Vikan


Vikan - 25.08.1960, Síða 8

Vikan - 25.08.1960, Síða 8
Filippo Orsini prins tilheyrir einnig hin- um sérkennilegu svörtu sauðum aðalsins. Þrátt fyrir öll sín útbrot er hann stað- fastur í ást sinni til hinnar ensku kvik- myndaleikkonu, Belindu Lee. Hennar vegna hefur hann yfirgefið bæði konu og heimili, börn og peninga, það er nefnilega konan seip er rík. Hann hefur einnig Iátið stöðu sína sem konunglegur aðstoðar- maður páfans sigla lönd og leið. Hér sést hann svo með sinni heittelskuðu Belindu. Hér er Anita Ekberg í atriði úr hinni djörfu kvikmynd „Dolce Vita“, sem rugl- aði og gramdi heldra fólkið í Kóm. Kvik- myndin á, eftir því sem sagt er, að sýna gagnrýnandi og sanna mynd af spilling- unni meðal ítalskra broddborgara, hinum svokallaða náttklúbbaaðli. Á myndinni ætlar Anita að taka sér næturbað í einni lystitjörninni í Róm. í samkvæmisfötum. Raimondo Orsini prins. frændi Filippo, hefur lengi verið trúlofaður Sorayu. Nú hefur hlaup- ið snurða á þráðinn hjá þeim, vegna franskrar sýningarstúlku, sem stofnað hefur til kunn- ingsskapar við prins- inn. SYNDIR í fyrrasumar voru miki! nialaferli á Ítalíu, sem sýndu hrátt lffið — einkum næturlífið — í Róm í nýju Ijósi. Tveir fustar og einn markgreifi voru sakaðir um að hafa stofnað til drykkjusamkvæmis, þar sem dansaður var hinn ógeðslegi nektardans, sem síðar varð víðfrægur og loks festur á kvikmynda- léreftið. Ef mennirnir þrír verða dæmdir sekir, bíður þeirra þriggja mánaða til þriggja ára fangelsisvist. Anita Ekberg var sjálf i þessu nektarsamkvæmi, eh einmitt hún leik- ur í nýjustu mynd Federico Fellinis „Dolce Vita“. Menn eru farnir að velta því fyrir sér, hvort Róm sé að úrkynjast og líða undir lok, eins og á dögum Nerós. Pier-Francesco Borghese, 32 ára gamall, Andrea Hercolant fursti, 33 ára arlo Durazzo mark- greifi, 32 ára, blaðamaðurinn Sergio Pastore og hljómsveitarstjórinn Lucherini eru sakaðir um að hafa stofnað til hins víðfræga nektarsamkvæmis, sem haldið var fyrir svo sem tveimur árum á veitingahúsi í Trastevere í Róm. Þessu samkvæmi lauk með því, að lögreglan skarst í leikinn. Sama nektarsamkvæmi er nú leikið í hinni djörfu mynd Fellinis, „Dolce Vita“, sem fjallar um það, hvern- ig hin ítalska úrkynjun sniitar frá sér til annarra landa. Ef mennirnir þrír verða dæmdir sekir, verða þeir að sæta þriggja mánaða til þriggja ára fangelisvistar fyrir að hafa stofnað til drykkj- unnar. I myndinni er ,,næturklúbbaaðlinum“ lýst á lístilegan hátt, og ekkert hefur verið til sparað. til þess að bregða upp sem sannastri mynd af aðl- inum úrkynjaða. Meðal annars hefur Anita Ekberg verið iátin endurtaka fyrri brek sín í myndinni, er hún fer í bað klædd samkvæmiskjól um miðja nótt í svölu vatni Fontana de Trevi, þar sem auð- vitað er harðbannað að fara I bað. Sá, sem eitt- hvað þekkir til Rómar, myndi telja „Dolce Vita“ sannsögulega mynd. Og aldrei hefur sannleikurinn verið eins bitur og í þessari kvikmynd um úr- kynjunina eftir síðari heimsstyrjöld. Italski há- aðillinn nær ekki upp i nefið á sér fyrir reiði, og Ennþá er Giovanna Pignatelli prinsessu bland- að í hneykslismál. Hún er í beinan ættlegg kom- in af Innocento XII., páfa, en hann er heilagur. Prinsessunni hefur aftur á móti greinilega ekki verið spillt með heilögum eiginleikum. segir að myndin sé hreinasta svivirða. En sann- leikurinn er sá, að í hverri viku kemst upp um ný og ný hneýksli, sem varpa hulunni af borginní eilífu, og mönnum verður smátt og smátt ljóst, að sumir göfugustu menn landsins lifa í hæsta máta ósiðlegu lííi, svo ekki sé meira sagt. Myndinni var illa tekið, er hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí, en engu að síður valdi dómnefndin hana sem beztu mynd ársins. Montesi-málið hefur þegar varpað ógnarljósi á fj'lda þekktra lögfræðinga, lækna, stjórnmála- manna, iðjuhölda og aðalsmanna, sem neytt hafa eiturlyfja og stofnað til siðlausra drykkjusam- kvæma í sveitabústöðum sínum. 1 einni slíkri drykkjuveizlu dó ung stúlka. Menn eru nú búnir að gleyma Montesi-málinu, stúlkan er grafin og gleymd, og menn gætu ætlað, að þetta væri al- gert einsdæmi, sem stafaði af úrkynjun örfárra manna. En þetta mál var aðeins eitt af mörgum, sem sýna okkur rotnun þá og spillingu, sem gripið hefur italska aðalinn heljartökum. BAK VIÐ TJÖLDIN í TfZKUHÚSI ... f Mílanó komst fyrir skemmstu upp um hið svívirðilegasta simavændi. Til þess að þóknast nokkrum efnuðum iðjuhöldum, hafði maður nokk- ur að nafni Ciacinto Parigy á vegum sinum hóp stúlkna á aldrinum 16—20 ára. Vinnuaðferðir Parigys voru í hæsta máta frumlegar. Á Pantanogötu reisti hann snoturt lítið tízku- hús. Þegar falleg stúlka kom inn, til þess að spyrja um verðið á þessum og þessum kjól, sem hún hafði séð í sýningargiugganum, setti hann upp gífur- lega hátt. verð, og þegar stúlkan sneri vonsvikin á brott, flýtti hann sér að segja, að hægt væri að fá kjólinn endurgjaldslaust. Til þess þyrfti hún ekki annað en vera nokkrum kunningjum hans til skemmtunar. Venjulega féllst stúlkan á þetta, og þegar hún fór burt með kjólinn, hafði henni auk þess verið fengin álitleg fjárfúlga. Þetta fékk stúlkurnar til þess að koma aftur til Pantanagötu, og brátt var stúlkan orðin fast- ur liður i símavændi Parigys. Mörg hundruð stúlkna voru í flokki Parigys. Þegar hringt var í Parigy, sendi hann valinn hóp stúlkna í kampa- vínssamkvæmi, sem ekki voru beinlínis siðleg. Mennirnir voru ekki neinir unglingar, en margir voru aðlaðir og allir ríkir. Á nokkrum mánuðum gátu stúlkurnar unnið sér inn myndarlega fjár- fúlgu. E'in þeirra keypti sér bakarí fyrir þrjátíu milljónir líra. Aðrar vörðu peningunum í skart- gripi og bíla. Allt kom þetta fram við yfirheyrslur lögreglunnar. Parigy situr nú í fangelsi, og í

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.