Vikan


Vikan - 25.08.1960, Qupperneq 22

Vikan - 25.08.1960, Qupperneq 22
Fyrir hverju er draumurinn? Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Viknnnar Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forvitni á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunni, pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðningamannsins. Ráðning á draum kostar 20 krónur, nema menn vilji fá skriflegt svar beint frá draumráðningamanninum þá kostar ráðn- ingin 50 krónur. Dráumráðandi Vikunnar. Fyrir hálfum mánuði dreymdi mig, að ég kæmi inn í herbergi hér á heimili minu, og fannst mér ég sjá dóttur mina litla liggja þar á sófa. Ég gekk til hennar og sá bá, að hún var öll blóðug í framan. Mér fannst ég verða hrædd og taka lakið og reyna að þurrka af henni, en það var eins og það kæmi strax aftur á hana, — sama hvað ég þurrkaði. Við þetta hrökk ég upp. Draumurinn var ekki lengri, en mér leið mjög illa, þegar ég vaknaði. Sigurbjörg. Svar til Sigurbjargar. Barninu er ráðlagt að fara mjög gætilega á næstunni, því að þessi draumur er fyrir meiðslum og vandræðum. Til Draumráðandans. Nýlega dreymdi mig draum, sem mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig, og hann er svo- hljóðandi: Mér fannst ég sjá hátt fjail með þurrum lækj- arfarveg, sem náði ekki upp á fjallsbrún, en endaði þar við klöpp. Og þótti mér ég sjá feiknarstóran orm, sem líktist ánamaðki og mjög áberandi rauður. Leitaði hann upp lækjarfar- veginn og virtist ætla að komast upp á klöpp- ina, en tókst ekki og rann þá niður fjallið, og þegar hann kom niður, líktist hann stórum snigli. Hann reyndi jjrisvar að komast upp aft- ur, en ailt fór á sömu leið. Þar til mér finnst ég segja -við einhvern: „Sjáið þið bara stóra orminn jjarna í fjallinu." En þá var hann liorf- inn. Og þar skammt frá var sprunga eða jarðfall i fjallinu, og þóttist ég vita, að hann hefði lent niður í það, og fannst mér það vera eins og blóði drifið í kring. Þóttist ég vita, að það væri úr orminum. -— Með þökk fyrir birtinguna. Húsmóðir. Svar til húsmóður. Draumurinn merkir, að vandamál þín eru að leysast í sambandi við smávægilegar f jölskylduerjur. Draumráðandi Vikunnar. Mig dreymdi, að ég væri innan um marg- menni. Mér varð allt í e-inu litið á hægri hönd mér. Mér fannst ég vera með örmjóan gifting- arhring og snúru fyrir framan hringinn. í draumnum fannst mér ég livorki vera trúlofuð né gift, en samt fannst mér ekkert vera athuga- vert við að hafa liringinn. Með fyrir fram þökk, • Ynnos (Sonny). Svar til Ynnos. Hringurinn í draumnum táknar nýtt ástar- ævintýr hjá þér á næstunni, sem gæti leitt af sér áframhaldandi náin kynni. Kæri drauinráðningamaður. í nótt dreymdi mig draum, sem mig mundi langa mikið til að vita, hvað þýddi. Mér fannst ég vera að aka í bil með kunningja mínum. Allt í einu tók ég eftir því, að í bíln- um var líkkista, sem mér fannst í vera lík móð- ur þessa kunningja míns. Mér varð náttúriega mjög illt við að sjá þetta, og fannst mér ég fara að gráta yfir þessu. (Það skal tekið fram, að þessi kona, sem mér fannst vera dáin, er enn iifandi, en ég hef aldrei séð hana.) Þegar ég fer að aðgæta kistuna nánar, tek ég eftir því, að í staðinn fyrir að vera skreytt blómum, eins og yfirleitt er gert, þá voru hér og þar á stangli hálfvisnaðar smáar trjágreinar. Mér Framhald á bls. 29. Nýlega var haldin mjög ó- venjuleg tízku- sýning í Róm. Hún var þannig, að allir kjólarnir, hvort sem þeir voru ætlaðir til hversdags eða spari, litu út fyr- ir að vera gerðir úr gömlum af- göngum. Það eru óhlutlægu mál- verkin, sem hafa ráðið svipnum á þessari sýningu, því að efnin eru gerð beinlínis eft- ir þeim. Hver kjóll var líka sýndur við hliðina á sliku málverki, til þess að auðveldara væri að gera sér grein fyrir skyld- leikanum. í sumum kjólunum voru samsett óskyld efni eins og flauel og silki. Þessari snjöllu hugmynd er hér með komið á framfæri. Hún ætti að koma sér vel fyrir kvenfólkið hér, þar sem kjólefnin kosta, svo að hundr- uðum króna skiptir metrinn. Tízkukjólar úr tauafgöngum. RAUSNARMENN, SKANDÍNAYAR. Svíar hafa lagt langsamlega mest af mörkum í sjóð Sam- einuðu þjóðanna til hjálpar þjóðum, sem skammt eru á veg komnar efnahags- og menningarlega, og er þar auð- vitað miðað við fólksfjölda. Hver íbúi í Svíþjóð hefur gefið (reiknað í dollurum) 40,8 cent, en stórveldi eins og Bandarikin eru aðeins með 23 cent á nef. England er með 15,5 og Vestur-Þýzkaland með 6,5. Noregur kvað vera þriðja hæsta landið. Rockefeller- rokk Danskur for- stjóri og frú hans voru gestir á norsku háfjalla- hóteli. Fyrsta dag- inn báðu þau um morgunkaffið í rúmið, eins og gengur. Frúin vildi gjarnan snyrta sig ofur- lítið, áður en kaffið kæmi, og stóð því fyrir framan spegilinn — Blessaður, hypjaðu þig í náttjakkann, sagði liún við mann sinn, — stúlkan kemur á hverri stundu. Eiginmanninum fannst þetta óþarfa pjatt, en fór samt i jakkann. — Flýttu þér upp í aftur, maður. — Ekki stend- urðu hér á náttfötunum, þegar stúlkan kemur. Forstjórinn snaraðist upp í og breiddi sængina upp undir höku. — Annars væri ekkert á móti því, að þú lagaðir þig aðeins til, sagði frúin. í því var barið að dyrum, svo að hann hætti að greiða sér og bredddi sængina upp að eyrum. Inn kom þjónn hótelsins með morgunkaffið á bakka. á náttkjólnum einum fata. GNÍSTRAN TANNA. Gnístið þér tönnum í svefni? Afsakið, að við spyrjum svona dónalega. En það er vegna þess, að bandarískur tannlæknir, dr. Allen Brewer að nafni, segir, að það sé al- veg nóg að tyggja svona tiu mín. að deg- inum, og þess vegna sé alveg óþarfi að halda áfram klukkustundum saman á nóttinni. Þetta erfiði er allt til ónýtis, og aulc þess eyðileggur það tennumar fyrir tímann. Þetta eru hinir 21 árs gömlu Rockefeller-tviburar, dansandi á Lorry í Kaupmannahöfn. Þangað fengu þau aö fara tvö ein á heimleiðinni úr brúð- kaupi bróður síns og Önnu- Maríu frá Sogni. Þau dönsuðu alltaf saman, systkinin, svo að Dönunum gafst ekkert tæki- færi til þess að kokettera við milljónaprinsessuna. Blöðin sögðu, að kvöldið hefði kostað 50 danskar kr. og „missan" þættist aldrei hafa skemmt sér eins vel — það er að segja 1 Evrópu.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.