Vikan


Vikan - 25.08.1960, Page 9

Vikan - 25.08.1960, Page 9
Næturlífið í Rómaborg er mjög fjölskrúðugt og þátttakendur þess ent ekki sízt aðalsfólk borgarinnar, sem hefur of mikla peninga og of fá við- fangsefni fyrir utan nætur- og nautnalíf. Þar hefur hvert hneykslið öðru verra verið dregið fram í dagsins ljós og nú hefur Frederico Fellini gert kvikmynd, sem fjallar um þetta efni. BORG PAFANS Mílanó eru frægir iðjuhöldar allir á nálum, dauð- hræddir um að nafn þeirra verði nefnt í sambandi við þetta- hneyksli. ... OG f VERZLUN SEM SELDI MYND- SKREYTTAR ÁSTARSÖGUR ... 1 Róm er lögreglan nú að fletta ofan af enn einu hneykslinu. 1 þetta sinn voru það sóðalegar Ijósmyndir. Að minnsta kosti 45 stúlkur eru riðnar við þetta mál. Margar þeirra eru aðalbornar. Myndirnar voru teknar á vinnustofu, sem hafði það af yfirskyni að selja myndskreyttar ástar- sögur. Stöku sinnum auglýstu forráðamenn eftir ungum stúlkum, til þess að sitja fyrir. Myndirnar áttu að birtast í þessum „myndskreyttu ástarsög- um“. Upp komust svikin, þegar faðir 16 ára stúlku, Franca Aloisi, tjáði þetta lögreglunni. Þrír ungir menn eru álitnir sekir. Þeir eru alilr af aðals- ættum. HENNAR HÁTIGN BARNAMORÐINGINN ... Konurnar á Italíu eru ekki barnanna beztar. 1 fyrra komst upp um enn eitt hneykslið, þegar hin þrituga, efnaða greifynja Paola del Landerset og sextug móðir hennar voru handteknar og sak- aðar um barnamorð, notkun nautnalyfja og al- mennt siðleysi. Paola greifynja, sem hafði ekki búið með manni sínum i mörg ár, hafði eignast barn á laun. Móðir hennar og hún kyrktu barnið, strax eftir fæðinguna. Enginn þjónanna á sveitasetra greifynjunnar, Selva del Monteiio í Trevise nálægt Feneyjum, hafði haft nokkra hugmynd um, að greifynjan hafði verið með barni. Likið fannst í síki, sem flýtur um skemmtigarð Selva del Montello. Báðar konunnar játuðu á sig glæpinn, en neituðu að segja til um föður barnsins. Það kom brátt í Ijós, að greifynjan og móðir hennar höfðu í tíu ár haldið samkvæmi fyrir há- aðalinn i Feneyjum, þar sem neytt var morfins 'og kókaíns. Samkvæmt lögregluskýrslum hafa konurnar eytt hálfri milljón líra i þessar nautna- samkundur. Lögreglan heldur því einnig fram, að barnið hafi verið drepið er konurnar voru í eiturlyfjavímu. Greifynjan og móðir hennar eru nú á hæli fyrir áfengissjúklinga og eiturlyfja,- neytendur. PIGNATELLI PRINSESSA ... EKKI BEIN- LÍNIS NEINN DÝRLINGUR ... Nú er efst á baugi hneykslið um Giovanna Pignatelli prinsessu og hinn fræga franska visna- söngvara Dany Daubenson. Prinsessan er t.uttugu og sex ára og bráðfalleg. Árið 1954 giftist hún hinum þekkta franska kvikmyndaleikara Georges Brehat, sem hætti að leika og settist að í' Róm sem kaupsýslumaður. Þau skötuhjú eignuðust nú barn. Eftir nýárið hvarf prensessan skyndilega að heiman. Stuttu siðar kom hún aftur, en aðeins til þass að setja ofan í nokkrar ferðakistur og hverfa síðan á nýjan leik. Nú sakar Georges Brehat Dany Dauberson um að hafa fíflað konu sína og eyðilagt hjónaband þeirra. I Róm, og þá helzt í Vatikanrikinu, standa menn á öndinni. Prinsessan er beinn niðji Innócentíusar páfa, sem er nú dýrlingur, og jesúítans José Pignateili, sem einnig er dýrlingur. En samkvæmt frásögn eiginmannsins er Giovanna sjálf enginn dýrlingur. Þegar hún hvarf í annað sinn, bað hann lögregluna að leita hennar. Þá skaut prensessan upp kollinum og hafði viðtal við blaðamenn í Róm. Hún sagði blaðamönnum, að hún og Dauberson hefðu skroppið tii Capri og síðan farið í smáferð til Aþenu. Nú vill prins- essan skilnað, en verður líklega að láta sér nægja aðskilnað. Eins og menn vita, er afar erfitt. að fá skilnað á Ítalíu, þegar vígt hefur verið í kirkju, eins og prinsessan og maður hennar. „CLUB 84“ OG RÓMYERSKUR „ARMSTRONG-JONES“. Ef menn vilja kynna sér til hlítar gerðir háað- alsins, eins og honum er lýst í „Dolce Vita“, er „Club 84“ mjög hentugur staður til þess að kynn- ast næturlífinu. Klúbbinn á Guerini markgreifi og fleiri stórbokkar. Þó gæti orðið erfitt að kom- ast inn, því að klúbburinn er lokaður jafnoft og hann er opinn. Og þegar hann er lokaður, er þaS samkvæmt skipun lögreglunnar — eins og kom fyrir fyrir skemmstu, eftir mikla ölvun og slagsmál og einu sinni var honum lokað, er nokkrir furst- ar og greifar voru staðnir að þvi að kaupa eitur- lyf í klúbbnum. Furstarnir og greifarnir voru keyrðir í fangelsi, og Það var ekki í fvrsta sinn, því að allir voru þeir forfallnir „snjó“-neytendur. E’inn þessara manna var hinn tvítugi furstí Guiseppe Aragona-Pignatelli Cortis, og hann varð að dúsa í fangelsi í marga mánuði. Sama dag og hann slapp út, giftist hann ungri rómverskri stúlku af góðum ættum, Guili Gallarati, sem virð- ist vera tvíburasystir Soraya fyrrverandi keisara- ynju. Nú sjást ungu hjónin tíðum í „Club 84“. . Þar sést einnig spjátrungurinn Dado Ruspoli fursti, sem einnig er kunnugur fangelsunum, sakir eiturlyfjaneyzlu. Dado er 34 ára, glæsilegur mað- ur, og að sögn jafnvinsæll meðal karla og kvenna. Dado er giftur Francescu prinsessu, fæddri Blanc, en hann hefur ekki búið með konu sinni í mörg ár. Þar sem hann er af „svarta aðlinum” — það er að segja titlaður af Páfa — getur hann ekki fengið skilnað. Fjölskylda hans er vellrík, en engu að síður er hann einn þeirra fursta sem vinnur. Framliald á bls. 32. Dado Ruspoli prins hefur margoft verið handtekinn vegna eiturlyfjanotkunar. Þrátt fyrir það hefur hann auðsýnilega haldið valdi sínu yfir veikara kyninu, og sést stöðugt með nýj- um vinkonum. Upp á síðkastið hefur hann mjög óft sést með stúlkunni á myndinna, Mara Lane að nafni.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.