Vikan


Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 7
þó vonlaust enn, að honum takist líka að lengja líf mitt, því að nú eru liðin fjögur ár og níu mánuðir, síðan ég ias skýrsluna, sem ég gat um. Og nú hef ég afráðið að leggja upp í hnattferð, enda finnst mér nú sem ég sé orðinn allur annar og mun yngri maður en ég var. HEIMSFRÆGIR MENN MEÐAL „SJÚKLINGANNA“. Þegar dr. Niehans kom aftur heim frá jarðarför páfans í Róm, biðu hans um 2500 bréf úr öllum lönd- um heims frá fólki, sem bað hann aðstoðar. Sjálfur lætur hann aldrei uppskátt um nöfn sjúklinga sinna, en engu að síður er það alku’nna, að fjöldi auðkýfinga, iðnjöfra og þjóðhöfðingja úr öllum álfum hefur dvalizt í sjúkrahúsum hans í Sviss og Montreux. Vitað er til dæmis, að Japanskeisari kallaði hann sér til aðstoðar og að Albert Schweitzer og hertogafrúin af Windsor hafa notið læknislistar hans. Gloria Swanson, kvikmyndadísin fornfræga, hefur dvalizt í sjúkrahúsi hans, og kon- ungurinn af Marokkó var þar nú fyrir skemmstu. Konur eru í mikl- um meiri hluta, þeirra er til hans leita, því að sú fregn hefur farið eins og eldur i sinu meðal aldur- hniginna kvenna víðs vegar um heim, að lækningaaðferð hans geri menn mörgum árum yngri að starfs- þreki og lífsþrótti — og síðast, en ekki sízt, að útliti. Þótt dr. Niehans sé sjálfur orðinn sjötíu og sjö ára að aldri, litur hann alls ekki út fyrir að vera öllu eldri en fimmtíu og sjö. Faðir hans var svissneskur læknir, víðfrægur á sinni tíð fyrir skurðaðgerðir sínar og yfirlæknir við fylkissjúkrahúsið í Bern, en móðir lians dóttir Frið- riks III. Prússakonungs og ltonu af háaðlinum þýzka, — en nafni henn- ar hefur alltaf verið lialdið strang- lega leyndu, — sem ól barn sitt i fæðingarstofnun 1 Basel og bar þar dulnefnið „greifinnan af Wies- baden“. Fyllsta ástæða er þó til þess að ætla, að hún hafi verið prins- essa af Fúrstenberg, þvi að fóstra prinsessunnar tók litlu telpuna að sér, og var hún skráð i kirkjubæk- ur undir nafninu Anna Kaufmann. Verulegur hluti hins mikla auðs dr. Niehans á rætur sínar að rekja til þeirra miklu fjárhæða, sem Önnu Kaufmann voru reglulega greiddar úr fjárliirzlu Hohenzollern-ættar- innar. Vilhjálmur II. Þýzkalandskeisari hélt alltaf samhandi við hálfsystur sina og eins eftir að liún giftist Niehans prófessor. Þegar Paul, son- ur þeirra, varð átján ára, bauð keis- arinn honum ókeypis námsdvöl við þýzkan liðsforingjaskóla og hét honum liðsforingjastöðu í þýzka herriúm að námi loknu. Paul Nie- lians vildi hins vegar ekki láta svissneskan ríkisborgararétt sinn, afþakkaði liæversklega hið stór- mannlega hoð frænda síns og hóf — að ósk móður sinnar — guð- fræðinám í Neuenburg, Oxford, Berlín og Bern. Hann lault embætt- isprófi í guðfræði, og nafn lians er enn í dag skráð i prestatal mótmæl- endakirkjunnar svissnesku. En þegar móðir hans hóf máls á því, að timi væri til þess kominn, að hann tæki stöðu sem prestur, sló hann hælum saman, laut henni og mælti: — Nú hef ég lokið guðfræðinámi að þinni ósk, móðir mín. Næst hef ég hugsað mér að ljúka læknisnámi að ósk föður mins, og loks ætla ég að gerast liðsforingi — að minni eigin óslc. Og Niehans guðfræðingur hóf enn nám, lauk þvi á mettíma og gerðist skurðlæknir við einkasjúkrahús í Clarens við Genfarvatn. Hreif hann bæði sjúklinga sína og vini fyrir frábæra glæsimennsku og stundaði íþróttir, meðal annars fjallgöngur og reiðmennsku, af mikilli ákefð og dirfsltu. Þegar fregnir bárust um þjáning- ar og hjúkrunarskort særðra og sjúkra í Serbiu á árum Balkanstyrj- aldarinnar og hve mjög þar vant- aði bæði læknislijálp og mat, tókst dr. Niehans að koma þvi í kring, að svissneski Rauði krossinn sendi þangað hjálparleiðangur undir for- ystu hans. Mánuðum saman vann hann að skurðaðgerðum frá morgni lil kvölds í námunda við vígvellina og við hinar örðugustu aðstæður. Þegar starfi hans þar var lokið, hélt hann þó ekki þegar heim aftur, heldur til Saijkar, þar sem útbrota- taugaveiki geisaði og fólk hrundi Framhald á bls. 31. . Dr. Niehans hefur sitt eigið sjúkrahús í kvæmir hann aðgerðir sínar. Malraux í Sviss. Þar fram- Efnið er tekið úr kirtilfrumum lambsfósturs eftir að ærin hefur verið alin á víiándalegan hátt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.