Vikan


Vikan - 22.12.1960, Page 16

Vikan - 22.12.1960, Page 16
GuB hjálpar faeim, sem hjálpa sér sjálfir Frú Gunnfríður Jónsdóttir og höggmynd eftir hana af inóður hennar, Halldóru Einarsdóttur. Gunnfríði svipar mjög til móður sinnar, eins og sjá má, og jiað víst í fleiru en útliti. » .' „Maður þarf ekki að fara á sýningar til að sjá, hvernig verk listamannsins eru. Þau bera svip af skapgerð lians, og því er hægt, ef mað- ur þekkir hann nógu vel, að gera sér grein fyrir stílblæ hans.“ Þannig fórust frú GunnfríÖi Jónsdóttur orð, þegar blaðamaður Vikunnar heimsótti hana einn rokviðrasaman og hvimleiðan vetr- ardag núna fyrir skömmu. Það var notarlegt að koma í huggulegt hús Gunnfríðar ylja sér þar við skemmtilegt samtal og sviphreina, stílfagra list. Gunnfríður hefur að vissu leyti sérstöðu meðal íslenzkra myndhöggvara, þar sem hún var fjörutíu og eins árs, þegar hún mólaði fyrstu mynd sína. — Segðu okkur, Gunnfríður, byrjaðirðu á þessu af tilviljun, eða hafðirðu alltaf haft áhuga á höggmyndalist? — Satt að segja hafði mig alltaf langað til að teikna eða eitthvað í þá áttina og það sér- staklega eftir að ég kom í Kvennaskólann á Blönduósi. En ég hefði verið talin einkenni- leg, ef ég hefði verið að segja frá því og eink um þar sem ég var kvenmaður. En einu var ég ákveðin í, og það var að komast út fyrir Framhald á bls. 40. Torsó-mynd af stúlku, sérstaklega falleg [> og látlaus og mjög lifandi. Þetta mun hafa verið kunningjastúlka listakonunnar. <] Hér er svo hin tignarlega mynd af Guð- niundi góða. Hún er hvort tveggja í senn sterk og veik. Höggmynd eftir Gunnfríði af Sigurjóni á Álafossi. V 16 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.