Vikan


Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 33
og efla þær tll starfa, sem ungar væru.“ Það er föst og viðurkennd venja, að nýjar iækningaaðferðir séu reyndar og fullkomnaðar í háskóla- sjúkrahúsum eða liffræðistofn- unum á strangvisindalegan hátt, áður en þær eru almennt tekn- ar í notkun. Dr. Niehans hefur snú- ið þessari reghi algerlega við. Hann upþgötvaði aðferðina fyrir hend- ingu í starfi sínu og hefur siðan fullkomnað hana í starfi sinu án þcss að hirða um að skilgreina hana vísindalega eða byggja hana á fræðilegum rannsóknum. Það er þvi slzt að undra, þótt hann hafi sætt hörðum andróðri af hálfu vísinda- manna. Hann var kallaður til Japan og beitti þar þessari aðferð sinni með glæsilegum árangri við nokkra úr keisarafjölskyldunni, og hann var kallaður til Lundúna til aðstoðar líflæknum Georgs VI. Bretakonungs, sem lá fyrir dauðanum. En hann varð að tilkynna læknunum, að því miður kæmi lækningaaðferð sín ekki að neinu haldi, þegar uni væri að ræða þann sjúkdóm, sem konung- ur þjáðist af — lungnakrabba. Árla morguns i febrúar 1950 var hann vakinn í höll sinni við Genfar- vatn með hraðsímtali frá Rórna-, hann þáði. Þar með varð hann páfa- legur excellence, enda þótt hann hefði embættispróf í guðfræði mót- inælendakirkjunnar. Ekki er það óliklegt, að það liafi einmitt verið þetta fordæmi páfa, sem réð þvi, að hinn trúi og trausti þegn kaþólsku kirkjunnar, Aden- auer kanslari, kvaddi dr. Niehans sér til læknisaðstoðar. Raunar vili liann aldrei viðurkenna það, að dr. Niehans stundi sig, en hins vegar er það staðreynd, að starfsþrek og lifsþróttur kanslarans hefur aukizt um allan helming að undanförnu frá því, sem var fyrir nokkrum ár- um, þegar ellihrörnunin var mjög farin að Segja til sín og almennt var talið, að hann mundi þá og þeg- ar draga sig í hlé. Flestir þeir, sem leita til dr. Nie- hans, gera sér vonir um, að hann kunni að geta lengt ævi þcirra, en á slikt vill hann ekki héyra minnzt. — Ég kann ekki nein ráð til að lengja ævi manna, segir hann. Ég get aðeins veitt þreyttum og út- tauguðuin likama Jjeirra nýjan þrótt. Margir af sjúklingum hans eru iðnjöfrar og framkvæmdastjórar slórfyrirtækja, komnir um fimm- tugt, en hafa þegar ofgert sér í starfi sínu. Og dr. Nielians er ekki feiminn við að krefja þá, sem þess borg. Gat hann kornið tafarlaust tiljj^eru umkomnir, um háar fjárupp- Vatíkansins? Páfi lá alvarlega sjúk-jgjhægir fyrir læknishjálpina, enda ur og fór mjög hnignandi, — þjáð- ist af hörðum hiksta, sem stafaði af langvinnu magasári. Dr. Niehans ákvað að beita eigin lækningaað- ferð. Að hálfum mánuði liðnum hafði hann unnið bug á hikstanuin, og páfi gat sofið rólega i fyrsta skipti um langt skeið. Og smám saman náði hann sér að fullu. í árslok 1954 var dr. Niehans enn kallaður til Vatíkansins í Róm. Gamli páfinn hafði ofreynt sig, er hann vildi eigin hendi lyfta þungri skjalákistu upp á skrifborð sitt. Það var þindin, sem hafði brostið. ítölsku lælcnarnir tveir, — pró- fessorarnir Palucci og Gasbertini, sem líflæknir páfa, Galeazzi-Lisi, sein seinna hlaut vafasama heims- frægð, liafði kallað sér til aðstoðar, — vildu báðir, að páfi yrði skorinn upp, en Nielians var því mótfallinn. Það var ekki laust við, að háðssvip- ur kæmi á andlil ítölsku prófessor- anna, þegar Svisslendingurinn vildi lækna páfa með því að dæla ung- frumum í likama hans og neyzlu hnausþykkrar kartöflusúpu. Þeir báru meira að segja fram opinber- lega formleg mótmæli, og í reiði sinni lét próf. Palucci blöðin hafa það eftir sér, að dr. Niehans, sem allir vissu, að var mótmælendatrúar, hefði það eitt 1 liyggju að kála páf- anum. Þindin greri skjótt, og nokkrum mánuðum síðar setti páfi ofan í við Palucci prófessor, svo að lítið bar á. Svo stóð á, að sæti varð laust í páfalegu visindaakademíunni við lát brezka vísindamannsins Sir Al- exanders Flemings, þess er fann upp penícillínið. Nú er það yfirleitt föst regla, að nefnd akademíufélaga stingur upp á þeim, sem hún telur, að beri slikur heiður, en í þetta skipti notfærði páfi sér þann rétt sinn að stinga sjálfur upp á mann- inum, en það skoðast í sjálfu sér bein skipun. Hann stakk upp á dr. Niehans, og hinn 24. apríl sama ár var samþykkt einróma í akademí- unni að bjóða honum sætið, hvað hefur hann gifurlegar tekjur og berst mikið á. Hann á safn dýr- mætra listaverka og listmuna í hinni miklu höll sinni við Genfarvatn og bvr eins og fursta sæmir. Það telur dr. Niehans mesta sig- ur sinn, að visindamennirnir hafa neyðzt til að viðurkenna lækninga- aðferð hans og eru nú önnum kafn- ir við að rannsaka liana fræðilega og skapa þannig visindalegan grund- völl því læknisráði, sem hann greíp til sem óyndisúrræðis i örvæntingu, þegar hann vissi um lif og dauða að tefla. — Þeir geta ekki gengið fram hjá mér lengur, segir dr. Niehans, sem tekið he-fur öllum ádeilum og árásum á undanförnum áratugum með stórmennskulegri ró. — í tutt- ugu og sjö ár hef ég beitt lækninga- aðferð minni með góðum árangri við fimmtán þúsund sjúklinga, og enginn hefur látizt af hennar völd- um. Frúin, sem var sú fyrsta, sem ég reyndi aðferð mína við. er enn á lífi, 75 ára að aldri, og liin ern- asta. Agatha Christie Framhald af bls. 13. SÚ SJÖUNDA „SLÓ í GEGN“. Rauðu miðarnir á litlu glösunum hcnnar heilluðu hana. Hún fór að kynna sér sérfræðileg rit á bóka- safninu. Ekki leið. á löngu, áður en hún var orðin gagnkunnug verkun- um eiturefnanna og magni því, sein nota mátti. Dag einn sagði hún: — „Látið mig bara fá væna eiturflösku, og ég skal setja fyrirmyndarglæp á blað.“ Auk þess að vera nauðsynlegt við bakstur, er ROYAL lyftiduft ágætt við aðra matar- gerð, t. d. við eftirfarandi: Cggiakölau (ommelettur) verða lóttari •! þér notið Víi teskeið Ulóttiulla) ai ROYAL lyftiduftl á móti hv«r)u eggi. Næst er þér steykið físk blandið ROYAL lyitiduiti saman við raspið. Hið steykta verður betra og ntokkara. Hæiilegt er að’ nota 1} tsk. (sléttiulla) ai ROYAL lyitiduiti á mótk 30 gr. ai raspi. Kartöflustappan verður loitmeiri og betri ei 2 tsk. (sléttiuUar) ai ROYAL lyitiduiti eru hrærðar laman við meðalskammt Marensbotnar og annað gert úr eggjahvitum og nykri verð* ur íingerðaxa ei ROYAL lyfti- duit er notað. þannig: Á móti 2 mtsk. (nlótti.) ai sykri og einni •ggiahvitu koml ‘/j tsk- (slótti.) ai ROYAL lyiUduiti. Royal lyftiduft er heimsþekkt gaaðavara sem reynslan hefur sýnt að ætíð má treysta. NOTIÐ Royal Hugmyndin að sakamálasðgu fæddist i huga hennar i sambandi við veðmál, sem hún gerði við syst- ur sina. Ungu konurnar tvær lágu í leynilögreglusögum eftir Gaboriau, Cónan Doyle og Gaston Leroux. Strax eftir fyrstu blaðsiðuna var Agatha venjulega búin að geta sér til um, hver væri morðinginn. Henni skjátlaðist aldrei. Eldri systur hennar gramdist, að sú yngri skyldi vera henni fremri í þessu, og skor- aði því á hana að semja þá saka- málasögu sjálfa. Agatha tók áskor- uninni. Og upp frá þvi fóru að myndast i huga hennar drög að skáldsögunni, sem hlaut nafnið Hið dularfulla mál Styles. Þar not- færði hún sér hina nýju þekkingu sina á samsetningu eiturtegunda. Hún ímyndaði sér, að fórnarlamb- ið tæki i einu inn bromure til að sofa vel, og róandi meðal með stryknini sér til liressingar. Af því dó liin elskulega frú Inglethorp, ofur rólega, og um leið kom í heim- inn liinn frægi Ilercule Poirot í því skyni að fletta ofan af morðingj- anum. En Hið dularfulla mál Styles átti ekki miklu láni að fagna í fyrstu. Sex útgefendur sendu handritið án nokkurrar skýringar. Loks kom bréf frá John nokkrum Lane, sem bað Agöthu að koma til viðtals við sig um skáldsöguna hennar, sem hún var sjálf næstum búin að gleyma. Hún var ekki sérlega bjartsýn, þeg- ar hún lagði af stað, en kom aftur sigri hrósandi með samning upp á vasann, þar sem hún hafði fallizt á að láta þennan útgefanda fá fjórar næstu bækur sínar. Samningurinn var ekki sérlega hagstæður, en hún var samt sem áður hæstánægð. Hún skrifaði tvær sögur á ári, og frægð hennar fór liraðvaxandi. Arið 1926 sæmdu gagnrýnendur hana titlinum „glæpadrottningin“ fyrir söguna Morðið á Roger Ackroyd. Bókin varð henni hrein- asta gullnáma. Um þetta leyti var hún að skilja við Christie majór, eftir að hún hafði gert nafn lians frægt. Dag nokkurn fann lmn hjá sér þörf fyrir að finna sögum sínum nýjan ramma. Fornaldarmenning iiafði alltaf heillað hana. Og á ferða- lagi i Mesópótamíu hitti hún seinni mann sinn, kunnan fornleifafræð- ing, Max E. L. Mallovan. Hann liafði alltaf haft mikinn áhuga á gömlum rústum, og nú las liann i skyndi allar sögur Agöthu Christie. Sjálf fullyrti hún, að fornleifafræði væri í rauninni ákaflega skyld glæpa- sagnabókmenntum. HÁLFT ÁUIÐ VIÐ FORN- LEIFAGRÖFT. Eftir að-Agatha Christie var orðin frú Mallovan, fór hún að kunna við sig í rykinu á uppgraftarstöðunum og að sofa í tjaldi, — hún, sem kunni svo vel að meta þægindin i húsinu sinu í Devonshire. Það varð til þess, að drottning leynilögreglu- sagnanna skipti lifi sínu í tvennt og helgar sig nú hálft árið þvi starfi að vera opinber ljósmyndari Mallovan-leiðangranna. Til að vera þessu nýja starfi vaxin lagði hún það á sig að sækja i margar vikur ljósmyndaranámskeið í London. Síðan hefur Agatha verið mjög fær samstarfsmaður manns sins nema þegar frjóangi næstu sögu fer að skjóta upp kollinum í huga hennar. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.