Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 11
Þetta er
þátturinn
merkisatburftur gerðist i Skáta-
heimilinu?
— Það eru víst orðin sex ár
stðan.
— Þú hefur uú varla verið eiiis
góð í islenzku og þú ert orðin
núna.
— Það held ég bara, málið kom
strax, þegar ég fór að vera hér.
— Eigið þið mörg börn?
— Tvö, — fjögra ára telpu og
tveggja ára son. Svo er hjá okkur
dóttir Jóhanns af fyrra hjóna-
bandi. — Já, hann hafði verið gift-
ur áður ... Þessi telpa er i miklu
uppáhaldi hjá mér, — alveg yndis-
leg stúlka.
— Hann hefur sem sagt ekki
verið byrjandi — þarna i Skáta-
heimilinu. Það gat nú heldur varla
verið, þá hefði þetta ekki gengið
svona fljótt. En segðu mér eitt, er
þetta einbýli hjá ykkur i Laxár-
holti, eða búið þið á móti öðrum?
— Það er tvíbýlisjörð, en fólkið
er flutt úr hinum bœnum, og hann
er í eyði. Ég veit ekki, hvernig
það verður með jarðarpartlnn.
— Hvar er þetta á Mýrunum?
— í Hraunhreppi. Það er svona
30 km fyrir vestan Borgarnes.
Framhald á bls. 36.
Þú og
barnið
þitt
eftir
Dr. Matthías
Jónasson
Verðor lestrarkennslan óþörf!
á enda. Prj. 3 umf. sléttprjón, og prj.
2 1. sm. i byrjun hverrar umferðar,
Nœsta umf. ‘2 1. prj. sm., 2 1. sl. *;
endurtaklð frá * tll * umf. A endn
Prj. 3 umf. sléttprjón og prj. 2 1. sm.
í byrjun hverrar umf.
Fellið af lykkjurnar, sem eftir eru
í einu lagi.
Takið nú upp 8 lykkjur í annari
hliðinni, og prj. ca. 7 sm., siðan 8 1.
í hinni hliðinni, og prj. jafnlangt.
Þessi mynzturskantur á að halda
hettunni þétt að andlitinu, og er því
einstaklingsbundið, hvað hann er lang-
ur. Þegar réttri lengd hefur verið náð
af mynzturskanti báðum megin, er
fellt af frá röngu. Þannig að prj. er
gegnum 2 1. (1 af hvorum prjónl) 1
einu og þannig fellt af.
Pressið húfuna lauslega frá röngu.
Saumið mynzturskantinn við húfuna
að framan. Saumið venjuleg kapp-
melluspor með úrröktum ullarþræði
í hnappagötin. og festið hnappana.
Vettlingarnir.
Vettlingur vinstri handar. Fltjið upp
32 1. á prj. nr. 5, og prjónið ca. 6 sm.
brugðning (1 1. sl. og 1 1. br.).
Takið upp prjón nr. 6, og prjónið
1. umf frá réttu þannig: 19 1. »1., 10
1. br., 3 1. sl. — 2. umf. 3 1. br., 10 1.
sl. , 19 1. br. — 3. umf. sléttprjón. —
4. umf. brugðin.
Endurtakið nú þessa 4. umf. ca. 4
sm. Endurtaklð umf. á 4. prjóni, og
Framhald 4 bls, 34p
Elt LESTUR ÚRELT NÁM?
Mér hefur borizt bréf frá manni, sem nefnir
sig reiðan föður. Hann ber fram hvassyrta gagn-
rýni á skóla og kennslu, sprottna af reynslu
hans af námi barna sinna. Ég hef ekki leyfi til
að birta bréfið, en i þvi kemur fram hugmynd,
sem kallast má alger nýjung i hinni margþættu
gagnrýni á nútima fræðsluskipan. Bréfritar-
inn telur nefnilega, að lestrarkennsla sé úrelt
fraeðsluaðferð, i stað námsbókarinnar eigi að
koma myndir og tónbandið.
Hinn „reiði faðir“ leiðir nokkur rök að skoð-
un sinni. Hann benddr t.d. á það, hve miklu
auðveldar barninu verði að átta sig á mynd en
á bókstöfum. Sá munur komi einnig fram í
áhuga barnanna: Öll börn séu áköf i myndir,
en hitt megi víst teljast sjaldgæft, að barni vakni
af eigin hvöt áhugi á prentuðu máli. „Allir vita,
hvað börnin eru nösk að skilja myndir, já,
heilar myndasögur, svo að þau skilja kvikmynd
með erlendu tali. Og hitt fá flestir foreldrar
líka að reyna, hvað mikill piningur það er að
koma barni gegnum lestrarnámið.“
Niðurstaða „reiðs föður“ er sú, að lestrarnám-
ið ofreyni augu barnanna, en eyrað sé vanrækt
að sama skapi. Lestrarkunnáttan sé ekkert
markmið í sjálfri sér, heldur aðeins leið til að
afla sér þekkingar, en til þess bjóði myndin og
tónbandið miklu auðveldari leið. Lestrar-
kennslan sjálf sé of timafrek, og lesandi maður
hafi ekki við vaxandi hraða viðburðanna og
þekkingarþróunarinnar. Fæstir geti lesið bók
eða blað við vinnu sina, en um heyrnina gegni
öðru máli ;fjölmörg störf leyfi starfsmanninum
að hlusta og afla siér þannig viðtækrar þekking-
ar, meðan hann vinnur fyrir sér. Þvi eigi skól-
inn að taka mynd og tónband i þjónustu sína,
en leggja í þew stað niður „hið úrelta lestrar-
stagi.“
MYNDIR 1 STA» LRSSMÁLS.
Eins og sjá má af þessum Iauslega útdrætti,
krefst bféfritarinn þess, að letrið hverfi Úr
hinni almennu fræðslu, en í þess stað komi
stóraukin notkun mynd- og tónflutningstækn-
innar. Enginn mun neita því, að myndin hefur
mikið fræðslugildi.sé hún réttilega skoðuð og
skilin. Fóik með fullþroskað formskyn er oftast
fljótt að glöggva sig á mynd, og oft er örðugt að
iýsa í lesmáli ýmsum atriðum, sem myndin
gerir ijós í einum svip.
Nú eru þrjár aldir rétt liðnar, siðan fyrst var
gerð alvarleg tilraun með myndina sem
kennslutæki. Það gerðist með útgáfu bókarinnar
Heimskringlan í myndum eftir Amos Comenius.
Engin kennslubók hefur fyrr né siðar hlotið
slíka frægð. Af henni varð mönnum ljóst i ein-
um svip, hve áhrifamikið kennslutæki myndin
var. Síðan hefur gildi hennar farið sívaxandi.
myndin er orðin rúmfrek í nútímamenningu,
hún blasir allstaðar við, upphefur allar fjar-
lægðir, flytur fjariæga staði inn í stofuna okkar,
sýnir okkur atferli dýra og manna, hvar sem
er á hnettinum, og birtir okkur i einu augna-
kasti það, sem margar prentsíður þyrfti til
lýsa. Samskonar þróun hefur gerzt í allri tón-
flutningstækni.
Auk þess hefur myndin sterka tilhneygingu
til þess að þrengja sér inn i hugskot okkar.
Að þvi leyti er hún samofin tækninni. Hvert
ætli verði fræðsluhlutverk myndarinnar, þegar
aftur eru liðnar þrjár aldir frá útkomu fyrstu
kennslubókarinnar með titlinum Heimskringl-
an i myndum? Ekki virðist fjarstætt að gera ráð
fyrir þvi, að fullkomin sjónvarpstæki og önnur
sjálfvirk myndsýningar- og tónflutningstæki
verði á hverju heimili, í hverju veitingahúsi,
biðstofu, farartæki og yfirieitt alls staðar þar,
Framkald 4 bls. 34.