Vikan


Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 07.04.1960, Blaðsíða 31
tíma. Hann gekk út í hornið, þar sem skúta Rips lá ásamt járnbrautarlcst- inni, sem Susan hafði keypt handa honum. Hann tók skútuna upp og rannsakaði hana með gagnrýnum augum, sem ekkert sáu. Susan brosti. — Maðurinn, sem ég talaði um, var eitt sinn giftur og hamingjusam- ur í lijónabandi sinu, en liann gctur aldrei eignazt aðra i stað konu sinn- ar. Alveg eins og þú, Peter. Ég skil mætavel tilfinningar hans, og þess vegna virðist mér, að bezt sé, að ég fari langt í burtu, — á heims- enda, ef með þyrfti. Hann gekk fram og aftur einu sinni — eins og skipstjóri á stjórn- palii skips sins. — Ég skil þig, sagði hann nm síðir. — Til þess ætlaðist ég. — Mig grunaði elcki ... Susan. Hann nam allt í einu staðar og sneri aftur til stóls síns. — Ég hef oft hugsað mér að segja þér, að ástæða mín til þess að vilja aldrei giftast á ný er ekki vegna þess, að ég ali á nokkurri sérstakri hugmynd um hjónabandið. Öðru nær. Ég sagði þér, eins og ég sagði öllum öðrum, að Lóla og Ralph voru á leiðinni til mín. Susan leit snöggt á hann. — Var það ekki svo? — Nei. En ég skáldaði þessa sögu vegna Rips. Lóla og Ralph vorú i þann veginn að aka burt saman. Hún liafði yfir- gefið heimili sitt og barn nokkrum tímum fyrr og skitið eftir bréf, þar scm hún hafði skrifað, að hún gæti ekki lifað án Ralphs, — að þau hefðu elskað hvort annað í mörg ár. Hún sagðist vona, að ég mundi verða svo góður að sækja um skilnað. Hún hefði í hyggju að ferðast til Ítalíu með Ralph. Peter sagði söguna í stuttum, slitr- óttum setningum, en talaði þó miklu skýrar en hin bitru vonbrigði og takmarkalausa sorg gáfu tilefni til. Susan hlustaði þegjandi, en augu hennar urðu myrk og ákaflega alvar- leg. — En ég hef fastráðið, að Rip skuli njóta þess að fá að eiga fagr- ar minningar um látna móður sína, sagði hann. Þess vegna, bætti hann við með festu, vil ég ekki, að hann eignist nokkurn tíma stjúpmóður. Ég vil ekki lenda í sömu áhættu einu sinni enn. — Stjúpinóður, sagði Susan. Það er liart og grimmilegt orð. Það felur i sjálfu sér keim einhvers framandi, einhvers, sem ekki á við! — Þess, sem er nákvæmlega það, sem felst í orðinu. Susan andvarpaði. Draumur henn- ar var eins og fyrir fram ákveðinn til að fara út um þúfur, en yrði öðru hverju að koma saman í eitt til að finna eitthvað af sjálfum sér. Hjarta liennar titraði af löngun til að gera eitthvað fyrir hann, en hún vissi, að það var ekki á hennar valdi að hjálpa honum. Þetta var eitt af því, sem hún gat ekki spornað við. Hún vissi ]>að mætavel. — Ég get aðeins sagt, sagði hún skýrri, hreinni röddu, að ef þú verð- ur einhvern tíma ástfanginn á ný, þá vona ég, að þú verðir hamingju- samur. Hann yngir l*i«£ ef þú vilt Framihald af tols. 7. niður í sjúkrabúðunum. Þótt hunn ætti yfir litlum hjálparmeðulum að ráða, tókst honum innan skamms að vinna á hinum skæða faraldri, og serbneska þjóðin, sem iætur sér ekki allt í augum vaxa, bar svo mik- ið traust til hans fyrir dugnað hans og læknislist, að hún bað hann þess að koma aftur, þegar næst drægi þar til styrjaldar, sem verða mundi heidur fyrr en síðar. Pétur I. Serbakonungur sæmdi hann St. Savaorðunni, og var það fyrsta heiðursviðurkenningin af ótalmörg- um siðar, sem hann hefur hlotið. Þegar fyrri heimsstyrjöld skall á, bauð dr. Niehans Frökkum þjónustu sína, og var boð hans með þökkum þegið, ekki livað 'sízt með tilliti til þeirrar þjálfunar, sem hann hafði þá lilotið sem herlæknir. Ekki leið þó á löngu, áður en hann lenti í andstöðu við frönsku skrifstofu- völdin. Gerði hann sér þá hægt um vik og gekk í þjónustu fjandmanna þeirra, Austurríkismanna. Tvivegis var hans sérstaklega get- ið i opinberum tilkynningum fyrir þau frábæru skurðlækningaafrek, sem hann vann, að kalla i fremstu viglínu, og afburða-starfsþrek sitt og dugnað. Tvívegis hlaut hann sár; sjálfur framkvæmdi hann um fimm- tán þúsundir aðgerðir á særðum her- mönnum, unz yfirforingi austur- ríska hersins á Dólómita-vígstöðv- unum, Eugen erkihertogi, skipaði Svisslendinginn yfirheriækni við 21. herdeild keisarans. Árin milli heimsstyrjaldanna starfaði dr. Niehans sem skurð- læknir við ýmis svissnesk sjúkra- hús, en starfrækti einnig eigið sjúkrahús í Clarerns. Þrátt fyrir það vannst honum þó tími til að sinna þeim viðfangsefnum, sem liann hafði mestan áhuga á, — rannsókn á innrennsliskirtlastarfsemi og við- græðslutilraunum. Tnnrennsliskirtlarannsókn hans beindist einkum að þeim kirtlum, sem framleiða þá hormóna, er blandast btóðinu og ráða því öllu öðru fremur, hvort við -verðum dvergar eða tröll, athafnamiklar eða hlédrægar persónur, karlmannlegar eða kvenlegar. Allt frá þvi um alda- mótin 1700 hafa skurðlæknar reynt að bæta með viðgræðslu þá inn- rennsliskirtla, sem orðið hafa fyrir skemmdum, en það var þó ekki fyrr en á okkar öld, að læknar dirfðust að reyna að græða kirtla úr dýrum í menn i stað samsvarandi kirtla, sem ekki voru lengur virkir. Þegar dr. Niehans hóf slíkar tilraunir árið 1927, varð hann að vísu ekki talinn frumherji á þvi sviði, enda þótt þeim aðgerðum væri þá enn svo skammt á veg komið, að freistandi var fyrir mann, sem gæddur var brautryðjendaskapgerð, að taka þar til hendinni. Hann framkvæmdi yfir þúsund þess háttar aðgerðir, — tók inn- rennsliskirtla úr dýrum og græddi í menn, raunar ekki alltaf ineð full- um árangri, en hlutfallstala þeirra aðgerða, sem heppnuðust, var þó svo há, að hann hélt tilraununum áfram. Mesta athygli hlutu þær aðgerðir hans, er hann græddi kirtlavef úr nýfæddum lömbum og kálfum í dverga og jók með því vöxt þeirra að mun, á stundum um 32 senti- metra. Það gerðist dag nokkurn snemma í aprílmánuði 1931, að starfsbróðir lians, dr. Quervain, hringdi til hans, og var auðheyrt, að honum þótti mikið við tiggja. Einn af aðstoðar- læknum lians hafði orðið fyrir þeirri slysni, er hann vann að skurð- aðgerð á barka konu einnar, að hann skaðaði litla skjaldkirtilinn, sem ræður kalkmagninu í blóðinu. Sjúklingurinn hafði fengið svæsin krampaflog, svo að búast mátti við, að luin létist þá og þegar. Það var því um líf og dauða að tefla, að takast mætti að græða í hana sam- svarandi kirtil úr einhverri skepnu, og dr. Niehans var eini læknirinn, er náð varð til, sem liklegt var, að gæti framkvæmt slíka aðgerð. LÍF EÐA DAUÐI .. . Dr. Niehans lét tafarlaust slátra kálfi og tók úr honum litla skjald- kirtilinn. Þegar sjúklingurinn hafði verið fluttur í sjúkrahús hans, komst hann hins vegar að raun um, að hin unga kona var svo langt leidd, að ekki var viðlit að freista að fram- kvæma aðgerðina með venjulegum hætti, — hún mundi deyja undir hnífnum. Um leið sá liann, að það vatt á mínútum, að eitthvað yrði að gert, ætti hún ekki að deyja í hönd- um hans. Og i örvæntingu sinni datt honum það í hug að láta tæta litla skjaldkirtilinn úr kálfinum í örsmáar agnir, blanda þeim i lif- ræna saltupplausn, og að því búnu dældi hann maukinu inn i brjóst- vöðva konunnar. Þótt hann væri vondaufur um nokkurn árangur, brá svo við, að krampaflogin urðu strax sýnu vægari, en virtust úr sögunni að nokkrum klukkustund- um liðnum án frekari aðgerðar. Fyrir þessa skyndilegu hugdettu hóf hann siðan þá lækningaaðgerð, sem nefnd hefur verið „ungfrumu- aðferðin". Dr. Niehans hafði með öðrum orðum komizt að raun um, að kirtilígræðsla var ekki nauðsyn- leg til árangurs, heldur gat inndæl- ing kirtlafrumna gefið eins góða raun. Sjálfum farast honum þannig orð uin lækningaaðferð sína: „Þetta er líffræðileg aðgerð, þar sem frum- um úr líffærum ungra dýra er veitt inn i frumukerfi líkamans, þar sem þær færa hinum 40 trilljónum frumna. sem fyrir eru, nýjan þrótt J\^aú2it báduhjat Ljúffengur eftirmatur .0* nov*'0 ^ oo M * fkOO r o oo o* o' , 0« c'V TRAUST MERKI Heildsölubirgðir Eggert Kristjánsson & Co h.f. Simi 1 14 00 HOLLAND VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.