Vikan - 25.08.1960, Qupperneq 13
LÆPAMANNSINS
• y
„Þessar yndislegu hendur hafa drepið betri menn en þig,“ sagði faðir
minn reiður og hélt, að ég væri að gera gys að honum fyrir að vera
hræddur við Antonio. Nú loks rankaði ég við mér, og það var sem ískalt
vatn rynni mér milli skinns og hörunds. Florella var dóttir Antonios, morð-
ingjans. Mér varð svo hverft við, að ég náfölnaði, og móðir mín tók eftir því.
„Hvað er að þér, drengur?" spurði hún og greip til smjörolíunnar, en
frá þvi að ég mundi eftir mér, hafðis mjörolía verið allsherjar-læknisráð
móður minnar við öllum kvillum minum.
„Ég er ástfanginn,“ flýtti ég mér að segja, því ég vissi, að allar aðrar
afsakanir mundu enda með því, að ég yrði að gleypa nokkrar skeiðar af
viðbjóðslegri smjörolíu.
„Ástfanginn!" æpti móðir mín skelfingu lostin. „Hvar er meðalaskeiðin?"
sagði hún, um leið og hún sneri sér að föður mínum, og áður en ég fékk
> nokkurri vörn við komið, hafði ég gleypt fjórar skeiðar af smjöroliu.
„Þetta læknar þig af allri ást,“ sagði hún síðan sigri hrósandi.
Lengi, lengi eða næstum heila viku lifði ég í minningunni, en þá fór
minningin um hana að fölna smátt og smátt, og mér varð ljóst, að jafnvel
þótt það væri sjálfur andskotinn, sem hún væri komin út af, þá yrði ég
að fá að sjá hana aftur.
Snemma næsta sunnudag sat ég á knæpu einni og beið, þar til að
Eugenia og Florella gengu fram hjá á leið til kirkju, hin fyrrnefnda bogin
og kerlingarleg, en hin síðarnefnda i senn tiguleg og glæsileg. Hún hafði
yfir höfði sér sömu svörtu slæðuna sem venjulega skýldi andliti hennar, en
nú vissi ég af eigin reynslu, hvílík töfrandi fegurð leyndist þar að baki.
Hendurnar á mér skulfu, og ég hafði næstum misst miðann, sem ég
ætlaði Flórellu. Á miðanum var kvæði, þar sem sagði, að ég væri að deyja
af ást til hennar og að hún, ef hún liti út um gluggann á herbergi sínu(
klukkan tvö næstu nótt, mundi sjá mig standa undir kirsuberjatrjánum i
garði föður hennar. Ég flýtti mér yfir torgið, tilbúinn með miðann x hend-
inni, og komst að kirkjudyrunum rétt á eftir Florellu og nornarskarninu,
sem gætti hennar. Ég ruddist að Florellu og snerti hönd hennar með hvössu
horninu á samanbrotnum bréfmiðanum. Enn einu sinni heyrði ég hina
guðdómlegu rödd segja: „Ó, Jesús" — og fann, að hinir fíngerðu fingur
tóku viðbragð af undrun, en lukust síðan saman um bréfmiðann.
Næstu nótt, þegar tunglið kom upp og hundarnir tóku að ýlfra í fjalls-
hlíðunum í fjarska, klifraði ég yfir vegginn á garði signor Antonios og var
sannast sagna með hjartað í buxunum. Hnén á mér skulfu, er ég settist
niður við stofninn á digru tré, og ég andaði léttar augnablik. Ég virti
fyrir mér dyrnar á eldhúsinu og eina sex glugga á þeirri hliðinni, sem að
mér sneri. Ef signor Antonio hefði komið út á þeirri stundu, hefði ég
verið dæmdur maður, því að ég hefði ekki getað gert hið minnsta til að
bjarga mér. Ég mundi hafa legið þarna kyrr, meðan hann tæmdi marg-
hleypu sina á mig, og eina von mín
hefði verið, að það yrði hún, sem fá
mundi það hlutverkið að loka augum
mínum í hinzta sinn, augum, sem
brostið hefðu vegna hennar.
Langt í burtu sló bæjarklukkan
tvö högg, og timinn var kominn. Hvað
var þetta? Lítill smellur heyrðist, og
ég sá svefnherbergisglugga opnast
hægt og varlega. Ég hélt niðri i mér
andanum og starði ákaft á mannveru,
sem kom i ljós i glugganum. Jú, það
var ekki um Það að villast, þetta var
... Florella. „Florella!“ æpti ég og
stökk á fætur. Hvilíkur bjáni var ég
að hafa aldrei lært á hljóðfæri, t. d.
á gítar eða fiðlu. En hvað um það,
ég mundi þó að minnsta kosti geta
sungið fyrir mína heittelskuðu, og ég
byrjaði eins hjartnæmt og ég gat:
„O, sole mio!“
Klædd náttkjól og með hárið líkt og foss um yndislegar axlirnar stóð
Florella á svölunum og hallaði sér yfir handriðið í áttina til mín. „Uss,“
hvíslaði hún með angist í hreimnum, þegar ég byrjaði að syngja, og ég
mundi allt í einu eftir signor Antonio og Eugeniu. Ég þagnaði skelfingu
lostinn, en læddist samt nær húsinu. „Teygðu þig niður til min,“ hvíslaði
ég, og hún hallaði sér niður til mín, þar til fingur minir gátu næstum
snert andlit hennar.
„Það er mjög rangt af þér að koma,“ hvislaði hún.
„Ég veit það,“ svaraði ég aðeins. Ef ég bara hefði munað eftir þvi að
hafa með mér eitthvað til að standa á, þá hefði ég getað snert hár hennar
og ef til vill kinnar hennar, hvað þá heldur ef ég hefði haft með mér
stiga ...
„E’r stigi í garðinum þínurn?" hvíslaði ég.
„Ó, guð minn góður!“ stundi Florella. „Hvernig dettur þér annað eins
i hug? Ef þú svo mikið sem snertir við stiganum neðst i garðinum, þá er
ég viss um, að Eugenia mundi heyra það.“
En ég var þotinn þegar i stað eftir stiganum. Síðan setti ég stigann
traustlega fyrir neðan glugga Florellú og klifraði upp hann, þar til and-
lit mitt var í sömu hæð og andlit hennar.
„Þetta máttu ekki,“ stundi Florella. „Þetta er afskaplega rangt af þér.“
„Ég veit það,“ tautaði ég og hélt hári hennar upp að kinn minni. öxl
hennar, slétt sem fílabein undir baðmullarnáttkjólnum, var aðeins þuml-
ung frá vörum minum.
„Ó,“ andvarpaði hún, þegar ég kyssti hana á öxlina. Það var líkt og
rafmagnsstraumur færi um hverja einustu taug líkama míns, svo að ég
hristist allur, þar sem ég stóð í efsta þrepi stigans, og Florella greip
utan um mig með handleggjunum.
„Þú dettur niður,“ hvíslaði hún. „Farðu niður!“ En hendur hennar
héldu nú utan um mig og hendur mínar utan um hana.
„Ef ég kæmist upp í gluggakistuna, þá væri ég öruggari," sagði ég.
„En væri ég Þá öruggari?“ hvíslaði hún. Varir hennar titruðu af hræðslu,
og ég róaði Þær á þann eina veg, sem ég sá mér mögulegan: Ég kyssti þær.
„Ó, Pietro!" hvíslaði hún, þegar hún gat hvíslað aftur. „Hversu oft hef
ég ekki séð þig við messu, og hvernig gat ég vitað, að þú værir svona
slæmur?"
„Ó, Florella," stundi ég. „Hversu oft hef ég séð þig við messu, og hversu
lítið vissi ég um það, hve fögur þú værir."
Höfum við, raunverulega kysstst, eða hafði mig dreymt það? Ég beygði
mig áfram til að fullvissa mig, þrýsti handleggjum mínum utan um mjúkar,
eftirlátar axlir hennar, hallaði mér fram yfir grindverkið, og ... skyndi-
lega féll stiginn fram, en hann hafði alltaf verið reikull undir fótum mér,
og datt síðan niður. Eitt augnablik, sem virtist mér heil eilífð, hékk ég
hjálparlaus og hélt mér í Florellu. Þá heyrðist allt i einu feikna-hávaði
fyrir neðan, þegar stiginn féll niður. Það var líkt og hundrað tré hefðu
verið höggvin niður I einu, og hver einasti hundur í nágrenninu byrjaði
að gelta.
„Ó, guð minn góður," æpti Florella, Eugenia hlýtur að heyra þetta.
Farðu strax.“
„Stiginn," stundi ég. „Stiginn er dottinn, — hvernig kemst ég niður?“
1 stað þess að hoppa niður klifraði ég yfir grindverkið. upp í gluggakist-
una, þar sem ekki var hætta á því, að ég dytti niður, og síðan inn í her-
bergi Florellu. Þegar hún sá þetta. rak hún upp ógurlegt óp, eins og ég
væri ókunnugur, og á sama augnabliki var dyrunum hrundið upp, og
Eugenia kom þjótandi inn með lampa í annarri hendi. „Þú!“ skrækti
hún ógurlegri röddu.
Úr herberginu við hliðina heyrðist í jafnvel enn hræðilegri rödd, rödd
signors Antonios, sem öskraði: „Hvað er þetta? Hvað er um að vera? Hvar
er byssan min?“ Og þá var sem fæturr mínir færu að starfa af sjálfs-
dáðum, því að ég sneri mér við, hljóp í áttina að glugganum, dró djúpt
að mér andann og kastaði mér yfir handriðið á svölunum eitthvað út
í loftið.
Ég veit ekki, hvar ég hef búizt við að hafna, en lenti hins vegar mitt
í kirsuberjatré og féll niður á jörðina með heil kynstur af brotnum grein-
um og kirsuberjablómum með mér. Ég byrjaði að hlaupa, áður en fætur
mínir höfðu snert jörðina, og hentist í áttina að veggnum líkt og gúmmi-
bolti. Fyrir aftan mig opnaðist annar gluggi, og signor Antonio öskraði
út í nóttina: „Stanzaðu, eða ég hleypi af!“ Augnabliki síðar heyrðist ógur-
legur hvellur líkt og í fallbyssu, og kúla þaut rétt fram hjá mér. En ég
var kominn yfir vegginn og farinn að hlaupa heimleiðis fljótari en nokk-
ur veðhlaupaklár.
Ó, bara að þetta allt hefði endað á annan hátt. En því var ekki að
heilsa, þvi að það hafði sézt til mín, og mannorð Florellu, jafnvel líf
hennar, var í hættu.
Mundi faðir hennar drepa hana? Ég hægði skyndilega á hlaupunum.
Mundi hann myrða mig? Ég herti hlaupin aftur. Mér flugu i hug steypu-
vestin frá Brooklyn, og ískaldur hrollur fór um mig, Ætti ég að flýja til
Framhald á næstu síðu.
Allt jborp/ð óttaðist föður hennar, ég ekki síður
en aðrir. En jafnvel Jbótt hún væri dóttir
sjálfs djöfulsins, Jbd yrði ég að fá að sjá
hana aftur
tflKAN
13