Vikan - 05.05.1960, Qupperneq 9
>
I
I
Saurat setur sér fyrir sjónir, hvernig
þeir fáu jötnar, sem lifað hafi þessar
hamfarir af, uppi í hæstu fjöllum, hafi
svo einhvern tíma rekizt á nýtt mannkyn
i nánd við aðsetur sín. Það er smávaxið
og lítt þroskað andlega, en hefur aðlag-
azt hinum nýju aðstæðum og langtum
sterkara þyngdarafli. 1 augum þessara
manna verða jötnarnir auðvitað yfir-
náttúrlegar verur, svo að afl þeirra,
stærð og andleg snílli verður efni til
goðatrúar og þjóðsagna, er geymast í
aldir fram.
Af þessu dregur Saurat þá ályktun, að
guðir hinna elztu menningarþjóða hafi
i raun og sannleika verið þessi jötun-
menni. Biblian segir frá Golíat, Grikkir
áttu sagnir um Herkúles, er barðist við
títana, sem Þýðir risar. Þeir segja líka
frá Prómeþeifi, sem eldinum stal frá
guðunum á Ólympsfjalli og færði hann
fákænum mönnum niðri á láglendinu. I
goðafræði Norðurlanda er nefndur Þór,
en hann sigraði jötna , í Jötunheimum.
Þannig eru mýmörg dæmi. Enn í dag
er rætt um „jötnahauga“, og hin geysi-
miklu guðalikneski, sem fundizt hafa í
Mesópótamíu, Egyptalandi og á Páska-
ey, eru ef til vill gerð sem minnismerki
um jötna Þá, er þar lifðu einu sinni.
Nú munu sjálfsagt margir lesendanna
reka upp stór augu og spyrja sem svo,
hvar eiginlega hafi fundizt léifar af
þessum Golíötum, þótt öll söfn séu ann-
ars full af steingervingum jurta og dýra
frá nákvæmlega sama tímabili jarðsög-
unnar.
En Saurat er þá ekki seinn til að
benda á, að slíkar leifar hafi svo sannar-
lega fundizt á hvorki meira né minna
en þremur stöðum, sem sé í Transwaal
í Suður-Afríku, í Kina og á Jövu. Eftir
lærleggjum þeirra beinagrinda að dæma
hljóta menn þessir að haía verið frá
þriggja til fimm metra háir! Auk Þess
hafa fundizt verkfæri úr steini í Noröur-
Afríku, sem naumast hafa getað gagn-
azt mönnum undir fjögurra metra hæð.
ÞAÐ er skoðun Saurats, að jötnaþjóð-
in hafi verið nógu framsýn til að flýja
upp á hæstu fjöll í tæka tíð, áður en
hamfarir þessar hófust. Ein sönnunin,
er hann rennir undir þessa skoðun sina,
er rústaborgin Tiahuanaco, sem liggur
hæst í Andesfjöllum. Telur hann þá borg
vera frá því 300.000 árum f. Kr. Hvernig
hefðu menn getað stofnsett menningar-
þjóðfélag þar í meira en fjögur þúsund
feta hæð yfir sjávarmál, þar sem loftið
er svo þunnt, að erfiðisvinna er óhugs-
andi? Þegar ferðamenn eru komnir
þangað, ganga þeir upp og niður af mæði
og stara frá sér numdir á musterarúst-
irnar, sem hlaðnar eru úr 12 til 13 smá-
lesta þungum björgum, sem eru svo ná-
kvæmlega felld hvert að öðru, að manni
væri næst skapi að halda, að Indíánar
hefðu kunnað ráð til að gera stein
sveigjanlegan.
Hlýtur sú hugsun að vera nærtæk, að
ekki hafi aðrir en jötnar leikið sér að
því að handfjatla slíka „múrsteina".
Nú heldur hinn franski könnuður því
fram, að borg þessi hafi, er hún var
reist, ekki staðið í fjögur þúsund metra
hæð yfir sjó, heldur við flæðarmál. Þá
var hún hafnarborg. Umhverfis Tiahu-
anaco hafa jarðfræðingar fundið sjáv-
arminjar i reglulegum lögum. Eigi. ajl-
Jangt þaðan, við strendur Titicaca-vatns,
í landi því, sem nú heitir Bólivía, hefur
og fundizt almanakssteinn með dag-
Framhald af bls, 31.
G^malt mósaík frá
Mexíkó, gert úr jaði,
sem kemur frá Asíu.
Austurríski prófessorinn
Hans Hörbiger, sem kom fram
með hina athyglisverðu kenn-
ingu um risana.
VIKAN
9