Vikan


Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 25
ur Brazilíu. Við gönguni um götur milljónaborganna, milli strá- kofanna í frumskógaþorpunum — hittum fagurvaxnar þolckadisir á Copacabana-baðströndinni i Rio de Janeiro og frumstæöar „villikonur“ í Matto Grosso. Við sjáum liða yfir tjaldið hinar sérkennilegustu mann- og dýrategundir, regnskóga hitabelt- isins með dásamlegu dýra- og gróður- riki, liið víðáttumikla Amazonfljót — það vatnsmesta í heimi, — og drauga- bælið Manaus . . . Og i einum hluta myndarinnar kynnumst við herská- um fiskimönnum, sem búa á eyðilegri strönd fylkisins Ceará, og sem bafa hjúþast helgisagnablæ fyrir hugrekki sitt og vílcingaeðli. Einkum eru þó bátar þessara fiskimanna — Jaganda — sérkennilegt fyrirbæri, en á þeim, þessum ótrúlega frumstæðu fleytum, fara þeir innfæddu í langar og liættu- legar sjóferðir, jafnvel á iiaf út. Og til þessara seglbáta má rekja annað heiti þessara kvikmyndar, en hún bef- ur einnig verið nefnd „Jaganda — hljómkviða Brazilíu“. „Villimenn við Dauðafljótið“ opnar okkur, sem varla getum komizt út fyrir landsteinana, ekki aðeins nýja draumaheima á kvikmyndatjaldinu, heldur er bún einnig í sjálfu sér iitið brot veraldarsögu. Og nú gefum við leikstjóranum, Torgny Anderberg, orðið: „Sú var tíðin að gúmmíið, bið nýja gull, rann í stríðum straumum um Ámazonliéraðið — ásamt blóði Indí- ánanna, Hviti maðurinn hafði byrjað liið gegndarlausa dráp á Indíánum í æðislegri leit sinni að auðæfum — ævintýralega miklum auðæfum. Inni í miðju Amazonliéraði stendur borgin Manaos, sem hefur verið kölluð Klondyke gúmmiæðisins. Gúmmi- kóngunum nægði ekki að liafa kampavín, þcir vildu líka menningu. Og þess vegna stendur i Manaos eitt sögulegasta minnismerki veraldar — geysistórt söngleikhús. Það var byggt á Englandi, var síðan rifið niður stein fyrir stein, flutt yfir Atlantsbafið og síðan dregið af Indíánum 300 mílna leið á flekum upp eftir fljótinu til Manaos, þar sem það var endurreist. Söngleikaflokkar voru einnig fluttir frá Evrópu. En er tjaldið var dregið frá og mönnum birtist hinn óraun- verulegi og draumkenndi sorgarleik- ur á . söngleikasviðinu, var einnig tjaldi lyft frá öðrum raunverulegri sorgarleik - - binum blóðugu vígvöll- um, þar sem Indiánunum var slátrað viðstöðulaust í brálæðislegu ofsóknar-' æði lieir ’a hvítu. En þessi sorgarleik- ur liafði örlagaríkar afleiðingar. Indí- ánarnir gleymdu ekki grimmd bvíta kynbáttarins. Og enn þann dag i dag stendur söngleikahúsið í Manaos sem blóðugur minnisvarði þessara til- gangslausu ofsókna. Hvað eftir annað bafa könnunar- sveitir verið sendar inn í frumskóg- inn lil þess að ná sambandi og frið- mælast við Indiánana. Og þessar svcit- ir hafa aðeins fengið eina skipun — drepa aldrei, ekki einu sinni i sjálfs- vörn.“ „Og svo loksins eftir margar og jíungar fórnir, liafa menn smátt og smátt náð sambandi,“ heldur Ander- berg áfram. „En erfiðast var að kom- ast í vinfengi við Xavantes-Indíánana. Þeir höfðu ekki aðeins óbilandi hatur á hvítum mönnum, heldur voru þeir einnig ógnvaldur annarra Indíána- flokka. En það er kannski einmitt liess vegna, sem við sóttum það svo fast að kynnast þeim — ævintýralöng- unin hefur löngum ]>ótt rík í okkur Svíum. Leið okkar lá upp eftir Dauðafljót- inu, sem er meira brollvekjandi að nafninu til en i raunveruleikanum, og til umráðasvæðis Xavantes-Indíán- anna í Matto Grosso. Við náðum sam- bandi við þá, en þeir vildu ekkert með okkur hafa og stökktu okkur á flótta. Þá héldum við áfram upp eftir ánni og eftir nokkra daga hittum við annan ættflokk, öllu vinsamlegri, og hjá lionnm dvöldum við í tvo dága. En síðan lá leiðin niður fljótið á ný og er við komum til Xavanteslndí- ánanna aftur, hafði brazilískur um- boðsmaður okkar talað við höfðingja þeirra og fengið hjá honum leyfi til ]>ess að við mættum koma í land og taka nokkiar myndir. En aðeins af einum stríðsdansi. Þarna stóðum við svo umkringdir af óvinveittum Indíánum og bjugg- umst við öllu hinu versta. En þetta Iagaðist smátt og smátt. kostaði okkur að vísu ógrynni af gjöfum og tauga- spenning, en lauk þannig, að liöfðing- inn bauð okkur að kvikmynda inni i sjálfu þorpinu — af hversdagslifinu þar. Og þannig urðum við fyrstir til að taka myndir af Xavantes-ætt- fIokknum.“ Og Anderberg segir að lokum: „Kvikmynd þessa, og þó einkum þann hluta hennar, sem tekin er á bökkum Dauðafljótsins, höfum við tileinkað þeim mönnum, sem fórna lifi sinu í friðsamlegri baráttu fyrir þvi að endurheimta sambandið við hinn týnda heim“. Getum nú útvegað með stuttum fyrirvara hinar vinsælu norsku 4-gengis MARNA ljósa- og bátavélar. BÁTAVÉLAR. Stærðir frá 8 hestöfl til 36 hcstöfl. Vélarnar fást bæði með skiptiskrúfu ! og gear. LJÓSASAMSTÆÐUR frá 11 hestöfl til 45 , hestöfl með tilsvarandi riðstraums- og jafn- straumsrafat upp í 30 K.W. M1 8/12 HK Allar nánari upptýsingar eru gefnar á vélaverkstæði Sig. Sveiabjörnssonar h.f. Skúlatúni 6. - Sími 15753. r— HARNA-DIESEL VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.