Vikan


Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 20
► foringi, eins og faðir minn sálugi, eignast hóp af andlega og líkamlega heiibrigðum krökkum, eins og við vorum bæði, vinna af kappi og njóta lífsins í starfi mínu. Er kannski eítthvað við það að athuga? E'r það kannski eitthvað meira að eiga fimmlita ijósaauglýsingu yfir Breiðstræti? Mig langar að minnsta kosti ekki til þess . . „f>ér er óþarft að sneiða að Hosmer frænda." „Hosmer frændi," mælti Douglas lágt en með þungri áherzlu, „er svindlari. Ég veit ekki í hverju svindl hans er fólgið, en það er eitthvað hárugt v*ð þann mann. Hann horfir í augu þér, þrýstir hönd þína, beitir öllum sínum framkomutöfrum, en meinar ekki neitt. Og hvað réði því, að hann kom svona allt í einu fram á sjónarsviðið, eftir að þú hafðir hvorki heyrt hann né séð um margra ára skeið? Full tuttugu ár, ef ég man rétt ...“ „Hann hafði heyrt að ég stæði ein uppi og væri aðstoðar þurfi. Það var allt og sumt. Þú hefur ekki neina ástæðu til að tala þannig um hann. Maður mætti helzt halda að þú værir afbrýði- samur ...“ „Þú hefur þekkt mig frá því ég var barn. Hef- urðu nokkurntíma orðið vör við að ég væri af- brýðisamur?" „Nei,“ hlaut hún að svara. „Og ég fer ekki heldur að taka upp á því nú. Þú ert fullvaxta kona. Þú verður sjálf að taka þínar ákvarðanir. Og ef Hosmer frændi þinn hefði ekki allt í einu komið til sögunnar, mundi ég hafa haldið að þú hefðir þegar gert það. En þegar ég sé þig búna öllum þessum skartklæðum, og 'þegar ég heyri aðdáunina i röddinni þegar þú ert að tala um umheiminn og framandi staði og veit að auki hve óreynd þú ert, þá . . . Framandi staðir eru skemmtilegir, Karen, en um leið eru þeir þó flestir hver öðrum likir, og sama er að segja um fólkið. Ég á ekki við sögu þess, ekki heldur veðurfarið, tungutakið eða byggingarstil- inn, heldur það, sem á sér dýpstar rætur, það sem úr sker. Hér er efnt til hátíðar og leikin hljómlist á stáltunnur. Heima efnum við til markaðshátiðar og dönsum á torginu. Hér talar fólk yfirleitt spænsku, en heima tölum við ensku. En á báðum stöðum unna menn konum sínum og heimilum, geta börn og ala þau upp. Það mikilvægasta er eins, hvar sem við förum." „En geturðu þá ekki heldur skilið það, Douglas, að mér er í mun að vera ég sjálf. Ekki frú þetta eða þetta." Douglas glotti. „Þú mátt vera þú sjálf, mín vegna. Ekki hef ég móti því. Þú getur sungið í kirkjukórnum 'heima og gert hvað, seni þér sýnist. Þú hefur laglega rödd." „Jæja, er það? Hosmer f-ændi segir, að ef ég fái nauðsynlega kennslu ...“ „Hosmer frændi 'hefur ekki meira vit á söng eða tónlist en trjáfauskurinn þarna." „Móðir mín var mjög fær slaghörpuleikari." „En kom henni nokkurntima til hugar að iðr- ast þess, að hún lagði listina á hilluna, til þess eins að giftast föður þínum og vera eiginkona i blíðu og stríðu?" „Vitanlega ekki. E'n hún hafði þó notið kennslu og vissi hvers hún var megnug. Vissi að henni hefði staðið frægð og fé til boða, ef hún hefði lagt út á þá braut. Þú verður að veita mér dá- lítinn frest." „Frest til að komast að raun um hvort ekki verður einhver sá á vegi þínum, sem þér þykir álitlegri. Ég held nú ekki, telpa mín. Annaðhvort er maðurinn maður eða mús. Þú hefur haft nægan tima til að átta þig á hlutunum, og 'búa þig undir að taka þína endanlegu ákvörðun. Og annaðhvort kemurðu heim með mér með flugvélinni í fyrra- málið, eða ég fer heim einn míns liðs." „Þú kannt svei mér að biðja þér konu . .. Annaðhvort kemurðu með mér á stundinni, eða við erum skilin að skiptum ...“ Douglas leit enn á hana, og tillitið var þrungið einlægri alvöru. „Mér þykir íyrir þvi, en það má vitanlega taka það þannig. En ég hef ekki nema hálfsmánaðarleyfi, og ég hef þegar eytt miklum hluta þess í ferðina. Og biðin gerir ekki heldur neinn mun, Karen. Svar þitt yrði hið sama eftir tvo daga eða að tveim vikum liðnnm. Þú verður að velja á milli — annaðhvort velurðu Hosmer frænda, skartklæðin, ferðalögin, óhófið, söngnám- ið og allt það, eða þú kýst hitt, að verða konan mín heima í Pawnee Falls. Hvern kostinn tek- urðu?" „Douglas ...“ Hann mælti lágt og stillilega. „Flugvélin leggur af stað til meginlandsins klukkan sex í fyrra- málið. Ég hef pantað tvö sæti. Við hittumst á ílugvellinum, ef þú tekur þann kostinn .. .“ Hann horfði á hana, lengi og fast. Svo rétti hann henni hendina, én dró hana að sér aftur. Og án þess að snerta hana, snerist hann á hæl og var farinn. Nokkru síðar sá Karen hvar hann stóð uppi á hljómsveitarpallinum og sveiflaði sér i samræmi við hrynjandi tónistarinnar. Einhver -étt’ hnnnra bró?”skreyttan tónsprota, sem hann sveiflaði fullkomlega eins og hinir ungu eyjar- skeggjar. Plann virt'st eiga heima hér, eins og allsstaðar annarsstaðar, öldungis eins og hann átti heima i Pawnee Falls, og öllufti, sem kynnt- ust honum, féll samstundis vel við hann Hljóm- sveitarmennirnir brostu til hans og einn rétti honum hendina og kippti honum upp á hljóm- leikapallinn, áhorfendum til mikils fagnaðar. Karen veitti honum nána athygli, og nú þurfti hún ekki lengur að efast um hvern kostinn hún ætti að taka Douglas. Það hafði alltaf verið hann og enginn og ekkert annað en hann. Ef hann hefði ekki verið með þessa þrákelkni, mundi hún tafarlaust hafa sagt honum, að aldrei á ævi sinni hefði hún orðið eins glöð og þegar hún hitti hann éhr París og söngnámið og allt þessháttar var henni minna en einskisvirði, samanborið við hann. En hvað sem þvi og öllu öðru leið, máttu þau ekki tefla hamingju sinni í hættu með þvi að haga sér bæði eins og sauðþráir krakkakjánar. Hún lagði a£ stað í áttina til hans til að segja honum, að hún kæmi með honum, hvenær sem væri og hvert sem væri. Hún tók krók á sig til að komast framhjá þröng- inni, þar sem hún var þéttust, en til þess varð hún að ganga yfir torgið, þar sem ekki bar ljós ó. Það var ekki nema skammur spölur, og hún hraðaði för inni sem mest hún mátti. Lágvaxinn og þrekinn, ungur maður veitti henni eftirför og fór hraðara en hún. Hún sá hann aldrei. Hún fann aðeins, að skyndilegá var þykku klæði brugðið um höfuð henni, svo að hún gat hvorki séð né gefið frá sér nokkurt hljóð. Hún reyndi að veita viðnám, en hendurnar, sem héldu henni, voru eins og stálklær. Hún sparkaði og heyrði að maðurinn bölvaði lágt. Svo lyfti hann henni á arma sér og bar hana á brott, léttilega eins og hún væri brúða. Eftir nokkra stund varp- aði hann henni niður, harkalega, svo að hún kenndi sársauka. Hún þreifaði fyrir sér og þótt- ist finna að hún lægi á gólfinu í jeppa, og um leið 'heyrði hún að hreyfillinn var ræstur og fann að jeppanum var ekið hratt á brott frá mann- þrönginni. Þótt hún skylli til, tókst henni að sitj- ast upp, og með nokkrum erfiðismunum gat hún leyst klæðið af höfði sér. Hún var staðráðin í að stökkva út úr jeppanum, enda þótt hratt væri 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.