Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 24
Stjörnubíó
sýnir:
Brazilía er tiltölulega ungt land og enn lítt
þekkt. En þar er ör þróun á öllum sviðum, þó
ennþá sé mikið af náttúruauðæfum landsiris
ónýtt. Brazilia hefur stundum verið kölluð —
eins og landið okkar — land aridstæðnanna; þar
má sjá nýtízku skýjakljúfa, villugjarna frum-
skóga, menningu á mjög háu stigi og frum-
stæða steinaldarmenningu.
Til þessa geysistóra hitabeltislands — stærra
en Bandaríkin — gerði sænska kvikmyndafé-
lagið „Nordisk Tonefilm“ út finnn manna leið-
angur til þess að taka heimildalcvikmynd í AGA-
scope og eðlilegum litum. Leikstjórn annaðist
Torgny Anderberg, sem einnig skrifaði hand-
ritið og gaf þær hugmyndir, sem kvikmyndin
byggist á. Leiðangursstjóri var landkönnuður-
inn Rolf Blomberg — en þessir tveir menn eru
þeir sömu, sem fyrir nokkrum árum gerðu hina
stórfenglegu kvikmynd Anaconda. — Mynda-
tökumenn voru Kalle Bergholm og Jhonny Sch-
werin, en Ole Bolilin sá um hljóriiupptöku.
Þeir félagar ferðuðust um Brazilíu í meira
en hálft ár frá einni af fegurstu horgum heims,
Rio de Janeiro, inn í heitt regnskógavítið, lögðu
að baki sér um 4000 kílómetra — í flugvélum,
bílum, bátum, á hestbaki og fótgangandi. Og
eftir ýmis ævintýri og erfiðleika, sneru þeir
heim aftur með 17000 metra langa filinu í balc-
pokunum.
I kvikmyndinni „Villimenn við Dauðafljótið“
birtist okkur hinn margvíslegi töfraheim-
l .
Ileillandi
ferðalag til ævintýralandsins
— paradísar og vítis
mmm
|P fjPg RgSHSBfejj