Vikan


Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 14

Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 14
 (Jetð hus0Ö0it verid listmunir? Það hefur lengi verið bjargföst skoðun manna, að list sé það eitt, sem hægt sé að inn- ramma og hengja upp á vegg, eða hreykja á stall. Það hefur losnað ögn um þessa skoðun síðustu áratugina og og nokkrir byltingar- seggir hafa gerzt svo djarfir að kenna ýmislegt við list, sem viðkemur daglegu lífi okkar. Þeir segja sem svo: Séu þessir hlutir gerðir af þeirri einlægni, sem ein- kennir listsköpun, þá skiptir form og hlutverk þeirra ekki máli. Tökum til dæm- is stóla. Allir geta þvfst verið sammála um, að formlausir tuskuklumpar, sem þóttu góð og gild vara hér úður fyrr, eiga lítið skylt við list- sköpun. Við höfum heyrt að nútímalistin smiti út frá sér. Athugið þið bara ýmsar nútíma höggmyndir og jafnvel málverk. Þið sjáið þar mörg hin sömu sjónarmið og hjá arkitektunum, sem hafa hafa verið að teikana nytja- teiknað þessa stóla. Þeir hluti sem eiga að gegna ákveðnum tilgangi. En þeir hafa líka hugsað um hina fag- urfræðilegu hlið. Augað þarf sitt, ef vel á að fara. Þetta er meira menningaratriði, en margan grunar. Það er iiður í því að njóta lffsins. Enginn veit til fulls, hversu góð áhrif það getur haft á sálarlíf manna, að að skapa umhverfið eftir fagurfræði- legum boðorðum. Efst er sýnishorn af dönskum húsgögnum, sem ef til vill falla bezt inn ( þennan ramma, sem hér hefur verið nefndur. Norðurlandamenn kalla þetta „brngskunst“, og slá því þar með föstu, að listina megi yfirfæra f nytja- hlutina. Það mætti ef til vill kalla næst efsta stól- inn letistól. Hann er teikn- aður með það fyrir augum að láta fara reglulega vel um sig. Stólarnir tveir, þar fyrir neðan eru byggðir upp með harðviðsgrind, annar með ávölum formum og skeifu- grind, hinn er meira f funkis- stíl. Sá neðsti er alveg bólstraður og er þá mjög þýð- ingarmikið, að áklæðið sé fallegt. Hér hafa verið not- aðar tvær tegundir af mjög grófu áklæði Ég hef séð rltað um skilnaSar- vandamálin frá ótal sjónarmiSum — af konum. En skilnaður er ekki eingöngu erfiður fyrir kvenfólliið. Karlmaður á engu síður erfitt. Að minnsta kosti átti ég það. Svo að ég segi eins og satt er, þá var ég niður brotinn, þegar Vera fór frá mér til þess að giftast öðrum manni. Ég hafði verið takmarkalaust ást- fanginn af henni, dáð hana og litið upp til hennar. Það var hræðilegur örvæntingar- tfmi, fyrsta árið eftir skilnaðinn. Samúðin og meðaumkunin, sem ég fann hjá vinum mínum og konum þeirra, hafði truflandi áhrif á mig. Nei, það var ekki meðaumkun, sem ég leitaði að, heldur eitthvað, sem gat bætt mér missi Veru og það, sem hún hafði verið lífi minu. Ég er i eðli mínu mjög heimakær, og það voru einmitt heimilisnotin, sem ég saknaði mest. Nú þoldi ég ekki að vera einn heima. Ég flæktist eirðarlaus um á samkomustöðum og kaffihúsum eingöngu til að sjá fólk og tala við einhvern. Af því Ieiddi, að ég varð of eyðslusamur, og það fór illa með taugar mínar. Af eðlilegum ástæðum veittu þessir lifnaðarhættir mér enga ánægju. Þannig hafði ég aldrei lifað áður. Eki það var eins og ég leitaði án afláts að einhverju, — þangað til ég fann Sonju. Hvers vegna það var Sonja, er erfitt að útskýra, — hún, sem virtist alltaf svo kæru- laus og óreglusöm, að það var ó- mögulegt, að ég yrði ástfanginn af henni. Hún var svo ólik Veru. En ég sá fljótt, að það var gagnslaust að ætla að likja þeim tveimur saman, svo ólikar voru þær. Það var fyndni og kæti Sonju, sem laðaði mig að henni, og við áttum margar skemmtistundir saman. Við syntum, fórum i sólbað, sigldum og fengum okkur göngutúra. En ástfanginn af henni, — nei, það var ég ekki. Og að giftast henni hafði ég aldrei hugsað um. Við áttum aðeins á- nægjustundir saman. Það var dá- samlegt að hafa aftur einhvern til að hringja i, ef mig langaði í bió eða í bíltúr. Eins og allir síngjarnir og sjálfselskufullir menn eru, gaf ég mér aldrei tima til að hugsa um, hvaða áhrif ég hefði á hana. Þá skeði nokkuð, sem breytti öllu. Mér var boðin staða sem deildar- stjóra i útibúi fyrirtækisins á Jót-, landi. Ég vinn i bíladeildinni, og þetta var lokkandi tilboð, sem ég tók með mestu ánægju, ekki «wi 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.