Vikan


Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 17

Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 17
Maja, Maja, Maja, Hún heitir Maria Einarsdóttir og segist vera ættnð frá Upsum i Svarvaðardal. Við hittum liana í anddyri samkomuhúss liér í hænum, en þar vinnur hún á kvöld- in við fatageymslu og sælgætissölu. — Kanntu vel við þetta starf? spyrjum vi'ð. — Já, já, þetta er eklcert verra en hvað annaS, — dálítiS mikið að gera stundum. — Hvað gerir þú helst aðra tíma sólar- liringsins? — Ja, á nóttinni sofa víst flestir, er það ekki? — Á daginn er ég húsmóðir og gæti bús og barna, — og svo gerir maður svona hitt og annað. — Við höfum heyrt, að þú hafir feng- izt dálítiS við músík? — Það er nú ekki i frásögur færandi. Ég var í Tónlistarskólanum nokkra vetur við nám i píanóleik, og svo hef ég stund- um sungið með Frikirkjukórnum og Pólyfónkórnum. — Og þú dansar heilmikið, er það ekki? — Ég lærði svolitið í ballet, þegar ég var smástelpa, — en þaS varð ekkert meira úr því. Nú dansar maður bara þetta venjulega. — Hvað þykir þér mest gaman að dansa? — Ég veit ekki, — kannski gömlu dans- ana, alls konar þjóðdansa, vikivaka og svoleiðis. — Ferðu mikið út að skemmta þér? — Nei, •— hvernig heldurðu að maður hafi efni á þvi? ■— Ég hélt nú, að stúlkur slyppu nú oft- ast ódýrt, -—• þær létu bara herrana „splæsa". — Já, ég þarf eiginlega að fara að at- liuga það! — Seigðu okkur, Maria, ertu ánægð með lífið svona yfirleitt? •— Ég veit ekki, — kannski mundi ég vilja lifa upp aftur siðustu fimm órin, ef ég gæti. — Heldurðu, að þú spilir ekki fyrir okkur smásónötu á píanó einhvern tíma? —■ Nei, blessaður, ég kann ekkert að spila. Olíupappírar og ástarbréf Margir halda, að ástabréf séu að miklu leyti úr sögunni og að nú á dögum hafi ungt og ástfangið fólk sam- band hvert við annað með öðru móti. Við höldum því fram, að þetta sé sagt af ónógri þekkingu og þrátt fyrir síma og greiðar samgöngur muni ástarbréfin vera í fullu gengi. Það hefur alltaf sinn sérstaka „sjarma“ að fá þess háttar pappír í hendur, og kvenfólkið hefur lag á því að lesa sitt af hverju milli línanna, sem stendur ekki beinlínis skýrum stöfum. Við náðum — eða öllu heldur stálum — þessari mynd af ungri blómarós, þar sem sat við að lesa ástarbréf. Okkur sýndist hún einmitt vera að lesa það, sem stendur milli lín- anna, og svipurinn er heldur óráðinn; það er ekki gott að vita, hvað „gæjinn“ hefur verið að fara. Uppsögn, nei, nei, það kemur ekki til nokkurra mála. Það segir enginn svona dömu upp, sem einu sinni nær sér á strik. Líklega hefur hann verið að segja henni, að loksins hafi hann náð í frumsýningarmiða í Þjóðleik- húsið, eða eitthvað þaðan af betra, því að eiginlega er hún sæl á svipinn, þegar alls er gætt. Nú viljið þið auðvitað vita, hvað stúlkan heitir, og við getum ekki verið að halda því leyndu, enda tilgangs- laust, því að þig munduð bara spyrj- ast fyrir um hana, þangað til það yrði ljóst. Hún heitir Þórdís Sig- tryggsdóttir, — kölluð einungis Dídí, — og á heima, — ja, ætli það sé ekki í lagi að segja, hvar hún á heima. Jæja, við hættum á það, en þið megið engum segja það, þvf að það er ekki víst, að hún fái nokkurn frið, Framhald á bls. 34, 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.