Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 34
Þá kvartar Mallovan fornleifafræð-
ingur brosandi undan þvi, að rit-
höfundurinn sé farinn að trufla
fornleifafræðinginn. En hjónaband-
ið er ákaflega farsælt. — „Giftizt
fornleifafræðingum,“ segir Agatha
við vinkonur sínar. „Eftir þvi sem
þið verðið eldri, þeim inun meira
hrífið þið þá.“
Á kvöldin heima i Englandi, með-
an maður hennar sýslar við skjöl
sín og dregur ályktanir af forn-
leifafundum sfnum, fæst Agatha við
ritstörf. Daglega skrifar hún eða
les fyrir einn kafla í bók sinni.
Barnagælurnar, sem hún lærði í
æsku, hafa lagt henni til nokkur
viðfangsefni, eins og t. d. í hina
frægu sögu Tíu litlir negrastrákar.
Stríðið færði lienni þekkingu á eitri,
og fornleifafræðin hefur orðið
undirstaðan að 5—6 leynilögreglu-
sögum. i
Einn góðan veðurdag skýtur við-
fangsefninu upp í kollinum á henni.
— „Já, það er satt,“ segir liún, —
„ég verð að skrifa eitthvað um það.“
En hún gætir þess að minnast ekki
á það við nokkurn mann, ekki einu
sinni fjölskyldu sína. Það stafar af
nokkurs konar hjátrú.
„Annað fólk telur úr manni
kjarkinn eða hvetur mann inn á á-
kveðnar brautir gegn vilja manns,“
segir hún. „Ef ég reyni að útskýra
þráðinn fyrir einhverjum, þá finnst
mér hann svo kjánalegur, að ég ríf
allt, sem ég hef skrifað.“
Agatha hefur aldrei endurtekið
sig, þó að hún sé búin að skrifa
yfir 60 sögur. Hvernig fer hún að?
Hún setur sig í spor hins seka og
reynir eftir beztu getu að fela glæp
sinn. — „Uppskriftin er einföld,“
segir hún. „En maður getur breytt
henni á ótal vegu, því að manns-
sálin er svo óendanlega fjölbreyti-
leg.“
En hún er trú persónueinkennum
sínum, og hún gerir rétt i þvi.
Verkamenn jafnt sem hefðarmenn
hrífast af bókum hennar. Þær
skemmta jijóðhöfðingjum og eru
stjó.rnmálamönnum til hvíldar og
tilbreytingar. Á 84. afmælisdag sinn
kaus Mary kongungsmóðir, sem var
ímynd brezks virðuleiks, sér leikrit
eftir Agöthu Christie í útvarpsdags-
skránni. Attlee og Eden hafa jafn-
gaman af því að lesa sögur hennar.
Og dauðadæmdir fangar hafa jafn-
vel beðið um þær til lestrar í klef-
um sínum.
: I
BLÁTT ÁFRAM MILLI-
STÉTTARKONA.
Eins og flestir aðrir rithöfundar
hvílir Agatha Christie sig við ann-
ars konar skriftir. Hún skrifar ást-
arsögur undir dulnefninu Mary
Westmacott. í 20 ár tókst henni að
dyljast fyrir öllum nema einni
æskuvinkonu sinni, sem skrifaði
lienni: „Þú ert Mary Westmacott.
Enginn hefði getað skáldað þessar
æskuminningar, sem við eigum.“
Bandarískur blaðamaður uppgötvaði
sannleikann í málinu ekki alls fyrir
löngu, og Agatha hafði lúmskt gam-
an af því að vera gripin við ódæðið
— eins og söguhetjur hennar.
Þessi kona, sem er kunn um allan
lieim, fer huldara höfði en aðrir rit-
höfundar. Útgefandi bóka hennar í
Frakklandi hitti hana ekki fyrr en
eftir 25 ár. Lesendur hennar þekkja
liana aðeins gegnum söguhetjurnar.
Aldrei hefur hún sézt í miðdags-
veizlum bókmenntamanna eða á
ráðstefnum. Og ef áhorfendur á
frumsýningu á einhverju leikrita
hennar fara að kalla fram höfund-
inn, ]iá cr hún óðara horfin úr leik-
húsinu.
Samt sem áður er engum erfið-
leikum bundið að liitta Agöthu. En
liver mundi þekkja mest lesnu
skáldkonu heims i gervi liinnar
mjög svo brezku millistéttarkonu,
sem gengur i vikulokin upp aðal-
göluna í litla þorpinu í Tamis-dal
með körfu á handleggnum? Gömul
kona heilsar henni hæglátlega, —
söguhetjan frú Marble er ekki sýni-
lega eintómur hugarliurður. Svo
ýtir hún upp hurðinni hjá A.B.
Crudingtone, Poultry and Fishgame,
svo að bjallan liringir. Frú Mallovan
er að gera innkaup sín. Aðeins
þannig sýnir Agatha Christie sig
á almannafæri.
Menn hafa lengi reynt að útskýra
þennan dularhjúp, sem hún virðist
sveipa um sig. En dularlijúpurinn
er ekkert annað en það, hvað hún
er blátt áfram. Hún eyðir mestum
liluta dagsins i garðinum sínum, í
Wallington eða Devon eins og
flestar aðrar enskar konur og sýsl-
ar við rósirnar sínar. Svo fer hún
inn i eldhúsið með bláu lérefts-
gluggatjöldunum til að reyna nýja
uppskrift af enskum „bollum“, áður
en hún fer á fund í leikfélaginu og
situr i forsæti við hlið frú Curtis.
Undir kvöld lýkur frú Mallovan
störfum sínum, en þá hefjast störf
Agöthu Christie. Alls kyns persón-
ur, — og þær eru í sannleika reglu-
lega dularfullar, — hópast i kringum
hægindastólinn, þar sem húsmóðir-
in á heimilinu hefur komið sér fyr-
ir. Agatha talar við þær. Hún brosir
og hrekur svo burtu skuggana, sem
hún ætlar nú að færa líf í fyrir
milljónir lesenda í liinum furðulega
raunverulega heimi ímyndunarafls
síns.
('Henriette Chandet).
Þýtt og stytt úr Paris Match.
Viðbúin
vorkuidunum
Framhald af bls. 11.
prjónið fyrir þumalfingri þannig: prj.
10 1., þræðið næstu 6 1. á öryggisnál
eða þráð, og fitjið síðan upp 6 1.
yfir. (Þumalfingursl.).
Haldið áfram að prj. eins og áð-
ur, þar til ca. 14 sm. mætast frá
brugðning. Þá byrjar úrtakan, og er
hún gerð þannig: Prj. 2 1. sl., 2 1.
prj. sm.. 8 1. sl„ 2 1. prj. sm„ 4 1. sl„
2 1. prj. sm„ 8 1. mynztur, 2 1. prj. sm„
2 1. sl. Prj. 2 1. sl„ 2 1. sm„ 6 1. sl„ 2
1. sm„ 4 1. sl„ 2 1. sm„ 6 1. mynstur,
2 1. sm„ 2 1. br. Prjónið 1 umf. án úrt.
Næsta umf.: Prj. 2 1. sl„ 2 1. prj. sm„
4 1. sl„ 2 1. sm„ 4 1. sl„ 2 1. sm„ 4 1.
mynztur, 2 1. sm„ 2 1. Prjónið
1 umf. án úrtöku. Næsta umf.: 2 1.
sl, 2 1. sm„ 2 1. sl„ 2 1. sm„ 4 1.
sl„ 2 1. sm„ 2 1. mynztur. 2 1. sm„
2 1. sl. Prjónið 1 umf. án úrtöku.
Næsta umf.: 2 1. sl„ 2 1. sm„ 2 1. sl„
2 1. sm„ 4 1. sl„ 2 1. sm„ 2 1. mynztur,
2 1. sl. sm„ 2 1. sl. Prjónið 1 umf.
án úrtöku.
Næsta umf.: 2 1. sl„ 2 1. sm„ 2 1.
sl„ 4 1. sl„ 2 1. sm„ 2 1. sm„ 2 1. sl.
Næsti prj. brugðin. Dragið nú þráð-
inn gegnum lykkjurnar, sem eftir
eru, og gangið frá honum.
Þumalfingur.
Takið upp 6 1. af öryggisnálinni á
prj nr. 6, og fitjið upp 3 1. báðum meg-
in við þær. Prjónið nú sléttprjón þess-
ar 12 1„ þar til mælast 5 sm. (endið
á brugðnum prjóni). 1 næstu umf.
er tekið úr þannig að prj. 2 1. sm. alla
umferðina. Prjónið br. til baka. Drag-
ið þráðinn gegnum lykkjurnar, sem
eftir eru, og gangið frá honum.
Vettlingur hægri handar prjónast
eins, en á gagnstæðan hátt.
Ath„ að fyrsta umferð eftir brugðn-
inginn byrjar þannig: 3 1. sl„ 10 1. br„
19 1. sl.
At'hugið sérstaklega, að þumalfingur
komi á gagnstæðan hátt við vinstri-
handarvettling.
Pressið lauslega yfir vettlingana.
Saumið þumalfingur við og einnig
vettlingana saman á hliðunum.
Olíupappírar...
Fram'hald af bls. 17.
en það er í Eskihlíð 5. Að deginum
til er raunar öruggara að ná í hana
hjá Shell, því að þar er hún á skrif-
stofu og meðhöndlar alls konar
pappíra varðandi olíu. — Að hugsa
sér því um líkt! En hún sættir sig
við það, og það er auðvitað ekkert
við því að segja. Að lokum viljum
við benda forráðamönnum fegurð-
arkappmóta á það, að þarna er ein-
stakt tækifæri til þess að fá fulltrúa
fyrir kvenþjóðina, sem sómi væri
að sýna fyrir utan landsteinana.
HÚSEIGENDUR!
ÚTI
INNI
HANDRIÐ
“ HLIÐ
GRINDUR
VÉLVIRKINN
SIGTÚN 57 — SÍMI 32032
Þú og barnið þitt
Framhald af bls. 11.
sem gera má ráð fyrir, að fólk liafi næði til að
horfa og lilusta, Því að í allri fræðslu, upplýs-
ingum, leiðbeiningum, daglegum fréttum og
óróðri mundu mynd og tónn renna saman og
styrkja hvort að annars lilutverki.
Ætli nokkur maður gefi sér þá tíma til að
Iesa þau þúsund bindi leturprentaðra bóka,
sem þá gætu miðlað lágmarksfróðleik um mann-
inn og heim lians?
SAMKEPPNI VIÐ LESTItARKENNSLUNA.
Þó að auðsætt megi telja, að myndin verði
miklu stórvirkara kennslutæki í framtíðinni en
nú og þrengi að prentuðu máli, er ég „reiðum
föður“ samt algerlega ósammála um það, að
lestrarkennslan sé að verða úrelt og óþörf.
Lestraröld stendur í blóma og mun rísa enn
hærra. Sum þekking er svo flókin, að liún verð-
ur ekki numin til hlítar nema með nákvæmum
lestri, þar sem lesandinn getur skýrt efnið fyrir
sér og lagt það á minnið, um leið og hann les.
Aldrei geta myndir komið í stað slíkra texta,
ekki heldur hið talaða orð, þó að við gerum
ráð fyrir, að hver nemandi liafi fræði sin á
tónböndum líkt og nú á bókum. Með bókina í
hendi hefur nemandinn tök á að beita sínum
persónulega hugsunar- og verkliraða, en aðeins
þannig numin verða fræðin honum að fullu
ljós og tiltæk.
Hins vegar eru myndaræman og tónbandið
harðir keppinautar lestrarkennarans um hug
barnsins. Myndar og hljóms getur það notið
án þess að skilja þau, en lestrarnámið veitir
ekki beina gleði, fyrr en Ieikni er náð að vissu
marki. Þess vegna dregst hugur barnsins auð-
veldlega frá lestri; myndin er bæði skemmti-
legri og áreynsluminni. Samt heillar fátt sterkar
en góð bók þá, sem leiknir eru í lestri. Og þörf-
in á lestrarkunnáttu var aldrei brýnni en nú.
Hún hamlar því sterklega gegn áróðri myndar-
innar. Hinn greindari og þróttmeiri hluti æsk-
unnar leitast við að fullnægja henni. En að ó-
breyttri ytri aðstöðu verður hinum tornæmari
og hviklyndari börnum lestrarnámið þvi fiar-
lægara sem myndin seiðir þau sterkar til sin
utan náms og skóla.
Ef lestrarkennslan á að lialda velli, þarf hún
að taka miklum framförum og hagnýta framar
en nú er gert þá aðstoð, sem tæknin býður.
Þetta á raunar við um alla kennslu. Prentaður
texti er að vísu mikilvægasta kennslutækið,
hvaða aðferð sem annars er beitt, en með ein-
hæfri notkun getum við samt ofboðið þvi og
þannig rýrt gildi þess.
34
VIKAN