Vikan


Vikan - 05.05.1960, Page 5

Vikan - 05.05.1960, Page 5
Ottast þeir dóm almennings? — spyr hlustandi, sem vill láta útvarpið gangast fyrir skoðanakönnun um efni þess. ar lifsreynslusögur, sem birtast í svo mörgum viku- og mánaðarritum, *g mér hefur alltaf fundist, að þær væru svo leerdómsríkar fyrir mann. En nú heldur kuntengi minn þvi statt og stöðugt fram, að þær séu bara uppspuni og ekkert mark á þeim takandi. Og nú langar mig til að vita hvað þú segir um það. Með fyrirfram þökk. Villa. Ég er því miöur hræddur um að kunningi þinn hafi mikið til síns máls. AS vísu eru þær oft sannar, en ekki alltaf. En sé í raun- inni eitthvaS gagnlegt af sögunni aS ræSa, varðar { sjálfu scr minnstu hvort. hún er sönn eða skáldskapur. SKOÐANAKÖNNUN VARÖANDl ÚTVARPSEFNI. Kæra Vika. Viltu koma þeirri spurningu á framfæri við útvarpsráð fyrir mig, hvers vegna aidrei sé efnt til skoðanakönnunar um útvarpsefni. Leikúr þeim háu herrum engin forvitni á að vita vilja og smekk hlustenda, eða láta þeir þau fáu bréf, sem þeim berast um einstaka þætti, algerlega nægja? Ég fyrir mitt leyti er alveg viss um, að þeir mundu verða margs fróðari um álit almennings á dagskránni og einstökum dag- skrárliðum, ef þeir efndu til viðtækrar skoðana- könnunar, og að margar niðurstöður liennar myndu koma þeim á óvart. Eða kannski þeir álíti líka að þeir þurfi ekkert tillit að taka til vilja hlustendanna, þeirra sé bara að greiða sitt gjald og hlusta og skrúfa fyrir eftir atvik- um? Eða — það skyldi þó aldrei vera, að þeir óttist dóm almennings? Og hvernig væri að eitt- hvert viðlesið blað, til dæmis þú, Vika sæl, tæki sér fram um þetta? Með fyrirfram þökk. Hlustandi. Spurningunni er hér með komið á framfæri. Ég er þeirrar skoðunar, að þetta sé tfmabær uppástunga, en viðkunnanlegast að forráða- menn útvarpsins framkvæmdu hana sjálfir. Að þeim frágengnum væri vitanlega ekkert því til fyrirstöðu að eitthvert blað tæki sér fram um það. Álit almennings á útvarpsdag- skránni getur ekki verið neitt einkamál. SJÓNVARPSLOFTNET OG ALÞINGIS- SAMÞYKKTIR. Kæra Vika. Hvernig stendur eiginlega á því, að sjón- varpsloftnet sjást nú á fjölmörgum húsþökum liér i Reykjavik, og sumar viðtækjaverzlanir eru farnar að auglýsa þau til sölu? Eru ekki sjónvarpsviðlæki tengd þessum loftnetum, og ef svo er, hvaðan ná eigendur þeirra þá sjón- varpssendingum, þvi að ég geri ráð fyrir að enginn kaupi svo dýr tæki sem stofustátt ein- göngu. Ég man ekki betur, en sjónvarp á Kefla- víkurflugvelli hafi verið leyft með þvi skilyrði, samþykktu á alþingi, að svo yrði um hnútana búið, að það sæist hvergi utan flugvallarins. Og hverjir flytja slik tæki inn? Allt þetta hefði ég gaman af að fræðast um? Virðingarfylist. J. B. Við getum ekki svarað þessum spurningum, en beinum þeim hér með til þeirra aðila, sem betur kunna að vita — eða betur ættu að vita. Hvað skilyrðin fyrir sjónvarpsstarf- semi á Keflavíkurflugvelli snertir, mun bréf- ritarinn hafa á réttu að standa. Ég hef ekki orðið þess var, að Ríkisútvarpið auglýsti neitt afnotagjald af sjónvarpstækjum, en að sjálfsögðu hlýtur það að innheimta slík gjöld og vafalaust eru þessi tæki skrásett lögum samkvæmt, en um allt þetta hlýtur Ríkis- útvarpið að geta veitt fullnægjandi upplýs- ingar. HARHA - DIESEL Getum nú útvegað með stuttum fyrirvara hinar vinsælu norsku 4-gengis MARNA ljósa- og bátavélar. BÁTAVÉLAR. Stærðir frá 8 hestöfl til 36 hestöfl. Vélarnar fást bæði með skiptiskrúfu og gear. UÓSASAMSTÆÐUR frá 11 hestöflum til 45 hestafla með tilsvarandi riðstraums- og jafn- straumsrafal upp í 30 K.W. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hJ. Skúlatúni 6. - Sími 15753. HAPPDRÆTTISLISTAR ÁRLEGA. Kæra Vika. Árlega er efnt til fjölda happdrætta hér á landi á vegum ýmissa félaga og stofnana, auk hinna stærri, Háskólans, SÍBS og Sjómanna- heimilisins. Þessi happdrætti eru vel auglýst, þegar þau éru að fara af stað, en það ber minna á því, þegar vinningsnúmerin eru auglýst, og fer það þvi oft fram hjá manni. Nú var mér að detta það i hug, að öllum, sem að þessum happ- drættum standa, væri gert að skyldu að til- kynna úrslit þeirar einhverri ráðuneytisdeild, sem siðan gæfi út vinningalista allra smærri happadrætta í landinu á ári hverju. og sem seldur yrði hverjum, er hafa vildi. Það mundi áreiðanlega bæta mikið úr skák. Vinsamlegast. Lesandi Vikunnar. Þetta virðist heppileg uppástunga, og eflaust mundi slíkur listi koma mörgum í góðar þarfir, sem hinar lítt áberandi tilkynningar um vinninga, er venjulega birtast í dagbókar- dálkum hlaðanna, fara fram hjá. —r Samkvæmt gallupkönnun geta tveir þriðju allra eiginmanna treyst konunum sínum — þér eruð einn af þeim. Pennavinir Atli Stefánsson, Breiðumörk 17, Hveragerði, Árn., við pilta eða stúlkur 14—18 ára. — Pétur Hauksson, Ytra-'Hólmi, Innri-Akraneshreppi, Borgarfjarðarsýslu, við stúlkur 14—15 ára. — Berglín Bergsdóttir, Bæjarskeri 1, Sandgerði, við pilta og stúlkur 14—17 ára. — Jóhanna Höskuldsdóttir, Drangsnesi, Strandasýslu. — Hulda Friðþjófsdóttir, Reykjaskóla, Hrútafirði, Guðrún Jónsdóttir, sama stað, vilja skrifast á við pilta 17—19 ára. — Jakob Ólsen, Norður- götu 16, Akureyri, dreng eða stúlku 14—16 ára. — Borghildur Jakobsdóttir, Hömrum, Reyk- holtsdal, Borgarfjarðarsýslu. — Alda Pálsdóttir, Skrúð, Reykholtsdal, Borgarfj.sýslu. — Harry Lundberg, Harna, Vretakloster, Sverige, 37 ára gamall landbúnaðarverkamaður. — Jim Smith, 510 Short St. Grants Paás, Oregon, U.SA. — Ruth Rokostuen, Rokoberget, Löten, Hedmark, Norge, vill skrifast á við pilt eða stúlku 15—17 ára. \ VIKAN ö

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.