem látnir voru standa úti á verönd eða á garðflöt beima i þorpinu, þar sem hún var fædd og uooalin. Þarna voru og tvær rekkjur. eða öllu heldur fiaðradvnur á ein- faldri alúmíngrind. litið eldhúsbnrð. gulmálað og t.voír bakbeinir stólar úr veniulegum viði. Dvr stnðu opnar fram í eldhúsið; þar stóð lítil elda- vél og ísskápur. Gólfin voru úr steinsteypu og ábreiðulaus: sterklegir hlerar fvrir öllum glugg- um nema einum. sem myndaði umgerð um út- sýnina til hafs. eins og stórt málverk. Will Roth stakk hendinni undir olnboga henni og leiddi hana að annarri dýnunni. Karen lét fall- ast magnbrota á hvilu bessa. og hana verkjaði sáran í allan líkamann eftir aksturinn og árekst.r- ana. en á höfði hennar var stór kúla eftir höggið. sem hún hafði hlotið Hún þerraði svitann af and- lit.i sér með vasaklút, og ofbauð, þegar hún sá öll óhreinindin og olíuflekkina eftir ómjúk kynnin við jeppagólfið. Hún lokaði augunum og lá hrevfingarlaus um hrið. Þrevtan, óttinn og sársaukinn gerði hana slióa ng ófæra til að hugsa. Þetta er ekkert. annað en voðalegur draumur, var sem hvíslað einhvers staðar í hugarfyl<rsnum hennar, þetta var aðeins martraðarkast, rétt eins og ihún hafði átt vanda til þegar hún var lítil telpa. Innan skamms mundi hún vakna í örmum föður síns. öldungis eins og þá, og henni mundi óðar hverfa öll hræðsla við myrkrið og nóttina í nálægð hans. Eða kannski hún mundi verða stödd á torginu, á háðtíðina, kannski mundi hún heyra siálfa sig fullvissa Douglas um að hún væri fús að koma með hon- um, hvert sem hann vildi. Og Douglas mundi vefja hana örmum og ekkert fengi grandað henni. , Miek." heyrði hún Will kalia. og nú var rödd hans ekki með mjúkum suðurrikia'hrpim. heldur hörð og skipandi. „Sagði ég þér ekki að láta hnna afskiptaln"sa? Og þú getur reitt þig á, að ég meina það . ..“ Karen kom samstundis til siálfrar sín aftur. Á einu vetfangi hvarf henni ailur sljóleiki. en að henni setti ákafan ótta, þvi að hún sá Mick lúta að sér; það skein í tennur hans milli þykkra var- anna og lióst, hrokkið hárið féll niður á enni honum. Og hún fann nærsýn augu hans stara ó- hugnanlega á sig. Hún réði sér ekki fvrir ótta; án þess að vita hvað hún gerði rak hún honum vel úti látinn löðrung, en hann greip um báðar hendur henni og hélt þeim rígföstum, eins og væri hún afl- vana telpukrakki, kreisti þær svo fast, að henni kom ekki til hugar annað en að hvert bein mundi bresta og rak upp hátt vei, þrungið ótta og sárs- auka. Mick sleppti takinu, laut enn nær henni og brosti. „Ekki ætlaði ég að meiða þig .. Um leið og Mick laut að varnarlausri stúlkunni, læddist Will að með skammbyssuna reidda til höggs. Lágur skellur kvað við þegar skeptið lenti á höfði hans. Hann rétti úr sér, reikaði skref aftur á bak og brá hendi að höfði sér. Því næst bjóst hann til að stökkva á hálfbróður sinn. „Skammbyssan er hlaðin," mælti Will Roth, og nú var rödd hans aftur þýð, en dálítið þreytu- leg „Og þú veizt að ég missi aldrei marks. Hnúar þínir koma þér þvi ekki að neinu haldi. Reyndu ekki að beita þeim." „Þér var þarflaust að berja mig með byssu- skeptinu. Ég ætlaði ekki að gera henni neitt.“ „Þú ætlar aldrei að gera neinum neitt. En það er þetta, að þú ræður ekki við hendur þinar." Mick stóð kyrr og virti hálfbróður sinn fyrir sér. „Þú mundir ekki þora að skjóta mig ,. „Ekki það?“ „Þú getur ekki komið þessu í kring án minnar aðstoðar . ..“ „Þú heldur það?“ „Æ, láttu ekki svona, Will,“ mælti hann hás- um rómi. „Hvað kemur þér þessi stelpa við? Þér stendur svo gersamlega á sama um hana.“ Will Roth varp þungt öndinni. Hann lét fall- ast niður á stól, en hélt skammbyssunni samt i miði. „Ég er ekki sérlega siðavandur maður," mælti hann. „En ég held loforð mín. Og ég hef heitið því, að ekki skyldi skert hár á höfði henn- Framliald í næsta blaöi. Ungri bandaríkjastúlku, Karen að nafni, sem fyrir skömmu hefur misst foreldra sína, tæmist arfur eftir móðurafa sinn, en móðurbróðir henn- ar er skipaður fiárhaldsmaður hennar í erfðaskránni. Þessi móður- bróðir, sem er umsvifamikill fjár- málamaður, gerir sér nú títt við hana, býður henni meðal annars í skemmtiferð til St. Thomas — þar sem æsilegir atburðir eru á næsta leiti ... Flugvélin nálgast Meyjareyjar; Hosmer hefur verið dálítið utan við sig og venju fremur fámáll síðustu mínúturnar, og þegar flugvélin lendir, virðist hann sífellt vera að svipast unt eftir einhverjum í mannþrönginni. Ekki veitir Karen því þó sérstaka athygli; hún verður strax svo hug- fangin af umhverfinu og fólkinu, að hún gætir einskis. Og svo er ekið af stað til gistihússins í fornfálegum bíl, en bílstjórinn er vingjarnlegur og ræðinn ... Hátíð á torginu. Karen fær frænda sinn til að fara með sér þangað, hún töfrast af hinni sér- kennilegu hljómlist, lætur berast með straumn- um og allt í einu stendur hún andspænis æsku- unuusta sínum, Douglas, sem kominn er þeirra erinda að fá hana til að snúa heim, svo þau geti gengið í hjónaband. Karen verður komu hans óumræðilega fegin en . . . VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.