Vikan


Vikan - 05.05.1960, Page 22

Vikan - 05.05.1960, Page 22
BARNAGAMAN Þegnr nornin veiktist Dag nokkurn fóru Jens og Lisa að heim- sækja nornina Miu Mössu Mó. En þegar þau komu heim til hennar, gátu þau hvergi fundið hana. Hún var ekki í garðinum, ekki í eldhúsinu og ekki heldur i ruggu- stólnum í stofunni sinni. Þetta var undar- legt, því að hún var alltaf heima. Loks fundu þau hana, þar sem hún lá í rúmi sínu með sængina breidda upp fyrir höfuð. - Ég er veik, sagði hún. Mér er illt i höfðinu, bakinu og eins í fótunum. Mér er illt hreint alls staðar, og ég held, að ég fari að deyja. —- Það væri sorglegt, sagði Jens, en heldurðu ekki, að þú hættir við það og reynir að verða heilbrigð aftur. Við skul- um fara og sækja lækni, sem hjálpar þér og gcrir þig friska. — Ég get nú alveg eins læknað mig sjálf, sagði nornin. — Það hefurðu samt ekki gert, sagði Lísa litla, og svo flýttu þau sér af stað eftir lækninum. — Ja, hérna, sagði læknirinn. Ég hef nú aldrei reynt að lækna gamla galdra- kerlingu, cn hún getur varla verið mikið öðruvísi en annað fólk. — Víst er ég allt öðruvísi en aðrir, sagði nornin, enda er ég fegin þvi. — Hvar finnurðu til? spurði læknir- inn. Má ég aðeins þrýsta á magann á þér. — Nei, það má ekki, sagði nornin. Ef ])að þarf að þrýsta á magann á mér, þá geri ég það sjálf. — Ég get ekki læknað þig, ef ég má ekki skoða þig, sagði læknirinn. — Þá ertu lélegur læknir. Það þarf ekkert að skoða mig. Þú getur bara spurt um það, sem þig langar til að vita. — Þetta er greinilega hysteriatum pal- erine agramatum, sagði læknirinn og leit á Jens og Lísu. — Meira gat hann ekki sagt, því að nú var nornin staðin upp í rúminu. —- Nú skalt þú ekki segja orð meira, doksi minn. Og það er ekki satt, að ég sé gömul, því að ég er aðeins 333 ára, og það er nú ekki hár aldur á galdra- norn. — Mér sýnist þessi dama ekki mikið veik lengur, svo að ég hef víst ekkert að gera hér, en samt ætla ég að skrifa á reseþt, áður en ég fer. Meðalið er ekki sérléga gott á bragðið, líkist blöndu af tjöru, hjólhestaolíu og margaríni. Nú varð nornin svo fokvond, að hún hoppaði upp og niður á dýnunni í rúminu. — Þvílikur glæpamaður, þessi læknir. Ætlar að gefa mér blöndu af tjöru og hjólhestaoliu og láta mig svo borga stór- fé fyrir. — Þetta er ekki satt, stamaði lækn- irinn. — Nú segir þú ekki orð meira, hvæsti nornin, annars fer ég og sæki sóflinn minn. — Vertu nú róleg, og borgaðu mér þessar tuttugu og fimm krónur, sagði læknirinn. — Bíddu, á meðan ég sæki sóflinn minn, sagði nornin, og ég skal borga þér dug- lega fyrir ómakið. — 'Hún reyndi að lemja hann í nefið með sóflinum, en hitti ekki, og vesalings læknirinn flúði burt sem fætur toguðu. — Þá er þetta búið, sagði nornin og setti kústinn á sinn stað. — Það er annars merkilegt, að nú finn ég hvergi til leng- ur, ég er orðin frísk. Það er sennilega vegna þess, hvað ég varð reið. — Það var læknirinn, sem gerði þig svona vonda, og þess vegna á hann með réttu þessar tuttugu og fimm krónur, sagði Jens. — Nú skulum við baka okkur góðar pönnukökur, sagði nornin. Jens og Lísa borðuðu pönnukökur af beztu lyst, og nornin liafði aldrei á ævi sinni verið við eins góða heilsu. ■ Lýkur svo sögunni af þessari galdrakerlingu. ic Á hvað er Jói að horfa? Hvað heldurðu, að hann Jói sjái, sem þú sérð alls ekki? Reyndu að geta. Þú kemur ekki auga á það, nema þú takir þér penna i hönd og dragir samfellda linu milli punktanna í réttri númeraröð. Byrjaðu á 1, og endaðu á punkti 27, þá er gátan ráðin, og þú sérð það, sem Jói sá á undan þér. MATUR Hunangskaka. Uppskrift, sem nota má í þrjár tegundir af kökum. Ódýr og fljótlegt að búa til. 125 g siróp, 125 g sykur, (i() g smjörl., 1 egg, 1% dl áfir, I tesk. kanel, 1 tsk. engifer, börkur af Vi sítrónu 1% tsk. natron, 250 g hveiti. Setjið sykur, síróp og smjörlíki i pott og sjóðið saman. Kælið og sctjið eggið, vel þeytt saman við ásamt áfunum, hveit- inu, kryddinu og natroninu. Deigið er sett í velsmurt form og kakan er böluið við vægan hita, og ofninn má ekki vera heitur þegar kakan er sett inn í. Sé uppskriftin tvöfölduð má baka hana í ofnskúffunni og skera síðan niður í stykki, smyrja með smjöri og framreiða sem „hunangsbrauð". t þriðja lagi má svo baka deigið í smá- formum, skera hverja köku sundur og setja krem á milli eða marmelaði. Smyrja þær ofan með súkkulaðiglassúr og setja möndl- ur á hann. Þessar kökur geta verið falleg- ar og góðar, án þess að vera dýrar. Ostalinsur. 125 g hveiti, 125 g sinjörl., 60 g rifinn ostur, 1 eggjarauða, 1 egg, — 1 matsk. hveiti, 1 matsk. kartöflumjöl, 20 g ost- ur, 2 dl mjólk, salt á hnífsoddi. Hveiti, smjörlíki, rifinn ostur er blandað saman og hnoðað. Deigið er flatt út og sett í linsuform, ef þau eru til, ann- ars eru þær bakaðar á plötu. Kremið er búið til úr 1 eggi, sem hrært er með hveiti, rifnum osti og mjólk, síðan er það soðið og kælt. 1 teskeið af kreminu er sett á hverja linsu, og síðan er svolítið af deig- inu sett þar ofan á. Linsurnar bakist við góðan hita og beztar eru þær alveg ný- bakaðar. Amerísk appelsínukaka. 3 egg, 125 g sykur, 65 g kartöflumjöl, 65 g hveiti, 1 tsk. ger, safi úr hálfri appelsínu. Aðskiljið eggin, stífþeytið hvíturnar, setjið rauðurnar í ásamt sykrinum, því næst hveiti og kartöflumjöl. Setjið deigið í velsmurt form og bakið við góðan hita, í 1 klst. Kakan er kæld og síðan er appel- sínuglassúr smurt yfir. Appelsínuglassúrinn er búinn til úr sigt- uðum flórsykri og appelsínusafa, sem er hrært saman þar til það er orðið álika stíft og smjör. Áður en glassúrinn storkn- ar er ágætt að raða appelsínuhólfum ofan á.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.