Vikan


Vikan - 25.08.1960, Síða 11

Vikan - 25.08.1960, Síða 11
Fjórði og næstsíðasti bátturinn fJtvarpsskrifborð frá Edda Radio — Verðmæti kronar 15.000.00 Umboð á Islandi: Sveinn Björnsson & Co. f þessari verðlaunakeppni Vikunnar, er um mjög glæsilegan vinning að ræða. Það er út- varpsskrifborð frá Edda radio í Noregi, en um- boð fyrir það fyrirtæki hefur Sveinn Björnsson & Co. Borðið er í senn fegurt og hagkvæmt, það tekur lftið pláss, en rúmar vel og er sannkallaður prýðisgripur, hvar sem væri. Efnið er tekk, en mssinghólkar á fótunum. f því er bókahilla og skápur fyrir ritvél og ann- ar fyrir^ segulband, eða hvað sem vera skal annað. Útvarpið er innbyggt og það er mjög hagkvæmt fyrir ungt fólk, sem býr þröngt. Það er mjög gott og skulu hér talin upp nokkur tæknileg atriði, sem prýða gripinn; en þó er rétt að taka það fram, að þau Jón Pétursson og Hildigunnur Dungal fylgja ekki vinningnum. Helztu kostir útvarpstækisins eru þessir: * Sjö lampa móttökugerfi, Novallampar af nýjustu gerð, þrettánföld lampavirkni, ótrú- legur næmleiki og hrein tóngjöf. * Metramerktur bylgjuborði, stillingin ónæm fyrir truflunum og samruna frá öðrum stöðvum. * Fjórir sérskildir bylgjuborðar, sem ná yfir bylgjusvið 13—2000 m, eða það svið sem heimilað er fyrir útvarpssendingar nú og framvegis. * Víkkað bátabylgjusvið, 1650—5900 kc/s. * Stöðvastillir með jafnvægishjóli og mismuna- drifi, sem gerir stillinguna ótrúlega auðvelda og hraðvirka. * Sérstakir stillar framan á, sem skipta á grammófón og segulbandstæki eftir vild, svo ekki þarf að tefja sig á að tengja leiðslur eða öðru þessháttar. * Sjálfvirk hljómstilling, sem heldur jafnari hljómfyllingu hversu lágt sem útvarpið er stillt. * Ljósauga með tveim næmleikagráðum, sem gefur til kynna nákvæma stillingu, bæði á veikar og sterkar stöðvar. * „Tal og hlustunarkerfi“, sem gerir kleift að tónlist og tal berist um viðtækið milli tveggja herbergja — meðal annars má nota þetta tæki til að fylgjast með börnum í öðru herbergi. * Fimmskipt dískantstilling, sem nær bæði til hljómfyllingar og tóngæða. Sérstök bassa stilling, svo maður getur alltaf ráðið sam- hljómuninni eftir sínum eigin smekk. * Ómvíddarkerfi, — High Fidelity — sterkur konserthátalari og tveir dískanthátalarar, stilltir fyirr þrívíða rétthljómun. * Tengsli fyrir aukaleiðslur til hátalara í eld- húsi eða öðrum herbergjum — tækið er nægilega sterkt fyrir nokkra slíka hátalara samtímis. * Innstungur, sem gera kleift að skipta frá segulbansdtæki á plötuspilara með einu handtaki. * Innbyggt loftnet fyrir lágbylgjur, sem einnig má nota í sambandi við önnur bylgjusvið.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.