Vikan - 05.05.1960, Qupperneq 26
Galdramál
í Skálholti
Framhald af bls. 13.
ull af litla fíngri til þénustu fram-
vegis.
Að stilla reiði, með tveimur fígúr-
um.
Að láta eigi framliðna sækja að
sér, með mannsbeinum, signíngum og
krossmarki.
Að vita hver stelur, með blóðvökv-
un og einni fígúru.
Að gjöra manni flugusótt.
Að ná jafnaðar-kaupum.
Að vita hver frá sér stelur, með
tveimur fígúrum, hagall hinn minni.
Hjálparhríngur í nauðsynjum, við
sverðsbiti og álfavillu, með fjórum
afskræmis fígúrum.
Að halda öðrum manni, einn staf-
ur á mannsbein.
Að ekki sé spillt stúlku fyrir manni,
með fimm stöfum.
Við svefnleysi, sex stafir.
Að tröll æri mann ekki, eða útburð-
ir, fjórir stafir.
Að gjöra flugsótt, fimm stafir á
mannsbein.
Að gjöra mann óvinsælan, með sjö
stöfum.
Að rista manni svefnþorn.
Ef kona vill synjast manni, með
sjö stöfum.
E’itthvað um sauði, með þremur
fígúrum.
Við stuldi, særður hrímþurs og
grimþurs og allra trölla faðir, með
29 stöfum.
Eftir lestur slikrar skrár er ekki
fráleitt að ýmsum vakni forvitni eftir
.frekari skýringum; en þó að biskup
rog menn hans hafi ekki dirfzt að færa
í letur til varðveizlu aðferðir og
fígúrur varðandi þessa djöfuls konst,
er hverjum þeim er hug hefur til,
leikur einn að finna mörg ef ekki
flest af ofanskráðum töfrabrögðum
ýtariega skráð ásamt tilheyrandi sær-
ingum, stöfum og fígúrum; að
minnsta kosti væri hér hægt um vik
að skýra mörg þessara bragða nánar,
en það yrði lángt mál og víða dökk-
leitt. Mörg þessara atriða eru algeing
og alkunn, svo sem svefnþorn, tal-
byrðíngurinn sator arepo, kvenna-
kuklið o. fl. o. fl. Varðveittur er fjöldi
af galdraskræðum frá fyni öldum;
þær eru nú setztar í helgan stein uppi
á Landsbókasafni.
Að lokum skulum við athuga hvað
herra Brynjóifur hefur að segja. E'ft-
irfarandi kafli er tekinn úr bréfi sem
hann skrifaði Jóni presti Pálssyni í
Vogsósum.
„... djöfull hefur hér í landi mesta
magt, af því menn óttast hann of
mjög, en svo mikið sem gengur í hans
ótta af mannsins hjarta og þeli, svo
mikið dregst frá guðs ótta í réttri
trú, og þarfyrir líður drottinn og
leyfir að óvinurinn hefur svo mikið
æði í kristilegri kirkju, að hjörtun
mannanna eru volg og halda ekki
einlægt við guð almáttugan, heldur
falla fram hjá guði, hverjum einum
óttinn ber, svo vel sem elskan og trú-
in, og óttast jafnframt guði andskot-
ann“.
Þeim góða guðsmanni hefur láðst
að athuga, hversu mjög kirkjunnar
þjónar prédikuðu þann hinn sama
óvin jafnt guði sinum.
Hugsið vel um
lætur yðar
Framhald af bls. 15.
trassi að leita sér lækningar mikið
vegna þess, að það veit ekki, á hve
einfaldan og ódýran hátt það getur
ráðið sér bót á þessu. Ég hef heyrt
fólk segja, sem komið hefur hingað
til mín, að það hefði komið miklu
fyrr, hefði það bara vitað um þessa
starfsemi.
— Og svo smíðið þið alls konar
skótau fyrir bæklað fólk?
— Já, við höfum reynt það eftir
beztu getu að smíða skótau fyrir
bæklaða eða vanskapaða fætur. En í
þvi tilfelli er mjög mikilvægt, að þeir
læknar, sem með sjúklinginn hafa
haft að gera, — ef um læknisaðgerð
hefur verið að ræða, — hafi gengið
eins vel frá hinum sjúka fæti og tök
voru á, — því að þessi skósmíði er
eiginlega fólgin í því að gera ljótt
og vanskapað eins eðlilegt og fallegt
og tök eru á. En hvað það snertir,
höfum við á að skipa hér heima mjög
góðum beinasérfræðingum.
— Smíðið þið ekki umbúðir fyrir
fóik, sem t. d. er bæklað vegna löm-
unarveiki?
— Nei, við smíðum ekki umbúðir,
en aftur á móti hefur okkur stund-
um tekizt að gera svo hentuga skó
fyrir þetta fólk, að umbúðanna hefur
ekki lengur verið þörf. Annars má
segja, að ortópedísk skósmíði sé um-
búðasmíði að vissu leyti.
— Geta tréskórnir, sem margir eru
farnir að ganga á núna, komið í stað
innleggja?
— Ég hef haft á boðstólum þýzkar
trétöfflur, sem eru taldar mjög hollur
skófatnaður fyrir sérstaka tegund
fóta, einkum „plattfóta", en aftur á
móti óhollar fyrir t. d. holfætur. En
svo hafa ýmsir menn séð hag í þvi
að verzla með svona trétöfflur, og
þær hafa til skamms tíma verið seldar
hér í búðum holt og bolt, án þess að
tillit sé tekið til þess, hvort kaupand-
inn hefur nokkuð gott af því að ganga
á þeim eða hvort hann stórskemmir
á sér fæturna með því.
— En er ekki hægt að setja ein-
hverjar hömlur á svona skósölu, sem
eiginlega ætti að vera háð eftirliti
lækna, alveg eins og flest lyf eru ekki
seid nema gegn lyfseðlum?
•— Það er selt svo mikið af svona
vörum hér í búðum, að ógerningur
er að setja neinar hömlur eða fara
að flokka það úr, sem talizt getur
til óholls varnings. Og sala tréskó-
fatnaðar er ekki talin það hættuleg
heilsu manna, að ástæða sé til að
stöðva hana, enda þótt það geti bagað
fólk alla ævi að nota óhollan skó-
fatnað. Og í þessu sambandi vil ég
benda á eitt atriði. Það er mjög út-
breiddur misskilningur, að skór eigi
að passa & börn. Þeir eiga auðvitað
að vera það stórir, að möguleikar séu
fyrir fæturna að vaxa í þeim óáreittir.
— Hefurðu marga menn í vinnu
hérna?
— Ég hef hér yfirleitt 2—3 i vinnu,
sem er hvergi fulinægjandi, en hús-
næðið leyfir ekki meira starfslið. Og
svo eru ekki til neinir menn hérlend-
is, sem iært hafa þetta fag, en það
krefst fjögurra ára náms, eins og svo
mörg önnur. En nú vinna hjá mér
2 danskir menn, Erik Schou Nielsen
og Bertil Nielsen, en þeir eru út-
lærðir í ortópedískri skósmíði og
hafa verið mér til ómetanlegrar
hjálpar hér á verkstæðinu. Og þegar
ég hef fengið stærra og betra hús-
næði til umráða. hef ég hugsað mér
að taka nokkra nema í þetta unga
fag, og mun ég þá betur geta annað
eftirspurninni eftir innleggjum og
hinum margvíslega skófatnaði, en
hún fer sívaxandi með hverjum degi.
Við þökkum Steinari Waage fyrir
viðtalið og lýsum ánægju okkar yfir
því að hafa fengið að skyggnast inn
I þessa merkilegu starfsemi.
Þú og barnið þitt
Framhald af bls. 12.
ófengið kannski lokkað feti framar
en æskilegt gat talizt, en var svo
sem nokkuð verið að leiðbeina
manni á æskualdri, hvílika alvöru
gæti af þessu leitt?. Nú er öðru máli
að gegna. Þeir hafa fórnað sér fyrir
þá reynslu, sem æskunni má verða
dýrmætari en gull og silfur. Nei,
æskunni nú á dögum ætti ekki að
vera vorkunn; við höfum áminnt
liana rækilega og erum henni stöð-
ug viðvörun.
LÝÐMENNTUN OG DRYKKJU-
SKÓLI.
Loftið er þungt og heitt, og reykj-
arstækjan bítur í augun. Nokkrir
krakkar líta inn eftir bíóið til þess
að fá sér „smók“ og eina kók undir
svefninn. Sumir krakkarnir fara að
tlnast út, og það fer að hægjast
um hjá afgreiðslufólkinu. Eigandi
fyrirtækisins fær tóm til að ganga
á milli borða og kinka kolli til við-
skiptavinanna. Hann verður undr-
andi, þegar hann kemur auga á mig,
kinkar stuttaralega kolli og hverf-
ur aftur til anna sinna.
Hann er einn af þeirri gömlu,
siðavöndu kynslóð, sem óx upp og
mótaðist fyrir spillingarflóðið. Ég
í?0Uat köldubúðingarn-
| ir eru ljúffengasti
eftirmatur, sem völ er á. Svo
auðvelt er að matreiða þa, að
ekki þarf annað en hræra inm-
hald pakkans saman við kalda
mjólk og er búðingunnn þá
tilbúinn til framreiðslu. \
kBragðtegundir:
Súkkulaði . Vanillu
iaramellu og Hindberja
4H4i/(
f | 4
||f
þekkti hann þá, og hann lýsti hug-*
sjónum sínum oft fyrir mér. Hann
ætlaði að stofna lýðháskóla og verja
ævistarfi sínu til þess að mennta
æskuna. En margt varð honum mót-
drægt. Hann varð fyrir þeirri raun
að falla á prófi, og það gekk svo
nærri honum, að lýðskólahugsjónin
bliknaði. — Æskan nú á dögum,
sem lifir aðeins fyrir líðandi stund,
hugsar vist ekki oft um það, hve
mikið eldri kynslóðin varð að leggja
i sölurnar til þess að sjá hugsjónir
sínar rætast.
Samt hefur þessi séskuvinur minn
ekki getað slittð sig frá unglingun-
um og menntunarhugsjón sinni. Nú
hefur hann þá daglega í kringum
sig, og það -yrði fjölmennur skóli,
ef allt væri talið. Stofnun hans
skreytir sig að visu ekki með lýð-
háskólanafni, en henni fylgir sá
kostur, að hvorki þarf að ætla henni
fé á fjárlögum né lögskylda ungl-
ingana til þess að sækja hana. Hér
gerist allt af frjálsum vilja og hinu
opinbera að kostnaðarlausu. Samt
er hér rækt þegnskaparuppeldi, sem
síðar fleytir milljónatugum í ríkis-
sjóð.
Hávaðinn hjá sexmenningunum
við glugaborðið hefur aukizt í-
skyggilega. Vasafleygurinn er tóm-
ur, og eigandinn er að lýsa því fyrir
tilheyrendum sínum, við hve fárán-
lega fræðsluskipan þjóðin búi og
hversu brjóstumkennanleg sú æska
sé, sem verður að þola þetta skóla-
stagl. „Ef ég væri menntamálaráð-
herra ...“ Framhald ræðunnar
heyrist ekki. Pilturinn, sem situr
næst glugganum, stendur allt i einu
upp, ryðst með írafári fram hjá
ræðumanninum, svo að borðið er
nærri oltið, og skjögrar náfölur með
vasaklút fyrir vitum sér í áttina að
snyrtiklefanum. ★
— Það er auðvitað ágætt að
mæta stundvíslega, en ég er
hræddur um að það kunni að slá
að þér £ náttfötunum.
— Passaðu þig — þetta er
fyrri maðurinn minn.
26
VIKAN