Vikan


Vikan - 22.12.1960, Síða 24

Vikan - 22.12.1960, Síða 24
mouth eða sherry og sitrónusafa. Skipt í glös. Skreyft með verjum og berjablöðum séu þau fyr- ir hendi. Kælt. Borðað sem fyrsti réttur til mið- degisverðar eða sem ábætisréttur og er þá fallegl og gott að setja rjómatopp á hvert glas. Appelsínubúðingur. 2 egg (stór), 80 gr sykur, 2Vi appelsína, l'/2 sítróna, 4 blöð matarlím, 2*/2 dl rjómi. Matarlímið er lagt i bieyti, brætt. Eggjarauð- urnar þeyttar með sykrinum léttar og ljósar. Sitrónusafanum og safanum úr annarri appel sínunni blandað saman við ásamt fínrifnu hýði af annarri appeisinunni. Matarlímið ksejt með 1 msk. af köldu vatni. Þegar það hyrjar að þykkna er þeyttum rjómanum og stífþeyttum eggjahvítunum blandað saman við. Skreytið með appelsínubátum og rjómatoppum. Rifnu hýði stráð yfir. Einnig er fallegt að bera þennnan búðing fram í appelsínukörfum. Appelsinurnar eru skornar i tvennt og hoiaðar innan fylltar með búðingi og skreyttar á sama hátt. Aprikósubúðingur. 250 gr aprikósur, sykur eftir bragði, 6 biöð matarlím, safi úr hálfri sítrónu, 3 dl rjómi. — Rjómi, aprikósur, makkar- ónukökur. Aprikósurnar eru lagðar i bleyti og soðnar til þær eru meyrar. Nuddað i gegnum gata- sigti. Sykur látinn eftir bragði. Kælt. Matarlímið lagt í bleyti, brætt og kælt, sitrónusafanum blandað saman við og þessu hrært saman við aprikósumaukið, þegar það fer að þykkna er þeyttum rjómanum blandað saman við, mjög varlega annars er hætt við að búðingurinn mærni. Látinn i mót eða skól þegar hann byrjar að stífna. Kældur. Borinn fram i skál- inni eða hvolft varlega á fat og skreyttur með soðnum hvitum aprikósum, rjóma og makk- arónukökum. Hrísgrjónaábætir (Ris a la mande). 1 djúpur diskur hrísgrjónagrautur, eða 70 gr hrísgrjón soðin í Vi 1 af mjólk, 50 gr sykur, 25 gr möndlur, vanilja, 2/2 dl rjómi. Heppilegt er að nota afgang af jólagrautn- um í þennan rétt. Sykri, söxuðum möndlum og þeyttum rjóma er blandað saman við kald- an grautinn. Skreytt með þeyttum rjóma og sveskjum sé sveskjusósa borin með en rauðu hlaupi ef höfð er saftsósa. Saftsósa. 5 dl góð saft og vatn, 2 tesk. sléttfullar kart- öflumjöl, vatn. Saftin er iótin sjóða, jöfnuð með kartöflu- mjölsjafningnum. Suðan látin koma uppi. Sveskjusósa. 150 gr sveskjur, /2 1 vatn, 1—2 msk sykur, V4 msk kartöflumjöl, vatn. Sveskjurnar eru lagðar i bleyti, soðnar og marðar í gegnum gatasigti. Látið sjóða, sykur settur eftir bragði. Jafnað með kartöflumiöls- jafningnum. Sósurnar eru bornar fram volgar með köld- um á bætisréttinum. Súkkulaðisósa er einnig mjög góð hér með (uppskrift síðar). Eplamarange. '/2 1 vatn, 1 dl sykur, Vi kg epli, 3 eggja- hvítur, l'/i dl sykur. Eplin eru þvegin, skorin í tvennt, fræhúsin ttekin úr. Vatn og sykur soðið saman. Eplin hálfsoðin þar í. Raðað i eldfast mót. Kæld. Hvíturnar eru þeyttar, sykrinum blandað vandlega saman við. Þeytt fljótt saman tvisvar til þrisvar. Látið yfir eplin með skeið. Bakað ið hægan hita (150°) þar til hvítan liefur lyft sér og er ljósbrún, um það bil 20 mín. Borðað með þeyttum rjóma. I staðinn fyrir epli er gott að liafa aðra ávexti t. d. sveskjur, aprikósur o. fl. Hulin epli eða bananar. 6—8 epli, sykur og möndlur eða kanill og rúsínur. Smjördeig. 4 dl hveiti, 200 gr smjörlíki, 1 dl vatn, 3 tesk. edik. Hveitið er sáldrað, % hiuti smjörsins mulin saman við og vætt í með vatninu og edikinu. Flatt út i ferkantaða köku. Smjörinu skipt í tvo þriðju hluta deigsins, sem er síðan brot- ið i þrennt. Smjörið barið inn í deigið, lagt saman, kælt. Endurtekið þar til smjörið er horfið inn i deigið. Flatt út fremur þunnt. Eplin flysjuð, fræhúsin tekin úr og fylling sett i þess stað. Annað hvort sykur og möndl- ur sem áður eru saxaðar eða kanel, sykur og rúsínur. Smjördeigið er skorið í það stóra ferhyrninga að deigið hylji eplin. Eplin sett á miðju hverrar köku og deiginu þrýst vel að. Raðað á plötu þannig að samskeitin snúi niður. Penslað með eggi og sykri stráð yfir. Bakað þar til eplin eru gegnum bökuð ca. 20 mín. (Prófið með prjóni). Borðuð heit með þeyttum rjóma. í staðinn fyrir epli eru bananar ágætir, þó eru þeir nuddaðir með sítrónu áður en deiginu er vafið Utan( um. ís með súkkulaðisósu. 4 egg, 4 msk. sykur, Vi 1 rjómi, Vi—1 tesk. vanilja. Súkkulaðisósa. 1 Vi msk. kakaó, 2 msk. sykur, 3 dl vatn, 30 gr súkkulaði 2—3 msk. kaffi (sterkt), 2 tesk. kartöflumjöl. ísinn: Eggjarauðurnar eru þeyttar með sykrinum. Vaniljunni bætt í ásamt þeyttum rjóma og stífþeyttum hvítum. ísmótin eru skoluð úr köldu vatni áður en fryst er i þeim. Gott er að hræra upp í ísnum þegar hann er að byrja að frjósa, þá botnfellur hann síður. Látinn ó fat eða í skál og rifnu súkkulaði stráð yfir. Borðaður með volgri súkkulaðisóss. Súkkulaðisósa: Kakaó, sykur og vatn er hrært saman og soðið i 2—3 mín. Súkkulaðinu bætt í og hitað þar til það er bráðið. Jafnað með kartöflu- mjöli sem hrært er út með köldu kaffinu. Þeyttum rjóma blandað saman við rétt áður en sósan er borin fram. (Það má sleppa rjóm- anum). Mótkökur og tertur Fallegt er að baka sykurbrauðsdeig eða möndlutertudeig i stjörnulöguðu móti í einu til tveimur lögum. Þegar kakan er bökuð og orðin köld er búið til ó- vaxtahlaup úr 5 d) af ávaxtasafa og (5 matarlímsblöðum, sem lögð eru í bleyti, brædd og kæld og hrærð út í safann. Látið í mótið sem áður er skolað úr köldu vatni. Þegar hlaupið er hálfstíft er öðrum kökubotninum hvolt yfir. Á botninn er látinn lieyttur rjómi með ávöxtum, örlitlum sykri og sítrónusafa. (Hafið rjómann ekki of mikinn). Hinum botninum er siðan hvolft yfir. Kökufatið lagt yfir og öllu snúið við. Kakan er síðan skreytt með þeyttum rjóma og ef til vill ávöxtum, rifnu súkkulaði o. fl. Kerti látið í miðja kö'kuna. (Vilji hlaupið tolla í mót- inu er stykki undið úr volgu vatni og lagt yfir augnablik þá losnar það. Sykurbrauðsdeig. 4 egg, 175 gr sykur, 50 gr kartöflumjöl, 50 gr hveiti, 1 tesk lyftiduft, (safi úr Vt sítrónu). Eggin eru þeytt mjög vel með sykrinuin. Hveiti, kartöflumjöli, lyftidufti blandað var- lega i ásamt sítrónusafanum, sem gefur frísk- andi bragð. Bakað strax í velsmurðu tertu- móti einu til tveim, einnig er fallegt að baka deigið í hringmóti og láta ís eða þeyttan rjóma i miðjuna þegar kakan er borin fram. Rjómaterta með vatnsdeigi. 100 gr smjör eða smjörlíki, 100 gr hveiti, 1—2 msk. vatn eða rjómi. VATNSDEIG. 1 Vi dl vatn, 50 gr smjör eða smjörlíki, l'A dl hveiti, 2 egg. Hveitið er sóldrað, smjörið skorið i með hníf. Vætt í með vatni eða rjóma, hnoðað fljótt saman. Iíælt. Flatt út. Bakað í kringlóttu móti við jafnan Iiita, neðarlega i ofninum (ca. 200°) VatnsdeigsboIIurnar. Vatnið er látið sjóða, smjörið látið í og hveitið þeytt saman við. Látið sjóða þar til deigið er laust frá slcif og potti. Deigið er kælt nokkra stund, síðan er eggjunum hrært í einu og einu. Sprautað eða látið með teskeið i litlar bollur á velsmurða plötu. Bakað við meðalhita. Það má ekki opna ofninn fyrstu 10 minúturnar. Bollurnar ciga að vera i ofn- inum um það bil 25 min., eða þar til þær eru gegnumbakaðar. Fallegt er að dífa bollunum í bráðið súkkulaði áður en þær eru látnar á kökuna. Kremið. 2 eggjarauður, 1 msk. sykur, 1 msk. kart- öflumjöl eða maizenamjöl, (4 1 mjólk, 2 Vi blöð matarlím, Vi tsk. vanilja, 2 eggjahvítur, 1 msk. sherry, Vi 1 rjómi. Eggjarauðurnar eru hrærðar með sykrinum, kartöflumjöli eða mayzenamjöli hrært saman við. Hitað og hrært i þar til það fer að þykkna. Þá er matarlíminu sem áður hefur legið i bleyti bætt í. Ivælt. Stífþeyttum hvít- unum blandað í ósamt sherry og vanilju. Látið á kökubotninn. Vatnsdeigsbollunum rað- að á. Þær eru áður fylltar með rjóma eða kremi og rjómatoppum sprautað ó milli. Síð- ast er ávöxtum, möndlum eða hnetum stráð yfir. Kakan er lögð saman rétt áður en hún er borin fram, annars er hætt við að smjördeigs- botninn verði seigur. Súkkulaðikaka m/möndlum, 100 gr smjörlíki, 2 bollar sykur, 1 bolli rjómi eða mjólk, 2 msk. kakaó, 2 bollar hveiti, 2 tesk. lyftiduft, 50 gr afhýddar, saxaðar möndlur. 24 ViKAK

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.