Vikan - 05.05.1960, Page 18
..
Niðri I bæ rekumst við inn í
búð nokkra eða öllu heldur
„sjoppu“, sem einfaldlega heitir
Lækjargata 2. Þar var ös mikil
inni, en seint og um siðir náum við
alla leið að borðinu, og afgreiðslu-
stúlkan spyr, hvað við ætlum að fá.
Við segjumst nú bara vilja fá að
spjalla svolitið við hana um dáginn
og veginn. Hún virðist ekki hafa
neinn áhuga á því, en við spyrjum
samt:
— Er ekki gaman að virða fyr-
ir sér götulífið hérna á fjölfarn-
asta götuhorni bæjarins?
— Ég hef nú annað að gera hér
en glápa út um gluggann.
— Finnst þér gaman að vinna
hérna?
— Já, — ég hef verið við af-
greiðslu í mörgum svona búðum
áður, en þetta er sú skemmtileg-
asta, sem ég hef verið í. Hér er
alltaf eitthvað nýtt á boðstólum
og nóg til af öllu. Maður sér alltaf
ný og ný andlit, og svo erum við
blessunarlega laus við það, að
krakkar og unglingar hangi hérna
i búðinni meira og minna allan
daginn, reykjandi og masandi, —
eins og svo algengt er á mörgum
svona stöðum.
— Vinnurðu hérna allan dag-
inn?
— Það er opið til hálftólf á
kvöldin, og ég vinn á dagvakt ann-
an daginn og á kvöldvakt hinn.
— Mættum við fá að vita, hvað
ungfrúin heitir?
— Það er nú dálitið langt mál,
— ég heiti nefnilega fjórum nöfn-
um. E'n þið getið kallað mig.Sirri.
— Hvað hefurðu mikið í kaup
hérna ?
— Það kemur ykkur nú ekkert
við.
— En í hvað eyðir þú kaupinu
þínu?
— Nú, í þetta venjulega: — mat,
föt og — ja, hvernig eyðið þið
kaupinu ykkar?
— Ferðu mikið út að skemmta
þér?
— Nei.
— Koma oft ungir menn hingað
til þess að bjóða þér út?
— Það væri að minnsta kosti
meira gaman heldur en fá ykkur
i heimsókn.
Bjartsýnn á úrslitin
Við hittum Pétur Salómonsson Hoffmann niðri i bæ, þar sem
hann er í óða önn að selja vegfarendum ritsmíð sína, sem kvað
flytja nokkuð svæsnar ádeilur á háttsetta menn í þjóðlifinu. Við
stöldrum við þarna á götuhorninu hjá pétri og spyrjum hann, hvað
sé helzt til tíðinda,
— Nú dregur hrátt til stórra tiðinda, maður er kominn út í
kosningabaráttuna á ný.
— Eru meðmælendalistarnir ekki farnir að streyma að þér?
■— Jú, ekki vantar það. Ég átti nú miklu fylgi að fagna í kosn-
ingunum fyrir fjórum árum, en það virðist vera mun meira núna.
— Ætlarðu ekki að leggja land undir fót og fara út á land
eins og síðast ti! þcss að ræða við fólk og gera sigurvonirnar
enn meiri?
— Nei, ég býst ekki við að fara vítt yfir núna. Ég hef menn
fyrir mig á nokkrutn stöðum utan Reykjavíkur til að annast
meðmælendasöfnun. ‘Annars á ég svo marga örugga fylgismenn
á Vestur- og Suðurl:\ndi, að ég þarf ekkert að óttast.
— Ertu bjarsýnn á úrslitin?
— Já, því ekki það? Fólk er farið að sjá það, að heimska og
vesaldómur valda meiri gauragangi og róta upp meiri áróðurs-
moldviðri en mikið vit og mikið afl.
— Er nú ekki ipeiri og minni „hasar“ i sambandi við allar
kosningar?
— Ég hef nú fylgzt mikið með pólitík hér í fjölda ára, en hvergi
orðið var við eins mikinn sldt og ódrengskap og við þessa teg-
und kosninga. En þeir háu herrar skulu sjá það, að þeir munu
falla á sjálfs sín liragði. Þeir verða að taka það með í reikning-
inn, að nú er arið 1960, en ekki 1260, — nú duga ekki neinar
Sturlungaaldaraðferðir.
— Hvað er nú þetta, ertu að skrapa alla málningu af
bílnum, maður.
—• Já, ætlið þið að hjálpa mér svolítið, — hann verður
nú orðinn fínn þessi eftir nokkra daga.
— Við erum staddir uppi í Þverholti 15 í einhverju bíla-
verkstæði, að okkur virðist, á hvers framhlið er málað
stórum stöfum: BlLAMÁLUN.
•—• Og hvað heitir maðúrinn?
— Óskar Þorgilsson.
— Áttu þetta fyrirtæki hérna?
— Að hálfu leyti. Meðeigandinn heitir Bjarni Bender.
— Og annizt þið viðgerðir á bílum?
— Við tökum að okkur réttingar á bifreiðum og svo
málun.
—■ Mikið að gera?
—• Já, nú er kominn sá tími, sem menn vilja fara að
hressa eitthvað úpp á bílana sína og þá auðvitað að láta
sprauta þá fyrir sumarið.
— Er það ekki heilmikil vinna? Hve lengi ertu t. d. með
þennan Fólksvagn, sem þú ert að skafa þarna að utan?
— Ja, svona fimm eða sex daga. Það eru heilmiklar til-
færingar við þetta, þótt billinn sé ekki stór.
— Eru einhverjir sérstakir tízkulitir núna á ferðinni?
— Jú, það er nú víst, en menn fara nú ekki mikið eftir
því. Það eru alveg ótrúlegustu litir, sem mönnum dettur
í hug að láta klína á bílana sína. Allir reyna að finna
eitthvað, sem ekki hefur verið notað áður. Mér kæmi
ekki á óvart, Þó að einhver kæmi og bæði okkur að mála
bílinn sinn rauðan með bláum doppum.
— Eú farið þið alltaf eftir óskum viðskiptavinarins?
— Ja, — hefur „kúnninn" ekki alltaf rétt fyrir sér?
Einum of löng
Maria Pia heitir hún og er ítölsk
prinsessa. Hún er sögð mjög falleg af
kóngafólki að vera, jafnvel sett á bekk
með hinum heimsfrægu fegurðardísum
Itala, sem þeir hafa gert að verðmætri
útflutningsvöru. E'n það er einn Ijóður
á ráði Mariu Piu, — og þó getur hún
ekkert við því gert. Hún er svo hávaxin,
að vesalings prinsarnir, sem renna til
hennar hýru auga, ná henni aðeins undir
hönd. Einn af þeim var Shainn af
Persíu. Hann hafði hug á Mariu áður
en hann fann Farah Diba. En Shainn
er maður ekki stórvaxinn og ráðahag-
urinn gat ekki talizt af þeim sökum.
Hún var nú ekki beinlinis að stilla sér neitt sérstaklega
upp fyrir framan myndavélina, þessi unga stúlka, sem kom
í heimsókn til okkar hér á Vikunni um daginn. Þær voru nú
reyndar tvær saman telpurnar, svona 14—15 ára, sem komu
hingað inn eftir til að sækja nokkur myndamót. En hin gaf
ekkert færi á sér til myndatöku, enda þótt okkur virtist hún
vera svo vet og vandlega „meikuð" í framan, að hún þyrfti
ekki að skammast sín fyrir það að vera fyrirsæta hjá okkur
í eina sekúndu.
Það fór nú litið fyrir viðtalinu við þessa ungu dömu hér
að ofan, en okkur minnir, að hún hafi sagzt heita Margrét. ir
Við göngum upp Vesturgötu, og á
einum stað verður okku-r litið í búðar-
glugga og sjáum fyrir okkur nafnið
SIGURÐUR SlVERTSEN, letrað með
fallegum stöfum. Við förum þarna
inn og sjáum, að þetta er allra snotr-
asta úra- og skrautmunabúð, mjög
skemmtilega innréttuð. Við ræskjum
okkur virðulega, og birtist okkur þá
brátt sjálfur höfuðpaurinn, Sigurður
Sívertsen' úrsmiður, og spyr, hvað
hann geti fyrir okkur gert.
— Hefurðu rekið þessa verzlun
lengi, Sigurður?
— Svo sem eins og eitt ár.
— Og hefur gengið vel?
— Já, framar öllum vonum.
— Ertu með úrsmíðaverkstæði
þarna fyrir innan?
— Já, það á víst að heita svo.
Plássið er nú reyndar mjög lítið, en
alltaf yfirfullt að gera. Ég hef orðið
að vinna svo til dag og nótt til Þess
að hafa undan, en verð líklega að fara
að taka Það rólega, vegna Þess að
maður þoli þetta ekki til lengdar.
— Þú hefur þá ekki haft mikinn
tima aflögu til að gera þér glaðan
dag?
— Nei.'það er lítið um það. Maður
fær sér einstöku sinnum nokkra
„sjússa" til að hressa sig — og þá
helzt viskí.
— Finnst þér viskíið bezt?
— Já, og svo las ég það einhvers
staðar nýlega, að viskí innihéldi ein-
hvern slatta af vitamínum, svo að
maður slær þarna tvær flugur í einu
höggi. ★
t
/